Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 189
Verðlaunasjóður vinnuhjúa
189
Gnúpverjahreppi og tvær í Grafningi, sem sjera Kjartan
Helgason í Hruna hafði safnað í Hreppunum, sbr. Arsritið.
En þessum loforðum fylgdi það skilyrði, að hver hreppur
hefði sjereign í sjóðnum, en mjer hefur eigi verið skýrt nán-
ar frá, hver hugsun Hreppamanna sje með þessu. Ef þeir
vilja halda fast við það skilyrði, að hver hreppur hafi tillag
sitt í sjóðnum sem sjereign, er auðsætt, að þeir geta ekki
verið með í verðlaunasjóð þessum, því að hann á að verða
sameiginlegur fyrir allar jarðir á landinu, sem greiða tillag í
hann; gæti sjóðurinn alls eigi náð tilgangi sínum, ef farið
væri að skifta honum í sjereignir á milli hreppanna, svo að
hann yrði alt að því 200 smásjóðir, og hef jeg skýrt það
atriði nánar í ritgjörðinni til Búnaðarritsins. Er vonandi að
enginn landsmanna taki upp á því að setja slík skilyrði, því
að það yrði að eins til að skaða þetta mál og engum til
gagns nje sæmdar. En fyr en vissa er fengin fyrir því,
hvort Hreppamenn leggja í sjóð þennan, er óþarft að telja
loforð þeirra.
Eins og sjá má af Lögrjettu 30. desember f. á. hef jeg
beðið Einar gartyrkjumann Hdgason í Reykjavík, ráðanaut
Búnaðarfjelagsins, um að veita tillögum í sjóðinn móttöku og
leggja þau jafnóðum í aðaldeild Söfnunarsjöðsins, og einnig
um að taka á móti loforðum um tillög. Hann hefur góðfús-
lega tekið það hvorttveggja að sjer. Menn eru því beðnir
um að gera svo vel að senda honum loforð um tillög í
Verðlaunasjóðinn og að greiða honum þau öll.
Sum ungmennafjelögin hafa sýnt fyrirtæki þessu sjer-
staka góðvild og áhuga, og hafa tvö þeirra sent mjer loforð
um tillög síðan jeg ritaði greinina í Ársritið í fyrra. í'að eru
ungmennafjelögin Egill rauhi í Norðfjarðarhreppi (loforð fyr-
ir 16 jarðir), og Svanur í Álftaveri (loforð fyrir 8 jarðir, allar
þar í hinum litla hrepp). Enn fremur sendi Þorsteinn Þor-
steinsson bóndi á Daðastöðum í Presthólahreppi loforð frá sjer
og i4 öðrum bændum þar í hreppnum um tillög í sjóðinn,
og sjera Magnús Bl. Jónsson fyrir búnaiarsamband Austurlands
loforð fyrir 10 jarðir; er þetta alt talið í ritgjörðinni í Bún-
aðarritinu. En sfðan hefur Björg Jónsdóttir, ekkja á Akur-
eyri, sent mjer 5 kr. fyrir hjáleiguna Háfagerði í Vindhælis-
hreppi og eru þær á vöxtum í >Handelsbanken« ásamt 160 kr-
er áður voru komnar. Fleira hefur eigi komið til mín í vetur,
enda hafa hin miklu veikindi seinkað framkvæmdum í þessu
máli sem öðrum.
A8 lökum vil jeg tjá öllum þeim mönnum, sem mál þetla