Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Qupperneq 11
DV .MÁNUDAGUR 4 JÚNÍ1984. - 11 ■ Jón Hjaltalín Magnússon, nýr formaður HSl: — Beitir visindalegum vinnubrögðum á stjórnarfundum. Bömin helsta áhugamáliö — segir rafeindaverkf ræðingurinn Jón Hjaltalín Magnússon, Handknattleikssamband Islands hefur fengið nýjan formann, rafeinda- verkfræðinginn Jón Hjaltalín Magnús- son, og sá hefur í mörg hom að líta. Auk hins nýja embættis vinnur Jón þessa stundina að endurskoðun á hag- nýtri rannsóknarstarfsemi í Háskóla Islands og svo hefur hann nýverið stofnað félagið Verkefnastjómun ásamt nokkrum öðrum verkfræðing- um. „Þetta nýja félag ætlar að einbeita sér að því aö innleiða ný vinnubrögð við skipulagningu verkefna hjá fyrir- tækjum og öðrum. Eg beitti þessu t.d. á fyrsta stjómarfundinum hjá HSI þar sem ég sat í forsæti með þeim árangri að aðeins eitt verkefni kom i minn hlut og það var fjáröflunin,” sagði Jón sem nýkjörinn formaður HSÍ eins og kunnugt er er ekki alls ókunnugur handknattleik, hefur leikið 54 landsleiki fyrir Islands hönd, orðið Sviþjóðarmeistari einu sinni og var frægur viða um lönd fyrir skothörku sína sem þótti með eindæmum. Fáir boltar þöndu netamöskvana jafn- svakalega og þeir sem hmkku úr hendi Jóns en'nú hefur hann fengið áhuga á annars konar netum: „Eg hef starfað mikið við vömþróun og markaðsmál og hef sambönd víða um heim eftir störf mín hjá Kochums skipasmíðastöðinni i Sviþjóð þar sem ég starfaði í 6 ár að loknu námi. Þessi sambönd hef ég nú í hyggju að not- færa mér til að koma Markúsametinu, björgunameti Markúsar Þorgeirs- sonar.á framfæri á heimsmarkaði. Eg hef tröllatrú á því fyrirtæki og tel net Markúsar vera merkustu uppfinning- una á björgunarsviðinu frá því að björgunarhringurinn var fundinn upp.” Jón Hjaltalín Magnússon er borinn og barnfæddur Reykvíkingur sem fluttist ungur inn í Bústaðahverfi og því varð Víkingur félagslið hans á yngri árum. Hann hefur verið kvæntur Sonju Guðmundsdóttur í 15 ár og eiga þau þrjú böm. „Bömin em mitt helsta áhugamál þó því sé ekki að leyna aö mikill timi fer í húsbyggingar. Svo erum við líka að reisa okkur sumarhús undir Esjunni þar sem allri fjölskyid- unni mun gefast kostur á að rækta garðávexti í framtíðinni,” sagði hinn nýkjömiformaðurHSI. -EIR. Heilbrigðis- og tryggingamál: MATTHÍAS í LANDSÞEYSU ann mætir þar einnig með þrjá menn meðsér. Síðar verða fundir á Akureyri, Húsavík, Blönduósi, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi, í Vest- mannaeyjum, Keflavík og Hafnar- firðL HERB Heilbrigðis- og tryggingaráðherra mun standa fyrir 14 fundum í öllum kjördæmum landsins í sumar. Ráð- herrann, Matthías Bjarnason, heldur sjálfur inngangserindi á öllum fundunum. Tvö eða þrjú önnur erindi verða síöan flutt á hverjum fundi um afmarkaö efni. Allt snýst þetta um kynningu á ýmsum þáttum heilbrigðismála og almannatrygg- ingamála. Fundaferðin hefst í heimabæ ráðherrans, á lsafirði, 7. júní. Þar verða með honum þrír framsögu- menn. Sama lið mætir á Patreksfirði daginn eftir. I Olafsvík verður fundur 14. júní og daginn eftir á Akranesi. Ráðherr- SNUÐ OG PELAR MIKIJLVÆGUR . ÞATTUR MOÐURLEGRAR UMHYGGJU FÆST í APÓTEKINU IB mrn Spietbere zum Be-areífenlemen ÞÓRA DAL. AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.