Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 177
Nítjánda öldin
77
þýðingu fyrir íslenskt mál og íslenskar bókmentir — og það
er oss skylt að þakka með virktum. Finnur Jónsson.
Finnur Jónsson, Udsig’t over den norsk-islandske
filologis Historie. Kbh. 1918. (8 +) ioo bls. 8. Bók
þessi er hátíðarrit gefið út af háskólanum í Kaupmannahöfn
á afmælisdag konungs 26. sept., og er saga norsk-íslenskrar
málfræði frá því að menn tóku fyrst að fást við forn íslensk
rit og norræna tungu rjett eftir siðaskiftin og fram til þessa
dags. Það er mjög fróðlegt ágrip. Efnið er flokkað svo
skipulega, að alt ritið er glögt og greinilegt. Því fylgir og
skrá yfir mannanöfn. Bók þessi er góður leiðarvísir fyrir þá,
sem kynnast vilja íslenskum fræðum og norrænni málfræði.
Nítjánda öldin, mikið sögurit og merkilegt. Det
nittende Aarhundre.de. skildret af nordiske Videnskabsmænd,
redigeret af Aage Friis. Gyldendalske Boghandel. Nordisk
Forlag. 1918.
Að ári (1920) verður bókaverslun Gyldendals 150 ára
gömul og hefur stjórn hennar ákveðið að minnast þess ræki-
lega. Hún hefur því ákveðið að gefa út stórkostlegt
sögurit um nítjándu öldina, og á það að vera svo úr
garði gert, bæði að efni, stærð og öllum ytra frágangi, að
það verði eitthvert hið merkasta rit í bókmentum allra Norð-
urlanda. Það á að verða 31 bindi, en bindin eiga ekki að
vera mjög stór, svo að ritið verði þeim mun handhægra. Það
kemur út bæði á dönsku og sænsku.
Með stjórnarbyltingunni miklu hófst nýtt tímabil í sögu
mannkynsins, og þessu tímabili er nú lokið. Stjórnarbyltingin
mikla var inngangur að 19. öldinni; á líkan hátt er heims-
ófriðurinn mikli inngangur að komandi tímabili. En þau
miklu tíðindi, sem orðið hafa á síðustu árum, hafa vakið
löngun hjá mörgum til þess að kynnast rækilega undanfarandi
tímabili, sögu 19. aldarinnar, en sögu hennar lýkur ekki með
árinu 1900 heldur 1914. í’etta rit verður því um tímann
frá 1814 til 1914. En sem inngangur að því er gefin út
menningarsaga frakknesku stjórnarþyltingarinnar og stjómar-
tíðar Napoleons mikla, eftir sagnaritara, prófessor J. A.
Fridericia.
Rit þetta verður að sumu leyti svipað öðru miklu riti,
sem Gyldendals bókaverslun hefur gefið út. IJað var almenn
menningarsaga, er heitir »Verdenskulturen<, en þó aðallega
um þróun mannkynsins að þvl er snertir landsstjórn, atvinnu-
vegi og efnahag. En ritið um 19. öldina verður miklu fjöl-
skrúðugra en menningarsagan og um margs konar framfarir
12