Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Heim til auglýsingalands í útlöndum 12. desember Kæri vin. Þaö fer víst ekki milli mála aö stutt er til jóla. Hér í útlöndum er kominn jólasvipur á borgir og bæi, skreyttar verslunargötur og búð- irnar komnar í hátíðabúning. Ég var að koma úr bænum áðan, eins og við segjum heima þegar við för- um á Laugaveginn og þar var mikið um að vera. Kaupgleöi mikil og margir virtust finna til svengdar við þaö andlega og líkamlega erfiði sem fylgir innkaupum því vertshús virtust flest fullsetin. Þar sat fólk og reif í sig mat af ýmsu tagi og ófáir drukku bjór með. Var ekki að sjá að menn gerðu sér grein fyr- ir því aö með því að bergja á þessum vökva væru þeir að grafa sína eigin gröf samkvæmt útreikn- ingum læknaprófessora við Háskóla íslands og fleiri aðila. Ég man vart þann þingvetur á íslandi aö ekki væri verið að rífast um bjórinn. Hér í dentíð var það Pétur sjómaður sem barðist hvað haröast fyrir bjórleyfi til handa íslending- um én án árangurs. Og enn er bjórinn á dagskrá í skammdeginu heima að því mér skilst. Ekki ætla ég að hætta mér út í rökræður um bjórinn aö sinni. En mér flnnst margt líkt með bjórbanninu og hundabanninu í Reykjavík á sínum tíma. Eins og þú manst mátti eng- inn eiga hund í borginni en engu að síður var allt morandi í hund- um. Síðan var hundahald leyft samkvæmt ströngum skilyrðum en samt er ekki hægt að merkja fjölg- un hunda. Það eina sem hefur breyst er það að nú mega hundaeig- endur sýna kvikindin opinberlega án þess að eiga á hættu sektir og að uppáhaldið verði tekið af þeim. Og um allt ísland er fólk að sötra bjór, ólöglegan og löglegan, því það er ekki lengur hægt að henda reið- ur á hvað er löglegur bjór og ólöglegur þegar bjórinn er bannað- ur aðeins að hluta. Svona fer þegar verið er að banna eitthvað í orði en ekki á boröi. Óslökkvandi fréttaþorsti Annars get ég sagt þér það að það er fyrst og fremst fréttaþorsti sem hijáir mig um þessar mundir. Þorsti eftir fréttum að heiman. Maöur er alltaf sannfærður um að ef verið er í burtu um tíma hljóti einhveijar óvæntir atburðir að koma upp. Það er reynt að pumpa aðra landa sem verða á vegi manns og inna frétta en eftirtekjan verið rýr. Dæmigerð svör eru eitthvað á þessaleið: - Ég talaði við mömmu í síma í fyrradag en ég man nú ekki eftir neinu sérstöku. Jú, hún sagði að Nonni sonur Lillu systur væri far- inn að taka tennur. Svo haföi Sigurður bróöir lent í árekstri en slapp ómeiddur. Hann Tryggvi, sem býr á hæðinni fyrir ofan, fékk víst kransæðakast, sem betur fer, sagði mamma, því þá má hann ekki drekka brennivín og loksins svefn- friður um helgar. - En hvað er aö frétta úr pólitík- inni? - Ja, hún talaði nú lítið um það. Mig minnir að hún hafi sagt að það væri mikiö rifist út af sköttum og svo stæði Jóhanna uppi í hárinu á köllunum í ríkisstjórninni. Nú, að öðru leyti voru þetta aðallega veð- urfréttir sem ég fékk hjá henni. Það er víst svo hlýtt á íslandi og flestir fataframleiðendur eru komnir á hausinn. Þau ætla aö hafa ham- borgarhrygg á jólunum. Nei, ég man nú ekki eftir öðru í bili, alla- vega ekki neinu merkilegu. Þar með kvöddumst við en síðar tókst mér að komast yfir dágóðan slatta af Mogganum og las hvert blað spjaldanna á milli. Eftir þann lestur var mér rórra. Allt við það sama heima. En það fór ekki hjá því að eftir þennan lestur hvarflaði hugurinn að auglýsingaæðinu heima. Vísaland - auglýsinga- land Sagt er að í Þýskalandi og víðar sé haft á orði þegar íslendingar reka inn nefið í verslanir að þar komi fólk frá Vísalandi. Astæðan er auðvitað sú að flestir draga upp vísakort þegar komið er að kassan- um. Og nú skilst mér að meirihluti ) i- 't \ • Sæmundur Guðvinsson þjóðarinnar kaupi jólin út á vísa og greiði kaupverðið í febrúar. Þá fer nú aö styttast í páska og þeir eflaust greiddir um þaö leyti sem haldið er í sumarfrí sem síðan er borgað í þann mund sem huga þarf aö kaupum á næstu jólum. Og