Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 25 Finnur Guömundsson kom þarna í hverjum mánuði árið 1937 og vann við að taka sýni af svifi úr sjónum. Hann gerði þetta á klukkutíma fresti í heilan dag en dvaldi í Eyjum þar til hann komst til lands. Þennan bið- tíma fórum við í gönguferðir um Heimaey og hann sagði mér frá ýms- um verkefnum sem væru óleyst varðandi okkar sjófugla. Leit að storaisvölunni Upp úr þessu fór ég að athuga sjófuglana sérstaklega, fyrst sæsvöl- urnar eða skrofurnar sem eru lítt þekktir fuglar. Ég var í mörg ár að finna og kynna mér svokallaða litlu sæsvölu'eða stormsvölu sem var vit- að að yrpi í Eyjum. Ungar hennár höfðu fundist en enginn vissi hvar hún hélt sig. Eins athugaði ég í björgunum hvað væri af langvíu og hvað af stuttnefju; einnig hve algengt sérstakt litaraf- brigði væri innan langvíustofnsins. Það er svokölluð hringvía sem er hvergi algengari við Atlantshafið en í Vestmannaeyjum. Þetta var verkefni sem ég hélt áfram með eftir að ég fór frá Eyjum og varð íþróttafulltrúi. Þá reyndi ég á ferðum mínum á sumrin að bregða mér út í björgin og út í úteyjar, þegar ég var nærri þeim, og kynna mér búsvæði sjófuglanna. í Vestmannaeyjum voru námfúsir krakkar sem höfðu mikinn hug á að þekkja náttúruna. Það átti sérstak- lega við um fjöruna og lífið í sjónum en líka fuglana. Þá gerði ég drög að þessari bók um einkenni fuglanna til að þeii; gætu sett á sig það sem væri helstu sérkenni þeirra. í bókinni er lögð aðáláhersla á að sýna á glöggan hátt helstu sérkenni fuglanna og þetta var í aðalatriðum það sem ég gerði fyrir krakkana í Eyjum. Fyrir skömmu tók ég þessi drög fram og gerði úr þeim ellefu greina flokk fyrir Skinfaxa, tímarit ungmennafélaganna. Ungmennafé- lögin voru þá r.ieð svokallaða göngudaga og þetta var gert til að fólk gæti litið til fuglanna á göngu- ferðunum. Dæmdur til verksins Þegar ég síðan sá plöntuhand- bókina frá Erni og Örlygi ákvað ég að hvetja þá til að gefa út hliðstæða bók um fuglana. Þeir sýndu strax áhuga á því en það reyndist erfiðara aö fá menn til að vinna verkið. Þeir dæmdu það því á mig að skrifa þetta sjálfur, sem ég og gerði. Þeir fengu Kristin Hauk Skarphéð- insson líffræðing til að lesa þetta yfir. Hann gaf bókinni góðan vitnisburð og það varð til þess að verkinu var haldið áfram. Kristinn benti einnig á Jóhann Óla Hilmarsson sem er mik- ill áhugamaður um fuglaskoðun og góður ljósmyndari. Hann vann með mér að öllum þáttum bókarinnar en Kristinn gaf góð ráð og gagnrýndi bæði texta og myndir. í allt eru það 34 ljósmyndarar sem hafa tekið myndirnar í bókinni. Flestar á Grétar Eiríksson en Sigur- geir Jónasson í Vestmannaeyjum og Jóhann Óli eiga einnig margar. Þegar farið var að safna myndum í bókina kom í ljós að menn taka fyrst og fremst myndir af hinum Utfógru fuglum og því er lítið um myndir af fuglum í vetrarbúningi og af kven- fuglum sem eru yfirleitt ekki eins btskrúðugir og karlfuglarnir. Lengi gekk t.d. iUa að finna mynd af snjó- tittUngi sem þó er með algengustu fuglum. Vegna þessa varð Uka að leita til Danmerkur með myndir. Þar er gagnmerk stofnun sem heitir Biofoto og þar eru til sérstaklega góðar myndir af fuglum, teknar hér á ís- landi og víðar á Norðurlöndum því okkar tegundir fara víða. Við íslend- ingar eigum sjálfir enn mikið óunniö í að taka myndir af okkar fuglum þar sem sérkenni þeirra koma fram. Það er ekki nóg að taka myndir í fallegri stemningu eða landslagi ef sérkennin glatast. Af þessum ástæðum urðum við að láta mála myndir af sex fugl- um og það gerði Brian Pilking- ton. 110 eða 300 fuglar Það gleymist oft, þegar myndir eru teknar af fuglum, að þeir eiga sér ýmsa búninga eftir aldri og árstíðum. Hér eru 70 íslenskir varpfuglar og í allt 110 ef þeir sem hafa hér ein- hverja viðkomu eru taldir með. Sumir fuglar, eins og veiðibjallan, eru þrjú fyrstu árjn að breyta um ham og skipta auk þess