Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 174
174 T’rír Svíar
og verða öll hljóð málsins rakin frá því fyrsta og til þessa
dags og er þar margt um fornnorrænu líka. Til þess að
s/na mikilleik þessa verks skal þess getið, að i. bindið er
489 síður og nær yfir hljóðin: i (stutt og langt), e (sömul.),
æ (sömul.), a (sömul.), á (langt), 9 (stutt og langt), y (sömul.).
Og svona er haldið áfram. Rit þessi bera vott um óviðjafn-
anlegan skarpleik, nákvæmni og gjörhygli.
Aðalhljóðbreytingar í norrænu fornmáli er það sem kall-
að hefur verið hljóðvörp og klofning (»omlyd«, »brydning«).
Margt hefur þótt myrkt
í því máli einkum
um sögu þessara
breytinga. Ef bornar
eru saman orðmyndir
sem »dœmða« og
»talða« (hvorttveggja
úr eldra idömiða« og
»taliða«), verður
manni spurn, hvers
vegna hljóðvarp er í
»dœmða«, en ekki í
»talða« (í báðum er
þó i, sem hljóðvarpi
ætti að valda). Kock
hefur rannsakað þetta
mál alt í mörgum
ritgjörðum, og loks
samið mikið og merki-
legt rit á þýsku:
»Umlaut und brech-
ung« (1911 — 16) og
tekið þar saman í
eina heild það, sem hann hatði áður ritað sundurlauslega um.
Skoðanir hans hafa verið í -ýmsum greinum vefengdar, en vjer
sjáum ekki betur, en að þær standi á svo ijettum rökum, að
þær fái að haldast. Og aftur hjer er það einmitt áherslan á
samstöfum (hljóðum). sem veldur muninum. Eftir því hefur
Kock skipað hljóðvörpunum og klofningunni eftir tímabilum.
En hjer verður ekki frekar farið út í þetta (sbr. Málfræði ísl.
tungu, 21. gr.).
Þessar og aðrar rannsóknir Kocks hafa markað tímamót
í norrænni málfræði.
Þegar A. Kock var í Gautaborg, hjelt hann meðal ann-