Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 172
172
TJrír Svíar
gaf út Mágussögu, Konráðssögu, Bæríngssögu, Flóventssögu
og Beverssögu — alt með sameignum titli: Fornsögur Suður-
landa (1877—84); það var full þörf á að fá nýja útgáfu af
þessum sögum (er fæstar höfðu verið gefnar út áður), sem
eru svo merkilegar. Cederschiöld gaf þær út með mestu ná-
kvæmni eftir öllum handritum, sem til greina gátu komið, og
samdi afarfróðan og rækilegan formála, og gerði grein fyrir
handritum, máli og uppruna þessara sagna eftir föngum. Það
reyndist hjer, að
Cederschöld var
bæði prýðilega vel að
sjer ífornmálinu, enda
las hann handritin fá-
dæma vel. Síðar heí-
ur hann gefið út
Clarus sögu (1879 og
Altnord. Sagabiblio-
^thek 1907), Errex-
sögu (1880), Möttuls-
sögu og Skikkjurím-
ur (1877). Þar að
auk hefur hann gefið
út ýmislegt annað:
Bandamannasögu
(1874, hans fyrsta
útgáfa), Geisla (1874),
Jómsvíkingas. (1875)
og fleira. Auk þess
hefur hann ritað
smærri og stærri rit-
gjörðir um íslensk
fræði, t. d. um hvern-
ig handritin gömlu hafa geymst (1886), um ísl. kirkjumáldaga
(1887), og ýmislegt fleira. ' Cederschiöld hefur þannig verið
einna þarfastur maður Islenskum fræðum í Svíþjóð á hinum
sfðustu áratugum, og á hans nafn því skilið að vera í heiðri
haft og minnum á íslandi.
Annar hlutur af vísindastörfum Cederschiölds snertir
sænskt mál og fræði að fornu og nýju, og hefur hann ritað
þar um fjölda af greinum og bókum, sem oflangt yrði hjer
upp að telja. Nefna skal helst: Om svenskan som skrift-
sprák (1897), Rytmens trollmakt (1905). Ýmsum ritgjörðum
hefur hann safnað og gefið út 1 einni bók, svo sem: Om