Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 176
frír Svíar
17J
Hvað sænskuna sjerstaklega snertir hefur hann ritað mjög
rækilega bók um fornsænska málfræði (»Altschwedische
grammatik« 1904), með registrum og öllu næstum 650 síður.
f'ar er líka sjerstök alúð lögð við hljóðfræðina. En aðalrit
hans er hin mikla málfræði í nýja málinu, sem á að verða í
9 bindum og heitir »Vort sprák«. Af henni eru út komin
26 hefti; 1., 2., 3. og 5. bindi eru fullbúin og prentuð.
Vonandi er, að höf. endist aldur og heilsa til þess að ljúka
við þetta feiknarit, sem verður svo að segja einstætt verk í
sinni röð. Þess er
enginn kostur að lýsa
þessu verki hjer nán-
ar, en allir hljóta að
sjá af stærðinni, hve
víðáttumikið það er.
Það er engin grein
málsins, sem ekki sje
hjer farið með og
skýrð til hlítar.
Noreen hefur ritað
fjölda af ritgjörðum
bæði slrangvísinda-
legum (t. d. eina um
nefhljóðin í fornmál-
inu) og alþýðlegum
um öll möguleg efni,
orða- og nafnaskýr-
ingar fornra og nýrri.
Hann er og einn af
aðalmönnunum er
vinna að og stjórna
söfnun og útgáfu
sænskra staðanafna;
á það að verða hið m’esta ritsafn.
Noreen er hinn mesti gleðimaður, »hrókur alls fagnaðars
hvar sem hann er; hinn mesti ræðusnillingur og vel fyndinn,
svo að orð er á gert. Hann kvað vera hinn fjörugasti kenn-
ari, og svo er sagt, að hann hafi aldrei endurtekið sömu
fyrirlestrana.
Sem sjá má af þessu stutta yfirliti er það ekki um skör
fram, að »Ársritið« flytur myndir af þessum þremur snilling-
um Svía. Allir hafa þeir, hver á sinn hátt, haft hina mestu