Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 185
írland og Macgill
i»5
vinnu, einn um hvíld, annar um nýjan æskulýð, einn um ung-
ar stúlkur o. s. frv. Öll er bók þessi vel rituð, holl og
hressandi, og jafngóð fyrir stúlkur sem pilta. Hún hefur
þegar náð svo mikilli útbreiðslu, að nýjar útgáfur hafá komið
af henni.
Irland, redigeret af Kai Friis-Möller, Kbh. 1918. 8+
184 bls. 8. (V. Pios bókaverslun. Poul Branner). Verð
15. kr. Bók þessi er 8 þættir um íra og írland. Hana hafa
ritað 6 norrænir vísindamenn og 2 Irar. Fyrsti þátturinn
heitir Sál írlands eftir prófessor Vilh. Grönbech og er lýsing
á Keltum, sjerstaklega sálarlífi þeirra. Annar þátturinn er um
írland nú á tímum eftir írskan rithöfund Show Desmond.
Þriðji er um landsgæði írlands eftir Poul Læssöe Miiller sagn-
fræðing; það er lengsti óg fróðlegasti þátturinn. Fjórði þátt-
urinn er um írska tungu eftir hinn ágæta málfræðing professor
Holger Pedersen. Þá hefur Niels Möller, sagnaritari og skáld,
ritað um tvo Englendinga, er voru lengi á írlandi og komu
mikið við írsk mál. Menn þessir voru Edmund Spenser,
skáld, (d. 1599), og hinn frægi rithöfundur Jonathan Swift
(d. 1745). Sjötti þátturinn er um norrænt þjóðerni á írlandi
eftir hinn norska sagnaritara Alexander Bugge, hinn sjöundi
um írska ljóðagerð eftir ritstjóra bókarinnar Kai Friis-Möller,
en hinn síðasti um hluttöku Ira í ófriðnum mikla eftir hinn
nafnkunna foringja íra John Redmond. Bók þessi er rituð
með hlýjum hug til Englands eigi síður en til írlands, og er
fróðleg að mörgu leyti; sumir þættirnir eru prýðilega ritaðir;
en fullan fróðleik um írland mega menn ekki vænta að fá
af henni. Þó er mikið varið í það að hafa fengið slíka bók
út á Norðurlöndum, þar sem svo fátt hefur verið ritað um
írland.
Patrick Maegill, Rottereden, autoriseret Oversættelse
ved Valdemar Rördam, Kbh. (Aschehoug & Co.) 1918.
268 bls. Verð 4 kr. 85 a. Hinn ungi íri, höfundur þessarar
sögu, hefur orðið heimsfrægur maður nú á sfðustu árum fyrir
bækur sínar um ófriðinn. Bók þessi lýsir lífi fátæklinga á
írlandi og við hvaða hag fátækar stúlkur eiga að búa í hinu
enska og skoska þjóðfjelagi. Peir, sem vilja kynna sjer
skuggahliðarnar í þjóðlífi Englendinga. eiga að lesa þessa bók.
Af henni geta þeir skilið, hvernig farið hefur fyrir sumum
einmana, fátækum og fákunnandi íslenskum stúlkum, sem farið
hafa til Vesturheims, sjerstaklega til New York og Ghicago.
Bókin er snildarlega þýdd.
Paul Verrier, Slesvig', med Forord af Kr. Nyrop.