Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 70
70 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. ; Jarðarfarir Bergsteinn Guðjónsson lést 4. des- ember. Hann var fæddur í Bakka- gerði á Stokkseyri 4. júlí 1909, sonur Guðjóns Pálssonar og Vilborgar Margrétar Magnúsdóttur. Berg- steinn starfaði lengst af sem leigubif- reiðastjóri. Útför hans verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðrún Guðnadóttir lést 4. desemb- er sl. Hún var fædd 30. maí 1917 í Eyjum í Kjós. Foreldrar hennar voru Guðni Guðnason og Guðrún Hans- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Andrés Ingibergsson. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 13.30. Marta Þorleifsdóttir lést 30. nóv- ember sl. Hún var fædd 22. janúar 1901, dóttir Þorláks Árnasonar og Helgu Helgadóttur. Marta giftist Guðmundi Guömundssyni, en hann lést fyrir allmörgum árum. Þau hjón- in eignuðust þrettán börn og lifa tíu þeirra. Útför Mörtu verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Sigurborg Karlsdóttir, Skarphéð- insgötu 12, sem lést þann 7. desemb- er, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 15. Guðbergur S. Guðjónsson frá Ás- garði í Grímsnesi verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30. Guðjón Ó. Guðmundsson hús- gagnasmíðameistari, sem andaðist í Borgarspítalanum 7. desember, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30. THkynningar Happdrætti SAO Drætti í 2000 miða happdrætti Samtaká gegn astma og ofnæmi, sem vera átti 7. desember sl„ hefur verið frestað til 24. desember nk. Aðalvinningurinn, Fiat Uno bifreið, er til sýnis daglega framan við Kjörgarð við Laugaveg og þar verða einnig seldir miðar meðan birgðir endast. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Síðustu háskólatónleikar á haustmisseri verða haldnir í Norræna húsinu mið- vikudaginn 16. desember kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum mun Trio Fuoco flytja Tríó Op. 67 fyrir píanó, fiðlu og selló efhr Dmitri Shostakovitch (1906-1975). Kvenfélagið Seltjörn heldur jólapakkafund 15. desember nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi. Fræðslufundur hjá Orator Undanfama daga hefur komið fram hörð - gagnrýni á störfdómstóla landsins. Félag laganema, Orator, hefur ákveðið að gang- ast fyrir frasðslufundi um þetta efni þriðjudagskvöldið 15. des. nk. kl. 20 í stofu 101, Lögbergi. Yfirskriíl fundarins er: Em dómstólar hafnir yflr gagnrýni? Franz Jezorski, formaður Orators, setur fund- inn og flytur stutt inngangsorð. Að því lpknu fara fram umræður við pallborð. Öllum er heimill aðgangur. Menning Landnám Krislján Jóhannsson með íslensku hljómsveítinni íslenska hljómsveitin heldur lífi þrátt fyrir ýmis skakkaföll. Það mátti sjá og heyra á tónleikum í Hallgrímskirkju í gær. Guðmundur Emilsson var við stjórnvölinn eins og oftast áður en hann hefur veriö lífiö og sálin í fyrirtækinu frá byrjun. Hljómsveitin hefur boðað tón- leikaflokk þar sem flutt verða eingöngu íslensk verk. Auk tón- skálda verða höfundar úr hópi skálda og myndlistarmanna og verður helst fjallað um efni sem tengist íslensku þjóðerni og sögu. í gær var skáldið Sigurður Pálsson og myndlistarmaðurinn Gunnar Tónlist Leifur Þórarinsson Örn Gunnarsson. Tónskáldið var svo Þorkell Sigurbjörnsson og sam- an fjölluðu þeir um „landnám". Maður þyrfti að sjá myndina aft- ur og betur til að dæma um hana en úr fjarlægð var hún björt og falleg. Eitthvað smávegis virtist af myrkri í skáldskap Sigurðar, þetta voru mörg orð en meinlítil og verk- uðu þægilega á viðstadda. Músíkin, sem Þorkell samdi í þessu tilefni, er einnig þægileg og minnir um margt á kveðskap aldamótamanna, þ.e.a.s. þeirra sem voru í hlutlausa arminum. Kristján Jóhannsson söng þetta af mikilli rausn en lík- lega er þetta tónverk heldur einhæft til að hann fái notiö sín við það. Fyrir hlé var frumfluttur fiðlukonsert eftir ungt tónskáld, Hilmar Þórðarson. Einleikari var Laufey Sigurðardóttir og komst hún vel frá sínu verki. „Gamla verkið" á tónleikunum var svo Októ-nóvember (1982) eftir Áskel Másson, afskaplega hægferðug og viðkvæmnisleg tónsmíð sem var Kristján Jóhannsson. ljómandi vel flutt. Þetta voru á sinn hátt spennandi tónleikar og er drjúg ástæða til að óska Guðmundi Emilssyni og íslensku hljómsveit- inni tii hamingju með þá. -LÞ. Söngur og Irf Messías í Hallgrímskirkju Ekki veit ég hvað Ingólfur Guð- brandsson hefur stjórnað Messíasi eftir Hándel oft en alltaf kemur hann manni á óvart. Á tónleikum í Hallgrímskirkju á laugardaginn var hann enn mættur með Pólýfón- kórinn sinn, hljómsveit og fjóra unga einsöngvara. Það var yndis- legt að heyra. Það eru nú 30 ár síðan Ingólfur hélt af stað í mikla og stranga músíkgöngu með kórn- um, 30 ár síðan hófst það ævintýri sem átti