Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 2
2
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987.
Fréttir
Niðurgreiðslur fyrir úHendinga:
Utflutningsbætur
550 milljónir kr.
Meira en hálfum milljarði króna
verður varið á fjárlögum til að niður-
greiða aukalega islenskar landbún-
aðarafurðir, aðallega kindakjöt, fyrir
útlendinga á næsta ári.
Uppbætur á útfluttarJandbúnaðar-
afurðir verða 549 milljónir króna,
samkvæmt fjárlagafrumvarpi, 63
milljónum króna hærri en ráögert
haíði verið í haust.
Þetta er ein af þeim hækkunum
. sem stjómarflokkarnir þrír hafa
samið um aö verði á framlögum til
landbúnaðar í tjárlögum. Fyrir utan
1.250 milljóna króna hækkun niður-
greiðslna innanlands og 200 milljóna
króna endurgreiöálu fóðurskatts
hækka landbúnaðarframlög um 300
milljónir króna.
Mest af þeirri fjárhæð, 145 milljón-
ir króna, fara til að hækka bætur til
bænda vegna riðuveikiniðurskurð-
ar. Alls verður 239 milljónum króna
varið til slíkra bóta á næsta ári.
Jarðræktarframlög hækka um 41
milljón króna og verða alls 141 miUj-
ón. Framlög til búfjárræktar hækka
um 9 milljónir og verða 26 mUljónir.
Tilraunastöðvar landbúnaðarins
hækka um 8 milljónir og ráðunautar
Búnaðarfélags um 5 milljónir, svo
sitthvað sé nefnt. -KMU
Kvótafrumvarpið:
Upp ur sauð i sjavar
útvegsnefnd
Til tíðinda dró á fundi sjávarút-
vegsnefndar neðri deildar Alþingis á
fimmtudag þai’ sem kvótafrumvarp-
ið -var til umræðu. Ástæðan var sú
að fulltrúar frá hagsmunaaðilum,
sem nefndin kallaði fyrir sig, voru
búnir að fá í hendur drög að reglu-
gerð um framkvæmd frumvarpsins
frá sjávarútvegsráðherra en nefnd-
armenn þingnefndarinnar höfðu
ekki séð reglugeröina.
„Það eru auðvitað forkastanleg
vinnubrögð að aðilar úti í bæ skuli
vera látnir hafa reglugerðina áður
en sjávarútvegsnefndir Alþingis fá
hana í hendur. Enda fór allt upp í
loft á fundinum og ekki um annað
að gera en slíta honum, hvað ég og
gerði,“ sagði Karvel Pálmason, for-
maður sjávarútvegsnefndar neðri
deildar, í samtali viö DV.
Karvel sagði aö sjávarútvegsnefnd-
ir beggja deilda hefðu unnið saman
við að fara yfir frumvarpið og ræða
við hagsmunaaðila að undanförnu.
Hann sagðist ekki eiga von á því að
frumvarpið kæmi til 2. umræðu fyrr
en seint í vikunni. -S.dór
Fjölbraut í Breiðholti
fær íþróttahús
Sú aðgerð fjölbrautaskólanema í
Breiðholti í haust að bjóða Birgi
ísleifi Gunnarssyni menntamálaráð-
herra að ganga inn um væntanlegar
dyr íþróttahúss skólans fyrir framan
sjónvarpsmyndavélar virðist hafa
borið tilætlaðan árangur.
Fjárveitinganefnd leggur til að
íþróttahús Fjölbrautaskólans í
Breiðholti fái 5 milljóna króna hækk-
un frá því sem ráðgert var í haust
og heildarfjárveiting til byggingar-
innar verði 17,3 milljónir króna.
-KMU
Um þúsund manns voru viðstaddir vígslu Seljakirkju i gær en kirkjan þjón-
ar stærstu kirkjusókn landsins. DV-mynd S
Seljakirkja vígð
Seljakirkja í Reykjavík var vígö
með mikilli athöfn í gær og sá Sigurð-
ur Guömundsson' biskup um vígsl-
una.
Seljasókn er stærsta sókn landsins
og var mikið fjölmenni viö vígsluna
eða um 1000 manns að sögn Valgeirs
Ástráðssonar sóknarprests. Kirkjan
tekur 350-400 manns í sæti og þurftu
því margir að standa meðan athöfnin
fór fram.
Seljasókn var stofnuð árið 1980 en
hafist var handa viö kirkjubygging-
una fyrir fjórum árum. -JBj
Einn „sjóuöu“ Mitsubishi-bílanna rifinn í sundur hjá Heklu. Niðurstöðu at-
hugunar bifreiðaeftirlitsmanna á bílunum er að vænta í vikunni.
