Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 190
Verðlaunasjóður vinnuhjtía
190
hafa stutt, og sjerstaklega ungmennatjelögunum og ■ þeim
mönnum, sem beinst hafa fyrir því í hjeruðum, kærar þakkir.
Jafnframt vil jeg láta þá beiðni í ljós, að ungmennafjelögin,
búnaðarfjelögin og fleiri fjelög víðsvegar um landið og fram-
takssamir menn í sveitum gangist fyrir þessu máli hver í sinni
sveit, svo að sjóðurinn vaxi sem skjótast og bráðlega verði
hægt að fara að veita verðlaun úr honum, en til þess þarf
hann að vaxa mikið, því að ekki má fara að veita verðlaun
úr honum fyr en hann er orðinn 20000 kr., svo að hægt
verði að veita sex mönnum verðlaun árlega og sjóður-
inn vaxi þó árlega allmikið. Málefni eins og þetta getur að
eins gengið vel, ef margir leggja saman, enda eiga líka margir
að njóta góðs af því á eftir. Það getur orðið bændastjett-
inni bæði til mikils gagns og sæmdar. Er vonandi að þetta
gangi alt greiðara nú, er friður kemst á og samgöngur batna
og spánska veikin hefur gengið um garð. En eins og einn
merkur bóndi hefur ritað mjer, verður að fá forgöngumann
eða fjelög í hverju hjeraði til að útvega sem mesta þátttöku
i stofnun sjóðsins. Hann segir, að margir vilji vera með, ef
forustuna í sveitunum vanti eigi.
Kaupmannahöfn, Ole Suhrsg. 18, 20. febr. 1919.
Bogi Th.' Melstéb.
A liverju ríður íslandi mest? Atta svör komu uppá
verðlaunaspurningu þessa (sjá Arsrit 2. ár, bls. 123—124),
fjögur af Suðurlandi, þrjú af Norðurlandi og eitt af Aust-
fjörðum. Verðlaunanefndin, Finnur Jónsson, Magnús Jónsson
og Þorvaldur Thoroddsen, dæmdi einni ritgjörð 2. verðlaun
og annari 3. verðlaun, en með því að hún rjeð frá að prenta
ritgjörðir þessar í Ársritinu, verður eigi skýrt nánar frá þessu,
en vinnendum send verðlaunin og hinum höfundunum rit-
gjörðirnar.
Þjódjardasalan. Árið 1915 keypti sjera Þorsteinn
Briem Hrafnagil af landssjóði fyrir 4500 kr. Hann hefur nú
selt þá jörð fyrir 41100 kr. Magnúsi Sigurðssyni bónda og
kaupmanni á Grund. (Morgunblaðið 22. desbr, 1918).
í Ársriti Fræðafjelagsins 2. ári er ritgjörð um þetta mál,
og er á bls. 109—110 bent á, hvað gera þurfi.
Hovedstaden, dagblað það í Kaupmannahöfn, sem dr.
Kjer-Petersen stýrir, gaf út jólablað um ísland síðustu jól og
hefur lýst þar enn á ný vinarþeli sínu til íslands. í því voru
góðar greinar eftir biskup dr. Jón Helgason, Ingibjörgu Ólafsson
(um Hallgrím Pjetursson), kvæði eftir Matthías Jochumsson
(þýðing eftir Olaf Hansen), Þórð Tómasson og Jónas Guð-