um lit eftir árstíðum. Þetta geta því virst margir fuglar og þótt talað sé um 110 fugla hér þá geta þeir komið mönnum fyr- ir sjónir sem 300 fuglar. í bókinni reynum við að draga þessi einkenni fram. Myndirnar eru líka mjög mik- ilvægar því þær segja oft meira en langur texti. Ég hafði auðvitað annað ævistarf en fuglaskoðnn því ég var íþróttafull- trúi ríkisins í 40 ár og er því þekktari sem skrúðgöngumeistari en fugla- skoðari en þetta hefur verið mitt hugfang að fara út og ganga og skoða náttúruna. Þegar krakkarnir voru ungir var farið á sunnudögum í skoð- unarferðir um nágrennið. Hér á Suðvesturjandi eru stærstar fjörur á íslandi og þeim fylgir alltaf mikið fuglalíf. Nú í nokkur ár höfum við áhugamenn um fuglaskoðun far- ið og talið fugla þegar stystur er dagur, núna milli jóla og nýárs. Það er reynt að fá eins marga í þetta verk og hægt er og draumurinn er að taln- ingin geti farið fram allt í kringum landið. Núna er talið óshtið frá Eyr- arbakka og til Faxaflóa og á nokkr- um stöðum öðrum. í 31 talningu á jafnmörgum árum höfum við séð 90 tegundir sem er auðvitað merkilegt hér norður á íslandi í svartasta • skammdeginu. Talning við Sandgerði Ég hef Sandgerðissvæðið sem er ákaflega gott. Þar eru miklar fjörur og leirur og gott land fyrir fugla. Ég hef talið þar 40 tegundir. Það er stór- kostlegt að hafa þetta aö hugfangi og það eru margir sem gera það. Ég get nefnt Bjöm Guöbrandsson barnalækni sem birti ævisögu sína nú í haust. Þetta er maður sem hefur verið önnum kafinn við sín lækn- ingastörf en hann lætur fuglana samt ekki fram hjá sér fara. Úlfar Þórðar- son er annar læknir sem einnig er mikill fuglaskoðari. í þennan hóp hafa einnig bæst margir á seinustu árum og ég vona að bókin verði til að fjölga þeim. ■ Á landsmóti ungmennafélaganna hefur greining á plöntum lengi verið keppnisgrein. Síðustu árin hefur áhuginn þó verið að dofria en eftir að Plöntuhandbókin kom út jókst hann verulega. Á síðasta landsmóti voru 38 keppendur j þessari grein og þarna sigruðu unglingar. Ég vona að Fuglahandbókin komi að sama gagni. Þetta er áhugamál sem ákaflega mikil hvíld er í að stunda og ákaflega spennandi að fylgjast með litskrúði fuglanna og hreyfingum þeirra, flugi og hljóðum. Þetta gefur mér ákaflega mikið og Uka það að hugleiða að þess- ir fuglar eru afkomendur skriðdýra, þessara stóru dreka sem flugu um loftið. Flug fuglanna sldldu menn ekki fyrr en þeir gátu flogið sjálfir. Fuglaskoðun er íþrótt Alþýða manna hefur alltaf fylgst mikið með fuglum og þaö er merki- legt að hér hafa veiðar á mörgum fuglategundum alltaf verið fordæmd- ar. Það hefur aUtaf verið fyrirlitið að veiða lóu eða spóa og aðra smá- fugla. Hér hefur bara mátt veiða bjargfugla og svo ijúpuna. Fuglaskoðun er íþrótt þótt auðvit- að megi spyrja hvaða gagn sé að henni. Fyrir þá sem nytja fugla er mjög gagnlegt að þekkja til lifnaðar- hátta þeirra. Fyrir okkur hin er það skylda að þekkja okkar land og nátt- úru þess,“ segir Þorsteinn Einars- son. -GK Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur GEFIÐ UNGU FRUMBÝLINGUNUM - FRÁBÆR GJÖF OG KÆRKOMIN Þau eru að byggja eða lagfæra gamalt húsnæði og næstum allt vantar í nýja heimilið - eins og útidyrahurð, flísar, bað o.fl. o.fl. Hvað á að velja? Hvað gleður þau mest? Auðvitað er erfitt að veija fyrir aðra. Ekki viltu gefa peninga, ekki viltu heldur spyrja hvað vanti. Hvað skal þá gera? Gjafabréfið frá Byko ieysir úr þessum vanda. Það gefur handhafa kost á að velja sjálfur byggingavörurnar í Byko, en þar fæst því sem næst allt í húsið. Upphæðin er þitt val. Þú ákveður upphæð gjafabréfsins, sem er fallega teiknað og áritað þeim er gjöfina fær. Tilefnið getur verið hvað sem er. Það birtir yfir búskapnum með GJAFABRÉFiNU FRÁ BYKO KÓPAVOGI SIMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI 54411 AUK hf. 10.72/SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.