Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 39 Iþróttir Sampson seldur til Golden State - Eric „Sleepy“ Floyd og Joe Bany Carol til Houston Rockets Þá er fyrsti þjálfarinn búinn aö missa starfið. Þjálfari New Jersey Nets, Dave Wohl, var rekinn eftir að Nets hafði tapað 13 af fyrstu 15 leikjum sínum, þar á meðal síðustu 9 leikjunum í ,röð. Undir hans stjóm hafði Nets tapað 114 leikjum en ekki unnið nema 65. New Jersey Nets var í neðsta sæti í NBA-deildinni ásamt Golden State Warriors. Aðstoðarmaður Wohls tók við hðinu og Nets tapa- aði næstu tveimur ieikjum. En þessi maður er eimmgis bráða- birgðaþjálfari. Þaö endast ekki margir þjálfarar lengi í starfmu sínu i NBA ef þeim tekst ekki að vinna í að minnsta kosti helming leikjanna. Sá sem lengst hefur ver- ið í starfi hjá sama liði er Doug Moe hjá Denver Nuggets. Hann hefur verið þar í 8 ár eftir að hafa verið rekínn frá San Antonio Spurs. Hann er frægastur fyxir skap sitt og lítur oft út fyrir að hann sé að springa á hliðarlín- unni. Það er sama hvort hann er ósáttur við sína leikmenn eða dóm- ara, hann úthúðar þeim ölium jafnt. Það er ekki fyrir veika sál að spila fyrir hann. Ástæðan fyrir brottrekstrinum frá San Antonio var sú að hann og eigandi Spurs htu hlutina ekki sömu augum. Moe gerði svo út um sina veru hjá San Antonio með þvi að lemja eigand- ann upp við skáp í búningsklefan- um fyrir leik. Þar meö var hann farinn. • Clyde Drexler, Portland Trail- bla2ers, var vahnn leikmaður vikunnar aðra vikuna í röð eför að hafa leitt sína metin í fjórum sigrum i röð þar sem hann skoraði að meðaltah 31 stig í leik. Trailblaz- ers vann í allt níu leiki i röð áður Pétur Guðmundsson hjá San Antonio Spurs skrifar um NBA-körfuna: en hðið tapaði fyrir Detroit Síðan töpuðu þeir tveimur í viðbót áður en þeir réttu sig af. • Gamh garðurinn í Boston, þar sem Celtics spilar, er sennilega mest hataði leikvöhurinn í NBA- deildinni. Gólfið þar er gamalt og minningamar um aha titlana 16 hafa haft þau áhrif að fæst hðanna vinna þar þegar þau koma í heim- sókn. Celtics setti met í fyrra þegar hðið vann yfir 40 leiki í röð í „garð- inum“ eða þar th Lakers kom í heimsókn og vann þá. Þaö var eini leikurinn sem þeir töpuðu á heima- velh i fyrra. Síðan þá höföu þeir unnið 34 leiki í röð eða þar til Doug Moe og lærisveinar hans komu í heimsókn. Nuggets vann og var það fyrsti sigur Nuggets í Boston Garden í 8 ár. Svo mætti Lakers á föstudaginn og í mjög jöfnum og spennandi leik vann Lakers með skoti frá Magic Johnson á síðustu sekúndu. Þó hvorki Boston né Lak ers gangi vel þessa dagana er alltaf sérstök stemning þegar þessi tvö hð hittast. • Chicago Bulis er vinsælasta hðið í NBA-deildinni. Það er upp- selt á alla leiki hðsins, sama hvort þaö leikur á heimavehi eöa úti- velli. Þaö er ekki erfitt að geta sér til um ástæöuna fyrir því. • Og súkkulaðiþruman vill nú breyta númerinu sinu úr 50 í 014. Hann segist nefnilega vera helm- ingi betri en 007. • Það er htið gaman að leika gegn New York Knicks brynjulaus. Þeir eru á góðri leið með að sefja nýtt met í deildinni sem felst i flest- um villum að meðaltah í Jeik. Þeir brjóta að meðaltah 34 sinnum á andstæðingum sínum i leik og um daginn fengu þeir dæmdar á sig 46 vihur gegn Phoenix Suns en töpuðu samt Knicks setti NBA-met með þvi að senda leikmenn Washington Buhets á vítalínuna 69 sinnum. Leikmenn Buhets hittu úr 61 skot- um og aftur tapaöi Knicks. Þeir vinna kannski ekki marga leiki en það er svo sannarlega eftirminni- legt að spila við þá. • Stórfréttin í NBA-deildinni kemur að þessu sinni frá Houston Rockets. í gær var gengiö frá leik- mannaskiptum á mihi Houston op Golden State Warriors. Það vakti gifurlega athygft að Ralph Samp- son var seldur frá Houston til Golden State ásamt Steve Harris. í staðinn fékk Houston þá Eric „Sle- epy“ Floyd og Joe Barry Carol. Það er því ekki lengur hægt að tala um ,.tviburaturnana“ hjá Rockets. Sjáumst að viku liðinni. Pétur Guðmundsson Nú stendur yfir mesti umferðar- mánuður ársins og því er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Ef „athyglin“ er í lagi, munt þú gera þér grein fyrir alvöru málsins. SAMANBURÐUR Á FJÖLDA UMFERÐAR- ÓHAPPA Á TÍMABILINU JANÚAR TIL NÓVEMBER Á ÁRUNUM 1986 og 1987: 1986 1987 10.735 JLjíaé m Ámiáaá ^ slasaðir slasaðir 854 954 Á fyrstu 11 mánuðum þessa árs hefur umferðaróhöppum//ö/göð um tœp 14% miðað við sama tímabil í fyrra. Bak við þessar * Töiur: Bifreiðatryggingafélögin tölur standa ómældar þjáningar og gífurlegt fjárhagslegt tjón þeirra sem hlut eiga að máli. Fararheill 87 vill nota tækifærið til að þakka lögreglumönnum um land allt fyrir framlag þeirra til umferðaröryggismála með hvatningu um að halda áfram á sömu braut. En mikilvægast er að þú og aðrir ökumenn haldið óskertri athygli undir stýri í þessum mesta um- ferðarmánuði ársins, því það er undir ykkur komið hvort um- ferðaróhöppum fjölgar enn frekar. ÁTAK BIFREIÐATRYGGINGAFELAGANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.