Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 13
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 13 Sælkerinn Wok frá Eyrarbakka, hvað er það nú? Kínamatur er nú að verða allvin- sæll hér á íslandi, líklegast þó aðal- lega í Reykjavík enn sem komið er. Flestir hafa kynnst kínverskum mat erlendis en nú eru komnir nokkrir kínverskir veitingastaðir í Reykjavík og eru þeir að sögn mjög vinsælir. Það eru ekki margir íslendingar ■ sem matreiða kínamat heima - því miður. Kínverskur matur er bæði hollur, góður og ódýr. Margir halda að það sé vandasamt að matreiða hann en það ér það alls ekki ef betur er að gáð. Algengast er í Kína að djúpsteikja matinn, gufusjóða, snöggsteikja eða sjóða. Algengasta eldunaráhald Kín- verja er „wok“ sem er kúpt panna. Yfirleitt eru þessar pönnur gerðar fyrir gaseld, en haldið þið ekki að það sé til fyrirtæki á Eyrarbakka sem framleiðir „wok“ eða kínapönnur fyrir rafmagn. Þaö verður nú að segj- ast eins og er að Sælkerasíðan varð hálfhissa þegar hún frétti af þessari framleiðslu, en fyrirtækið heitir Alp- an og er eins og áður hefur komið fram á Eyrarbakka og framleiðir ýmsar gerðir af pönnum. En nokkur orð um kínverska mat- argerðarlist Sagt er að það hafi verið Fu Hsi sem kenndi kínversku þjóðinni að veiða, rækta jörðina og að matreiða 2000 árum fyrir Krist. Það má því með sanni segja að matreiðsluhefð Kín- verja sé orðin býsna löng. En það voru tveir menn sem höfðu afgerandi áhrif á þróun kínverskrar matar- gerðar. Konfúsíus eða Kung-Fu-Tsi var uppi 551-479 f. Krist. Þessi mikli hug- suður var mikill matmáður og fjall- aði hann í ritum sínum töluvert um það efni. Hann samdi nokkurs konar siðareglur fyrir matreiðslumenn og voru þær reglur strangar. Hrísgrjón- in uröu að vera fallega hvít, kjötið rétt skorið og hráefnið ferskt. Konf- úsíus kenndi lærisveinum sínum að lifa listrænu lífi og þroska smekk sinn fyrir góðum mat. Hann sagði meðal annars að bragð matarins ákvarðaðist fyrst og fremst af sam- spili hinna ýmsu efna sem í matnum væru en ekki einkenni hvers efnis fyrir sig, t.d. hverrar kryddtegundar. Annar mikill heimspekingur, sem einnig flallaði um mat og neysluvenj- ur, var Tao eða Tao-Tsi, sem uppi var 300 f. Krist. Segja má að ef Konf- úsíus lagði áhersluna á Ustina að njóta góðs matar lagði Tao meginá- hersluna á hollustuna. Maöurinn átti að keppa að sem mestri fullkomnun. Það geröi hann meðal annars með því að lifa í jafnvægi við náttúruna. Ef maðurinn gat tamið sér að gleðj- ast af hinu einfalda og fábrotna gat hann fundið frið og hamingju. Tao hélt því fram að til þess að maðurinn gæti lifað heilbrigðu lífi og orðiö langlífur ætti hann að neyta jurta- fæðu, því sú fæða Væri næst náttú- runni. Lærisveinar Taos fóru því af stað til þess að rannsaka náttúruna og leita að jurtum,- rótum, sveppum og fræjum sem hægt væri að leggja sér til munns. Sú þekking, sem læri- sveinarnir öfluðu, var ómetanleg, ekki eingöngu á sviði grasafræðinn- ar heldur einnig á sviði læknis-, lyfja- og næringarefnafræði. Kína er stórt land sem kunnugt er og eru matar- venjur íbúa hinna ýmsu héraða allólíkar. Sagt er að í suðri sé matur- inn sætur, í austri saltur, í norðrisúr og í vestri mikið kryddaður. Það sem helst ákvarðar þennan mismun er veðurfar og landfræðileg skilyrði. Helstu „skólar" í kínverskri matar- gerð eru fimm: honan, peking, kanton, fuchow og sichuan. Síðar verða hér á sælkerasíðunni upp- skriftir frá hverju héraði fyrir sig. Sagt er að til að laga kínverskan mat þurfi aðeins matarolíu, salt, soj- asósu, edik, hvílauk, ferskt engifer og auðvitað kjöt, fisk eða grænmeti. Kínveijar nota mun meira af græn- meti en Vesturlandabúar. Sagt er að ein kjötmáltíð fyrir Vesturlandabúa nægi fjórum Kínverjum. Það má segja að kjötið sé eiginlega til þess að gefa grænmetinum bragð. Til eru ótal reglur um hvernig eigi að skera hin ýmsu matvæli. Grunn- reglan er þó sú að skera allt hráefni, þ.e.a.s. grænmeti, kjöt og fisk, í jafn- stóra bita. Flestum ef ekki öllum finnst kínverskur matur góður, margir eru sérlega hrifnir af ýmiss konar súrsætum réttum. Hér kemur uppskrift að einum, þessi er fyrir 4. Það sem þarf er: 500 g grísakjöt