Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 188
88
liækur am ófriðinn
er hagfræðingur og varð ríkisþingmaður 1903. Hann er nú
einn af hinum atkvæðamiklu stjórnmálamönnum á þýskalandi,
og í hinni nýju ríkisstjórn og formaður þeirrar nefndar, sem
semur um friðinn af hálfu þjóðverja. Wells (f. 1866), höf-
undur síðari bókarinnar, er einhver hinn frægasti rithöfundur,
sem nú er uppi á Englandi, mjög hugmyndaríkur og skarpur;
hann ritar skáldsögur og um þjóðfjelagsmál.
Bækur urn Ófriðinn. Síðan vopnahlje komst á, hefur
eigi verið mikið ritað um ófriðinn. Af þeim bókum, sem
hafa komið út í Danmörku og Noregi síðan 3. ár af Ársrit-
inu kom út (sbr. bls. 139—143, og 2. ár, bls. 98 — 99) skal -
að eins nefna: H. Angell, For Frankriks ret og ære, Kristi-
ania 1918 (Aschehoug) IV-j-139 bls. 8. Verð 3,25. Ernst
Bischofý] Engelske og franske Misgerninger paa kolonialt
Territorium. Kbh. 1918 (Nordiske Forfatteres Forlag) 126
bls. 8. Verð 2,50. Otto Jöhlinger, Udsultningskrigen, Kbh
1918 (Nord. Forf. Forlag) 19 bls. Verð 35 a. Tysklands
Udsultning, eftir 6 lækna. Kbh. 1919 (Nord. Forf. Forl.) 35 bls.
8. Verð 75 a. í ritum þessum segir hið sanna af áhrifum sigl-
ingabannsins á hag f’jóðverja. E. D. Morel, Hvorfor Foraars-
græsset bliver blodigrödt, 28 bls. 8. Verð 50 a. Höfund-
urinn, enskur friðarvinur, sýnir að Englendingar hafa á árun-
um 1700—1914 háð 24 stríð og að auki farið ýmsar her-
ferðir á hendur þjóðflokkum í Afríku og Asíu, Frakkar 17
stríð og herferðir að auki í öðrum heimsálfum, Austurríkis-
menn 17 stríð, Rússar 22 stríð og herferðir að auki, en
Prússar 13 stríð. Eins og auðsætt er af þessu, hafa Eng-
lendingar og Rússar leitað mest á aðrar þjóðir á síðustu
öldum, og líka brotið flest lönd undir sig. E. von Halling,
Det hemmelige russiske Politi. Kbh. 1918. 79 bls. 8, verð
1,50 (Nord. Forf. Forlag).
Lýsing- tslands, ágrip eftir f’orvald Thoroddsen, 3. út-
gáfa, kemur út í sumar í Kaupmannahöfn. Bók þessi, sem
er alkunn á íslandi, er endursamin, og er meðal annars skýrt
frá breytingum þeim, sem nú hafa orðið, þá er landið varð
sjálfstætt. Verður hún einhver hin besta og handhægasta al-
þvðleg fræðibók um ísland. í henni eru myndir.
Verðlaunasjódur vinnuhjúa. Eins og getið er um í
Ársritinu í fyrra, bls. 144—145, að væri í ráði, sendi jeg
Búnaðarritinu í fyrra haust ritgjörð um verðlaunasjóðinn. Jeg
skýrði þar frá öllum loforðum, sem komið höfðu til mín, og
voru þau 107, auk tilboðs frumkvöðuls þessa máls; enn
fremur voru loforð fyrir 24 jarðir í Hrunamannahreppi, 24 í