Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 192
92
Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn
Orðakver einkum til leiðbeiningar um rjett-
ritun eftir Finn Jónsson, innb. 0,75. Besta og ódýrasta
stafsetningarorðabók á íslensku, hin eina, er skýrir frá upp-
runa orða.
Afmælisrit til dr. phil. Kr. Kálunds, með 8 mynd-
um, æfisögu dr. Kálunds og 6 ritgjörðum. 2,00.
Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thor-
oddsen, 1. h. 5 kr., 2. h. 6 kr. Öll bókin II kr.
Handbók í íslendinga sögu eftir Boga Th. Mel-
steð, 1. b. verð 3,75.
Ársrit hins íslenska fræðafjelags, með myndum,
4. ár 4 kr.; 1. og 2. ár 1,50 hvort; 3. ár 2 kr. Ársritið er í
ár miklu stærra og með fleiri myndum en nokkru sinni áður.
Pappír og myndagerð er rúmlega þrem sinnum dýrari en
1915 og prentun tvöfalt dýrari. Margar bækur eru nú seld-
ar á 8 kr., sem eru á stærð við Ársritið í ár. Heimilis-
fastir áskrifendur á íslandi geta þó til ársloka
fengið 4. ár Ársritsins fyrir einar tvær krónur.
Ársritið er því eftir stærð og frágangi hin langódýrasta bók
sem út kemur á íslensku í dýrtíð þessari. En ef það fær
fleiri kaupendur og ef prentunarkostnaðurinn lækkar, verður
það ódýrara.
Lýsing Vestmannaeyj a sóknar eftir Brynjólf
Jónsson, prest í Vestmannaeyjum, ásamt 2 myndum og
ágætum uppdrætti eftir herforingjaráðið danska. Verð 5 kr.
Fáein eintök á mjög vönduðum og sterkum pappír 8 kr.
Fræðafjelagið gerir sjer far um að vanda allan frágang
á bókum sínum, og vonar að það hafi góð áhrif á íslenska
bókagerð.
Um rnælsku. Christjan Gierleff, Orn veltalentud, 6.
útg. Kristjania 1918 84-169 bls. 4" 10 blöð með myndum
(Asche’noug). 5,60. Bók þessi kom út í fyrsta sinn fyrir fám
árum, og hjet þá »lítil bók um mælsku«. Hún náði þegar
almenningshylli, og nú er 6. útgáfan miklu stærri en hinar
fyrri. Bókin er bæði fróðleg og mjög skemtileg. Hún segir
Irá mörgum mælskumönnum, lýsir mælsku þeirra og skoðun-
um margra manna á málsnild. Hún er og leiðarvísir fyrir þá,
er vilja temja sjer mælsku eða tala á mannfundum.
Leiðpjettingar. Ársrit 3. ár, bls. 114, fremst í línu 9 a. o., hef-
ur i fallið niður, og einnig á bls. 144, síðast í 2. og 4. línu a. n. Á
sömu bls., línu 20 a. 0. stendur Meðalfellinga, les: Meðallendinga.