Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 171
Lohmann að Hlíðarenda
171
dóttir. Hann útskrifaðist úr mentaskólanum 1918 og las
verkfræði.
Sveinbjörn Helgi Blöndal, iæddur á Sjóarlandi í
Þistilfirði 31. mars 1895, dáinn 15. desember 1918. Foreldr-
ar hans voru Björn læknir Blöndal og kona hans Sigríður
Blöndal. Hann útskrifaðist 1916 og las læknisfræði.
Lohmann að Hlíðarenda. í byrjun þessa árs, líklega
2 janúar, andaðist merkur bóndi á Fjóni, er var mikill vinur
íslands, en fáum er þó kunnugt um á íslandi. í’að var
sjálfseignarbóndi Kristjan Rasmussen Lohmann. Hann var
fæddur 2. apríl 1852 í Aasum á Fjóni og var bóndason. í
æsku gekk hann í lýðskóla og var kennari í Skovgaard-lýð-
háskóla á árunum 1876—79. 1880 keypti hann jörð og
bygði hana upp árið eftir og kallaði bæ sinn Hlíðarenda.
Fyrir ofan bæjardyrnar Ijet hann setja marmaraplötu og var
þar á grafið: »Hliðarende, bygget 1881. Opkaldt efter
Gunnars Gaard paa Island«. Lohmann kvongaðist og eign-
aðist son, og Ijet hann heita Gunnar.
Lohmann var mikill merkismaður, forgöngumaður í sam-
vinnufjelagsskap og í mörgum öðrum nytsömum fjelögum á
Fjóni. Hann var líka ríkisþingmaður frá 1892—1901 og frá
1903 —1906. Hann ræktaði jörð sína sem best mátti verða,
og var fyrirmyndarbóndi, en hann ritaði líka margar ritgjörðir
bæði í blöð og tímarit. Hann fylgdi kenningum Grundtvigs
í trúarmálum; hann unni íslendinga sögum og var vel að
sjer í þeim. Hann hjelt oft fyrirlestra um þær og sögu
Norðurlanda, um bókmentir Dana og íslendinga; einnig tal-
aði hann á pólitiskum fundum og var mjög vel máli farinn.
Ífrír Svíar.
Gustav Cederschiöld. Gustaf (fullu nafni: Johan G.
Kristofer) Cederschiöld er meðal hinna nafnkendustu málfræð-
inga Svía í norrænum fræðum. Hann er fæddur 25. júní
1849 í Stokkhólmi, en varð stúdent og kandidat í Lundi;
1874 dr. phil. og árið eftir dósent þar í norrænum málum.
Árin 1882—89 veitti hann forstöðu meyjaskóla í Gautaborg,
varð svo aftur dósent í Lundi og síðast prófessor við háskól-
ann í Gautaborg 1893 —1914 í norrænum fræðum; síðan
hefur hann búið í Lundi. Síðustu árin hefur hann orðið fyr-
ir þeirri þungu raun að verða blindur. Á æskuárum og fyrri
fullorðinsárum sneri hann sjer mest að íslenskum fræðum og
hefur þar unnið ágætt verk. Hann tók sjer fyrir hendur að
gefa út safn af íslenskum riddarasögum, svo nefndum. Hann