Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 191
Tvö bókmentafjelög, norrænt og íslenskt
191
laugsson, skáldsaga eftir f’óri Bergsson (frú Anna Zimsen
þýddi), greinar um íslenskar bækur, 5 myndir frá íslandi o. fl.
Fjelag til að gefa út gamlar norrænar bókmentir
(Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur) verður
fertugt 24. maí í ár. Upptökin til þess að það var stofnað
átti Svend Grundtvig prófessor og fekk það bækur þær, sem
Fornritafjelagið hafði gefið út og óseldar voru. Útgáfufje-
lagið hefur gefið út 46 rit, hið stærsta í fjórum bindum
(Heimskringlu). Allar útgáfur þess eru góðar og hefur það
unnið mikið og þarft verk. Fyrir fjelag þetta hafa þeir unnið
mest bókavörður dr. Kristjan Kálund, sem ávalt hefur verið
skrifari fjelagsins, og prófessor dr. Finnur Jónsson, sem nú er
fjehirðir fjelagsins. í stjórn fjelagsins eru auk þeirra þrír
prófessorar, dr. Ludvig Wimmer, formaður, dr. Vemer
Dahlerup og dr. Johannes Steenstrup. í fjelagi þessu geta
menn verið gegn 5 kr. ársgjaldi og fá þá alt, er það gefur út.
Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn var
sett á stofn 14. maí 1912. Það hefur gefið út:
Endurminningar Páls Melsteðs með myndum, 2,50.
iOss finst þetta skemtilegast allra íslenskra minningarrita.«
Dr. síra Jón Bjarnason, Sameiningin 27. árg., bls. 316.
Brjef Páls Melsteðs til Jóns Sigurðssonar, 2 kr.
»Þessi bijef eru engu síður fróðleg og skemtileg en Endur-
minningarnar. og þurfa hinir mörgu vinir Páls jafnt að eignast
bæði ritin. Og enn betur skína mannkostir Páls út úr brjef-
unum.« Biskupinn, Nýtt kirkjublað.
Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, um galdramál,
með inngangi eftir’ Sigfús Blöndal. 1. h. 1,50; 2. h. 2,00;
3. h. 1,50. Öll bókin 5 kr. »Bókin er dýrmæt heimild að
menningarsögu okkar.« N. í ísafold.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns,
2. b., 1. h., bókhlöðuverð 4 kr. 50 a., áskrifendaverð fyrir
kaupendur að allri Jarðabókinni 3 kr. Bókhlöðuverð er 45
aura örkin, en áskrifenda 30 aura. Jarðabók þessi er mjög
fróðleg um margt, og hið langbesta heimildarrit, sem til er,
um hag bænda og þúnaðarástandið á íslandi á síðari hluta
17. aldar og í byrjun 18. aldar. í henni eru nafngreindir
allir ábúendur og jarðeigendur. — I. bindi 12 kr., áskrifenda-
verð 8 kr. I.—4. heffi 2,25 hvert hefti, 5. h. 3 kr. Einstök
hefti fást að eins fyrir bókhlöðuverð.
Ferðabók eftir Þorvald Thoroddsen, hin mesta
og fróðlegasta ferðabók, sem út hefur komið um ísland. Öll
bókin 1.—4. bindi 23 kr. Einstök bindi fást ekki.