eftir aö brey ta allri viðmið- un í kórsöng á íslandi. Við sem elskum sönginn og lífið fögnum honum og kórnum hans á þessum tímamótum. Sjaldan hefur kórinn hljómað Tónlist Leifur Þórarinsson jafnhreint og á þessum tónleikum, hreint, sterkt og ljúft, og hljóm- sveitin sem lék með skilaði sínu verki með prýði. Þó gladdi kannski mest að heyra einsöngvarana, Ingu Jónínu Backman, sópran, Sigríði Elliðadóttur, alt, Gunnar Guð- björnsson, tenór og bassann Will- iam Mackey frá Skotlandi. Þau voru hvert öðru betra. Hinu ber ekki að neita að hljómurinn í Hall- Pólýfónkórinn á æfingu. grímskirkju er einum of groddaleg- þræðinum. En þetta hefur þó eitt- ur fyrir magnþrunginn kontra- hvaðlagastsíðanífyrraogstendur punkt Hándels og stundum var því áreiðanlega til frekari bóta. ekki laust viö að maður tapaði LÞ. Skák__________________________________________________ Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Verður úrslitaskákin tefld í dag? I viðtali á dögunum sagði Karpov að einvígi hans við Kasparov kæmist nálægt því að vera eins skemmtilega teflt og einvígi Fischers og Spasskys í Reykjavik 1972. Spassky er í Sevilla og hér sést hann á spjalli við Maju Tsibúrdanidze, heimsmeistara kvenna, er 22. skákin var að hefjast á föstudag. Símamynd Reuter Karpov og Kasparov hafa nú gert sex jafntefli í röð í heimsmeistara- einviginu i Sevilla og enn er jafnt, staðan 11-11 er aðeins tveim skák- um er ólokið. Óhætt er því að segja að allt sé á suðupunkti í Sevilla. Elstu menn muna ekki eftir svo miklu jafnræði með keppendum í heimsmeistaraeinvígi síðan Bron- stein og Botvinnik tefldu 1951 og skildu jafnir að loknum tuttugu og fjórum skákum. Ljúki einvíginu í Sevilla með jafntefli heldur Kasp- arov heimsmeistaratitlinum næstu þrjú árin. I dag er fyrirhugað að tefla tutt- ugustu og þriöju skákina sem er Skák Jón L. Árnason sú næstsíðasta í einvíginu. Karpov hefur þá hvítt í síðasta sinn og margir telja því að hann muni leggja allt í sölurnar. Þó má geta þess að síðast er Karpov vann hafði hann svart. Ekki yrði því öll nótt úti ef skákinni í dag lyki með jafn- tefli. Vinni Kasparov hins vegar tryggir hann sér um leið heims- meistaratitilinn. Karpov á enn ónýttan möguleika til að fresta einni skák. Taki hann þann kostinn í dag verður 23. skák- in tefld á miðvikudag og lokaskák- in á föstudag. Líklegt er aö Karpov fái annaðhvort skákinni í dag frest- að eða lokaskákinni, til að lengja taugastríðið. Kasparov teflir undir meira álagi og hefur virst afar óör- uggur með sig í síðustu skákum, íeflir eins og hrædd mús. Þeir félagar, Karpov og Kasp- arov, hafa oft teflt skemmtilegar en í þessu einvígi. Skákunnendur eru flestir þeirrar skoðunar að bar- dagi þeirra komist ekki í hálfkvisti við „einvígi aldarinnar" miili Fisc- hers og Spasskys í Laugardalshöll- inni 1972. Sjálfur hafði Karpov orð á þessu í viötali en taldi þó sköpun- arkraftinn nálgast þann sem var í Reykjavík. Spassky er í Sevilla og fylgist meö köppunum en ekkert bólar á Fischer. Tuttugasta og önnur skákin, sem tefld var á föstudag, var stysta skák einvígisins til þessa. Eftir nítján leiki bauð Kasparov jafntefli sem Karpov gat ekki annað en þegið, því aö staðan haföi einfaldast mik- ið. Samkvæmt fréttaskeytum þótti Kasparov óánægður á svip eftir skákina, strunsaði út og gleymdi viðtali við spænska sjónvarpsmenn sem hann haföi lofað. Karpov virt- ist á hinn bóginn ánægður. Við- brögð þeirra vekja furðu því að ætla mætti að jafntefli kæmi Kasp- arov vel en Karpov illa sem á nú aðeins tvær atrennur eftir. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð. 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 Rffi 5. Bf4 Leikurinn kemur kunnuglega fyrir sjónir þvi að Karpov og Kortsnoj tefldu þannig margoft í Merano 1981. Þetta er hins vegar ný tilraun í vopnaviðskiptum þeirra sem hér tefla. 5. - 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Hcl Karpov hugsaði sig nú um í 37 mínútur. Hann er margsigldur í stöðunni sem upp kemur eftir 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. Hdl Be7 o.s. frv. eftir einvígið við Kortsnoj. Leikur Kasparovs er óvenjulegur en ekki sérlega beittur. Hann bíður upp á 8. - dxc4 og drottningakaup en Karpov fmnur aðra leið. 8. - Rc6 9. cxd5 exd5 10. Be2 d4! 11. exd4 Rxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Dxd4 Bxd4 14. Rb5 Bb6 Ekki 14. - Bxb2? 15. Hbl og eitt- hvað lætur undan. Taflið hefur nú einfaldast mjög og skákskýrendur voru þegar famir að spá jafntefli. 15. 0-0 Be6 16. a3 Hfd8 17. Rd6 Hd7 18. Bb5 He7 19. Hfel Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék og Karpov þáði. Hvítur hótar 20. Rf5 í stöðunni en með 19. - Rd5 valdar svartur hrókinn og staðan er í jafnvægi. -JLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.