hvað qr það svo sem fólkið kaupir fyrir jólin. Eitthvað er það meira en kerti og spil, svo mikið er víst. Ég er far- inn að pakka niður og hygg á heimferö - heim til auglýsinga- lands. Svei mér þá ef Islendingar eiga ekki heimsmet í auglýsinga- æði, miðað við fólksfiölda, eða jafnvel þar fyrir utan. Það er fyrir- kvíðanlegt að koma frá landi þar sem engar útvarps- og sjónvarps- auglýsingar eru leyföar og heim þar sem sjónvarpsstöðvar eru und- irlagðar auglýsingum með slíku offorsi að ef auglýsingamar væru ekki að mestu á íslensku teldi maö- ur víst að þetta væri Ameríka en ekki ísland. Og síðan eru útvarps- stöðvarnar orðnar að auglýsinga- stöövum ef að líkum lætur. Dagblöðin belgjast svo út af auglýs- ingum að stórhættulegt er að taka þau með sér í rúmið. Köfnun væri óhjákvæmileg ef manni yrði á að sofna með þetta auglýsingafarg of- an á sér. En það er skiljanlegt að fólk þurfi greiðslufrest langt fram á næsta ár ef það á að geta orðið við ö\lum þessum kröfum um að kaupa hitt og þetta vilji það ekki hafa verra af og missa niður lífs- hamingjuna. Því eins og allir vita fæst ekkert ókeypis í henni veröld og þar er hamingjan engin undan- teking. Því meira sem keypt er þeim mun hamingjusamara verður fólk og hamingjan eykst sífellt eftir því sem meira er keypt um efni fram - eða hvað? Hvernig fólk í , Noregi, þar sem auglýsingar eru bannaðar í útvarpi og sjónvarpi, kemst á snoðir um að verslanir selji vörur er mér hulin ráðgáta. Ekki síst þegar tekið er tillit til þess að auglýsingar í dagblöðum þar eru ekki nema brot af því sem tíðkast í dagblöðum á íslandi. Þetta væri þarft rannsóknarverkefni fyr- ir Félagsvísindastofnun Háskól- ans. Mun þarfara en að kanna hvernig það geti gerst að útvarps- manni verði það á að trúa orðum annars manns. Gaman — gaman En þetta rifiar upp grein í Mogga- bunkanum eftir Ómar Ragnarsson þar sem hann á sinn skemmtilega hátt veltir því fyrir sér hvort ekki sé orðið timabært að taka ákvörð- un um hvort tala skuli íslensku á íslandi í framtiðinni og vísar þar til áhrifa auglýsinga og annars efn- is í sjónvarpsstöðvunum heima. Mér finnst persónulega að allt stefni í þá átt að stór hluti þjóðar- innar breytist í skellihlæjandi gervikana sem tali blöndu af ís- lensku og enskuslangi. Gamal- reyndur fréttamaður trúði mér fyrir því í haust að skammdegið legðist oft þungt á hann og þá væri erfitt að vera með hýrri há á stund- um. En nú væri víst búið að gefa út dagskipun þess efnis að allir sem kæmu fram á ljósvakamiðlum væru hressir, fyndnir og hefðu dá- góöan enskíslenskan orðaforða svo allir skildu hvaö þeir væru að fara. Og þeirsem ekki tækju undir hlát- ur ljósvakamanna í tíma og ótíma væru taldir hinir versu fýlupúkar. - Við erum að brey tast í flissandi auglýsingaþjóð. Ætli næsta skrefið verði ekki það að fariö verði að taka andköf af hlátri þegar lesnar eru auglýsingar um andlát og jarö- arfarir. Það hlýtur að vera hægt að sjá eitthvað fyndið við dauðsföll eins og annað, sagði maöurinn og var greinilega farinn að búa sig undir skammdegið á sinn hátt. Og hann fullyrti að meö útvarpsfrels- inu væri komið hið mesta ófrelsi því nú væri ljósvakinn orðinn svo háður auglýsendum að frelsið hefði snúist upp í andhverfu sína. Slitum við þar með talinu en ég sendi hon- um kveðju með gamla laginu sem hann Stebbi í Lúdó söng hér einu sinni: „Hví ekki að taka lífið létt...“ Kannski þetta veröi þjóð- söngur okkar í framtíöinni, enda hefur Ó Guð vors lands alltaf verið talið stirt sönglag og textinn flest- um orðinn óskiljanlegur. Þá er ekki annað eftir en að kveðja og fyrst ég var að minnast á skemmtileg- heit þá veistu kannski að Svíi hlær alltaf þrisvar að hveijum brand- ara. Fyrst þegar hann heyrir hann, næst þegar reynt er að útskýra brandarann fyrir honum og svo hlær Svíinn í þriðja sinn þegar hann heldur sig hafa skilið hvað varsvonafyndið. Þinn vinur Sæmundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.