DV-mynd KAE
Fjorar sjoblautu
bifreiðanna rifnar
„Við höfum sagt að þessar bifreiðir
verði ekki skráðar og því hefur ekki
verið breytt," sagði Guðni Karlsson,
forstöðumaður tæknideildar Bif-
reiðaeftirlitsins, en hans menn hafa
rifið sundur fjórar Mitsubishi bif-
reiðir sem lentu í flóðum í Noregi nú
í haust.
„Við erum að afla nýrra upplýsinga
en ég vil ekkert segja um hvort þær
breyta fyrri niðurstöðu okkar,“ sagði
Guðni. Niöurstaðan ætti, að sögn
Guðna, að liggja fyrir nú í vikunni.
Það er Hekla sem flytur þessar bif-
reiöir inn. Til álita hefur einnig
komið að skoða Subaru bifreiðir, sem
lentu í sömu flóðum, með sama hætti
en Guðni sagði að enn hefði ekki
verið tekin ákvörðun um það.
-JGH
Alþingi:
Fýrstu lögin
samþykkt á
laugardag
Lög um heimild fyrir ríkis-
stjómina til að auka hlutafé
íslands í Norræna fjárfestingar-
bankanum voru samþykkt frá
Alþingi á laugardag. Eru þetta
fyrstu lögin sem þetta þing sam-
þykkir.
Samkvæmt lögum þessum er
ríkisstjórninni heimilt að auka
hlutafé íslands í bankanum um
360 milljónir króna og leggja firam
7,5% þeirrar fjárhæðar.
-KMU
Iðnlánasjóður:
Friðrik
ofan á
Fjárveitinganefnd Alþingis leggur
til að Iðnlánasjóður fái 25 milljónir
króna á fjárlögum. Friðrik Sophus-
son iðnaðarráðherra hefur því borið
sigurorð af Jóni Baldvini Hannibals-
syni fjármálaráöherra í þessu deilu-
efni.
Friðrik sætti sig ekki við þann nið-
urskurð sem fjárlagafrumvarpið
boðaði á framlögum til sjóða iðnaðar-
ins. Áfrýjaði hann málinu til fjárveit-
inganefndar. -KMU
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins:
Spyr Steingrím
um breytingar
á utanríkis-
stefríu
Geir H. Haarde, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur á Alþingi lagt
svohljóðandi fyrirspum fyrir Stein-
grím Hermannsson utanríkisráð-
herra:
„Fól utanríkisráðherra sendinefnd
íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að
greiða atkvæði með tillögu Tékka og
Ukraínumanna um skilyrðislausa
framkvæmd alira afvopnunartil-
lagna sem allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna hefur samþykkt?
Ef svo er, hver er skýringin á
breyttri afstööu íslands tR þessa
máls frá því á tíma ríkisstjómar
Steingríms Hermannssonar og
hvaða rök vom fyrir því að taka aðra
afstöðu en til dæmis önnur ríki Atl-
antshafsbandalagsins og norrænu
ríkin fjögur?
Hefur mál þetta verið kynnt í utan-
ríkismálanefnd?"
-KMU
Frystihúsin á Vestfjörðum:
Hópbónus tekinn upp í
flestum frystihúsunum
- tilraunin á Flateyri þykir hafa tekist framar vonum
Tilraun sú meö hópbónus, í
frystihúsinu á Flateyri, sem staðið
hefur yfír í haust, þykir hafa tekist
svo vel að óskir hafa komiö fram
um að taka hann upp í öllum frysti-
húsum á Vestfjörðum nema
tveimur. Þessi tvö sem ekki hafa
áhuga eru í Bolungavík og á Þing-
eyri.
Pétur Sigurðsson, formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði að
á fundi, sem stjóm Alþýðusam-
bands Vestfjaröa og stjóm félags
vinnuveitenda á Vestfjörðum áttu
með sér á laugardaginn, hefðu
menn rætt útkomuna með hóp-
bónustiíraunina og verið sammála
um að hún hefði tekist framar von-
um. Ákveðið hefði verið aö halda
henni áfram og taka upp hópbónus
í öðrum frystihúsum.
Á þessum fúndi var einnig rædd-
ur möguleiki þess að gera kjara-
samninga sér fyrir Vestfirði. Menn
voru sammála um að ekki væri
hægt aö fara út í gerð kjarasamn-
tnga fyrr en séð væri hvaða stjón
valdsaðgerðir, sem snen
fiskvinnsluna, yrðu gerðar. V?
ákveðið aö þessir sömu aðil;
heldu með sérannan fund 2,janú;
næst komandi.
Sagði Pétur að mikill skilningi
hefði ríkt hjá báðum aðilum ui
nauðsyn þess að bæta' kjör fisl
vinnslufólks og að styrkja stöð
fiskvinnslunnar enda væri það hú
sem atvinnulíf á Vestfiörðum sne
ístum. cAl