Kryddlögur: 4 tsk. sojasósa 4 tsk. vatn 1 tsk. salt 4 tsk. kartöflumjöl 1 eggjarauða Þetta er allt hrært vel saman. Þá þarf: 3 grænar paprikur 3 laukar 200 g ananas 2 msk. kartöflumjöl Sósa: 3 msk. vínedik Góða sósu gjöra skal Margir hafa ijúpur nú um jólin. Hvernig á að matreiða rjúpur? Flest- ir kunna það nú en það er sósan sem skiptir máli þegar um villibráð er að ræða. Flestir matreiða rjúpu þannig að ijúpurnar éru spikdregnar. Ef miðað er við 8 rjúpur þá eru þær brúnaðar í potti í smjöri, 4 dl af vatni og 4 dl af mjólk hellt yfir og þær soðnar í 1 til 1 'A klst. Rjúpurnar eru saltaðar á meðan á suöu stendur. Þá er sósan, í hana þarf: 50 g smjör 50 g hveiti rjúpusoff sósulitur 8 msk. þeyttur rjómi svartur pipar og salt rifsberjahlaup og gráðaostur. Rjúpurnar eru settar á fat og þeim haldið heitum, t.d. í volgum ofni. Rjúpusoðið er síað og látið sjóða kröftuglega. Sósan er syo bökuð upp eins og gerist og gengur. Hún er bragðbætt með kryddi, sósulit, rifs- berjahlaupi og gráðaosti. Síðast er þeyttum ijóma blandað í. Þetta er sennilega hin klassíska íslenska rjúpnasósa. Hér kemur syo sérlega góð rjúpnasósa sem að vísu er nokk- uð dýr og ekki fyrir þá sem eru í megrun, en hverjir eru í megrun á jólunum? í þessa sósu þarf: 1 dl rjúpnasoð (3 til 4 dl af soöi sem búið er að sjóða niður) 1 lárviðarlauf 'A tsk. timian 3 dl þeytiijómi 2 tsk. koníak. Soðið er kryddað með lárviðarlauf- inu og timian. Þegar soðið hefur soðið í nokkrar mínútur og um það bil 1 dl er í pottinum er rjómanum bætt í. Sósan er nú látin malla í 3 til 4 mín., þá er hún síuð og bragðbætt með koníaki. Umsjón: Sigmar B. Hauksson 4 msk. tómatsósa 4 msk. vatn 1 msk. matarolía 3 msk. sykur 1 msk. kartöflumjöl Þessu er öllu blandað vel saman. Kjötið er skorið 3x3 cm stóra bita og það látið liggja í kryddleginum í hálftíma. Paprikan er skorin í álíka stóra bita og kjötið. Laukurinn og ananas- inn eru einnig skornir í bita. Kjötinu er svo velt upp úr kartöflumjölinu og það svo djúpsteikt í olíu. Kjötið er svo lagt á eldhúspappír og olían látin renna af því og síðan er djúp- steikingin endurtekin. Þetta er gert til að mynda fallega skorpu á kjöt- bitana. Hellið nú olíunni úr pönn- unni og þurrkið hana vel, hellið smávegis af olíu í pönnuna, steikið laukinn, paprikuna og ananasinn. Þá er sósan sett á pönnuna. Þegar hún fer að þykkna er kjöti sett út í og þar með er rétturinn til. Auðvitað má matreiða mun auð- veldari kínarétti en þessi er sérlega góður. Hvernig væri t.d. aö hafa kínamat nýársdag? Nota má kínapönnu á ótal vegu eins og áður hefur komið fram. Hin nýja kínapanna frá Alpan er steypt með sérstakri aðferö sem gefur bestu hugsanlega hitaleiðni. Þess vegna hentar hún mjög vel við snöggsteik- ingu á rafmagnshellu. Kínapanna er ágæt jólagjöf og eins og áður sagði er kínversk matargerö spennandi. Meira um kínamat síðar. Poiaroid - Myndavél og vasadiskó s 1SAMAN I PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilfföarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. pestíI KENWOODCWí UMBOÐSMENN KENWOOD UM LAND ALLT: JLhúsið, Hringbraut 121, Reykjavík Heimilistæki sf., Sætúni, Reykjavík Hagkaup, Skeifunni, Reykjavík Hagkaup, Kringlunni, Reykjavík HaukurogÓlafur, Ármúla 32, Reykjavík Búbót, Nýbýlavegi 24, Kópavogi Rafha hf, Lækjargötu, Hafnarfirði Stapafell hf., Keflavík Versl. Bára, Grindavík Ralþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6, Akranesi Húsprýði, Borgarncsi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Húsið, Stykkishólmi Versl. EinarsStefánssonar, Búðardal KaupfélagSaurbæinga, Skriðulandi, Dalasýslu Póllinn hf., ísaflrði Versl. EinarsGuðfinnssonar, Bolungarvík Versl. Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðákróki Rafsjá hf., Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Rafland hfi, Sunnuhlíð, Akureyri GrimurogÁrni, Húsavík Versl. Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum Ennco sfi, Ncskaupsstað Mosfcllsfi, Hcllu Vöruhús KÁ, Sclfossi Rás, Þorlákshöfn Kjarni, Vestmannaeyjum HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKIA HF LAUGAVEGI 170-172 Simi 695550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.