Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 182
Gunnar Gunnarsson skáld
182
Gunnar Gunnarsson, Edbrödre. Roman fra Islands
Landnamstid. Kbhvn. 1918, 343 bls. 8. Bókaverslun Gylden-
dals. 7 kr. 50 a. í’etta er 15. bók Gunnars Gunnarssonar,
og 18. maí í vor verður hann þrítugur. Hann byrjaði
snemrna að yrkja. í’á er hann var 17 vetra gaf hann út
tvö ofurlítil kvæðasöfn. Næstu bókina birti hann á dönsku
fimm árum síðar, og voru það kvæði; þótti sumum þau ekki
þess verð. að þau hefðu verið prentuð. 1912 kom út I. og
2. hlutinn af sögu Borgar-
ættarinnar og 1913 3.hlutinn,
Gestur eineygbi. Þá vann
, Gunnar mikinn sigur, því bók
sú er prýðilcga vel rituð, og
varla nokkurri setningu ofauk-
ið. Bók þessi vakti mikla at-
hygli í Danmörku og víðar á
Norðurlöndum. Þá var Gunn-
ar 24 ára. Síðan hafa venju-
lega komið út eftir hann tvær
bækur á hverju ári, þar á
meðal stórar skáldsögur eins
og Strönd lífsins, Vargur í
vjeum og nú Fóstbræður.
Hann er nú orðinn kunnur
maður um öll Norðurlönd.
Gunnar átti við mikla fá-
tækt að búa fyrstu árin. Hann
kom hingað til landsins 1907
með tvær bendur tómar að
kalla; en með stakri iðni, alúð
og elju hefur hann komist
áfram og búið sjer til lífvæn-
lega stöðu; hafa fá íslensk
skáld gert betur fyrir innan
þrítugt. Fáir íslendingar hafa
og vakið jafnmikla eftirtekt á íslandi meðal almennings á
Norðurlöndum sem Gunnar Gunnarsson.
Saga Gunnars, sú er hjer um ræðir, er um Ingólf og
Hjörleif, fyrstu landnámsmenn íslands; segir frá uppvexti
þeirra í Noregi, víking vestur um haf og könnunarför þeirra
til Islands og landnámi. Það er ágæt bók. Höfundurinn er
furðu vel að sjer í sögunum og lifnaðarháttum manna á þeim
tímum, en ekki held jeg að sundmaður mundi kalla sundtök-