Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 21
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 21 Meiming Skyldi okkur takast það aftur? Jón L. Árnason Skákstrið við Persaflóa Skáksamband íslands „Nú veröur erfitt aö gera betur næst. íslensku sveitinni gæti þess vegna skolað burt í lokaumferðum á naesta ólympíumóti. En okkur fer fram og efniviðurinn virðist næg- ur. Auðvitað stefnum við aö því að komast á verðlaunapall. Því skyldi það vera svo fjarlægur möguleiki? Eitt er víst að við mun- um reyna en um hitt er spurt: Skyldi okkur takast það.“ Þannig lýkur Jón L. Árnason stórmeistari frásögn sinni af fræki- legasta afreki íslenskrar ólympíu- sveitar í skák, þegar hún hafnaöi í 5. sæti á mótinu í Dubai í fyrra í afar sérstakri bók sem hann hefur skrifað og Skáksamband íslands gefur út. Bókina kallar Jón „Skák- stríð við Persaflóa." Bókin skiptist í frásögn Jóns af undirbúningi sveitarinnar fyrir ólympíumótið, ferðinni til og dvöl- inni í Dubai og síðast en ekki síst hemaðarlist skáksveitarinnar í skákstríðinu sjálfu og hins vegar em birtar allar skákir íslensku skákmannanna, skýrðar af þeim sjálfum. Einnig ritar liðsstjórinn og þjálfarinn Kristján Guðmunds- son kafla í bókina. Af sjálfu leiðir að bókin er fyrst og fremst skrifuð og gefln út fyrir hina fjölmörgu skákáhugamenn á íslani. Samt sem áður er frásögn Jóns svo skemmtilega skrifuð að alhr munu hafa gaman af að lesa hana. Jón er löngu landskunnur fyrir að vera einhver skemmtileg- asti skákskríbent landsins. Þama tekst honum að skrifa lifandi og skemmtilega frásögn af erfiði og sálarstríði okkar ungu skákmanna þegar þeir voru að verja heiður Islands sem þeir gerðu með svo glæsilegum hætti. Meira að segja tekst Jóni að gera frásögnina svo spennandi á stundum að það er ekki alltaf auðvelt að leggja bókina frá sér. íslenska þjóðin fylgdist vel með „strákunum sínum“, eins og gjam- an er sagt þegar vel gengur í REX SNITTVÉLAR: y Rex snittvélar. Auðveldar í notkun, léttar í flutningi. Sterkar og góðar vélar á góðu verði. Við erum í Skeifunni 11 D, Komið og skoðið. ISELCO SF. Skeifunni 11d — simi: 686466 íþróttum, þegar þeir tefldu í Dubai. Hitt er eins víst að mjög fáir munu gera sér grein fyrir því hve mikil vinna, erfiði og sálarstríð lá að baki þessum frábæra árangri íslensku Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson ólympíusveitarinnar í skák. Frá þessu öhu skýrir Jón á lifandi og skemmtilegan hátt. Hinn Upri og lifandi sthl Jóns L. Árnasonar nýtur sín afar vel í þess- ari frásögn. Einkum þótti mér gaman aö lesa um væntingar hóps- ins og síðan viðbrögð þegar harnn kom til þessa fjarlæga Arabalands, Dubai. Þar minnir frásögn Jóns oft á frásögn þess sem í fyrsta sinn kemur til útlanda. Hún er einnig trúverðug frásögn- in af kvíðanum fyrir síðustu umferðina, þegar teflt var gegn Spánverjum. Spurningin var hvort Olympíuskákmennirnir fræknu voru kjörnir menn ársins hjá DV eftir afrek- ið í Dubai. sveitin myndi lenda í 12. til 15. sæti eða 5. sæti. Til þess varð aö vinna Spánverjana stórt. Það tókst og frá- sögn Jóns af gleðinni sem ríkti í hópnum er stórskemmtileg. MiUj- ónimar sem Soffanías CecUsson, útgerðarmaður í Grundarfirði, lof- aöi sveitinni ef hún stáeöi sig vel, þeim mun fleiri sem hún kæmist ofar, voru í höfn en þessi verðlaun úr Grundarfirði hafa verið sveitinni mikU hvatning, það kemur vel fram í bók Jóns. Þá er sá kafli bókarinnar, þar sem íslensku skákmennirnir skýra skákir sínar, mjög áhugaverður fyr- ir skákáhugamenn. Ekki síst er gaman að lesa skýringar þeirra Helga Ólafssonar og Jóhanns Hjart- arsonar þegar þeir tefldu við K-in tvö frá Sovétríkjunum, Kasparov og Karpov. Og ofan á aUt saman prýðir bókina fjöldi ljósmynda. „Skákstríð við Persaflóa" er því bæði skemmtileg og fróöleg bók fyr- ir alla þá sem unna skákUstinni. -S.dór Skjaldborg */ HOLMGARÐI34, REYKJAVIK Simar: 672400 672401 31599

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.