Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Sérstæð sakamál Jochen Stahmer í réttinum. Hús Hans-Ottos Bley í Hamborg. Eigrnkonur Og Jochen Stahmer var orðinn fjöru- tíu og sjö ára og hafði komið sér vel áfram í efnafyrirtækinu sem hann starfaði hjá. Þar var hann með æðstu mönnum. Honum gekk þó ekki eins vel í einkalífinu því reynsla hans af konum og hjónaböndum var afar slæm. Slæm reynsla af „góðvinum“ Tvívegis haföi það komið fyrir að eiginkona hafði snúið við honum bakinu og valið sér annan mann og í bæði skiptin höfðu „bestu vinir“ hans orðið fyrir valinu. Allmörg ár voru síðan það gerðist í fyrra sinnið en þá hafði kona hans, Hannelore, sagt skilið við hann og flust heim til manns sem frani að því hafði verið besti vinur hans. Sá hét Ulrich og var þekktur spilamaður. Hörmulegar afleiðingar Er sagan endurtók sig tók Jochen Stahmer því ekki með sama jafnað- argeðinu og í fyrra sinnið. Þá ruddist hann inn á heimili mannsins sem síðari kona hans hafði flutt til. Hann var með byssu með sér og skaut kon- una, Maritu, sem var tuttugu og sjö ára, til bana og særði manninn, Hans-Otto Bley húsasmið sem hafði leitað skjóls undir rúminu. Eftir árásina og morðið hringdi Jochen Stahmer sjálfur í lögregluna. Fékk skilning Enginn vafi þótti leika á því aö Jochen Stahmer hefði framið morð. Þegar skýrt var frá málsatvikum og fyrri reynslu hans snerist þó álit margra sem í fyrstu höfðu áfellst hann. Fór hann brátt að njóta mikill- ar samúðar og einn þeirra sem sýndi málstað hans skilning var Wolfgang Bierman sakadómari. Er dómur var kveðinn upp lýsti Bierman yfir því að Stahmer hefði verið auðmýktur og niöurlægður og hefði reynsla hans verið svo erfið að skiljanlegt væri hvers vegna hann hefði gert það sem hann hefði gert. Af þeim sökum væri ekki hægt að tala um morð að yfir- lögðu ráði heldur um manndráp við aðstæöur sem hlytu að hafa í fór meö sér mildilegan dóm. Jochen Stahmer fékk síðan fjög- urra og hálfs árs dóm og var látinn laus á meðan þess væri beðið hvort dómnum yrði áfrýjað. Þjáningarsaga I réttinum var nákvæmlega rakin saga Jochens Stahmer í hjónabönd- unum tveimur og verulegur hluti samskipta hans við veikara kynið um dagana. í raun má segja að þjáningasagan hafi hafist er móðir hans skildi við fóðurinn. Þá var Jochen sjö ára. Er Jochen var ungur maður áttí hann vinkonu sem var í raun unn- usta hans. Hún sneri svo við honum baki á uppskeruhátíð haust eitt. Sálfræðingurinn Hendrik Kewe- loh, sem fenginn hafði verið til þess að kynna sér geöheilsu Jochens, sagði frá þessu og ööru í réttinum. í frásögn hans kom fram að fimm sinnum hefði Jochen Stahmer orðið að þola að stúlkur eða konur hefðu snúið við honum bakinu áður en hann gekk loks í fyrra hjónaband sitt, árið 1973. Ekki hafði hann þó búið lengi með konu sinni, Hanne- lore, er erfiðleikar komu upp í sambúðinni. Henni lauk svo eftir þrjú ár með því að Hannelore fluttíst til Ulrichs, áður besta vinar Jochens. Árið 1979 kvæntist Jochen Stahmer svo Maritu, fallegri og ungri konu, og í apríl árið eftir fæddi hún honum dóttur sem skírð var Anja. Skömmu síðar kom Jochen að henni og manninum, sem tekið hafði að sér að kenna henni að sitja hest, í hlöðu. Jochen gerði ekkert úr því atviki en nokkru síðar var honum svo bent á að óeðlilegt samband væri komið á milli Maritu og Hans-Ottos húsasmiðs. Skilnaður Árið 1986 fór Marita fram á skilnað og fluttist heim til Hans-Ottos Bley. Jochen hafði ætíð haft mikið dálæti á dóttur sinni, Önju, og er hann gerði sér ljóst að Marita hugðist hafa hana á brott með sér réð hann til sín þrjá lögfræðinga til þess að reyna að koma í veg fyrir að Marita fengi umráðaréttinn yflr dótturinni. Ljóst var þó að Anja yrði hjá móður sinni þar til úrskurður félli í umráðarétt- armálinu. Á náðir Bakkusar 19. júlí í sumar gerði Jochen árang- urslausa tilraun til þess aö sækja Önju í íbúð konu sinnar fyrrverandi en hún bjó þá í úthverfi Hamborgar í Vestur-Þýskalandi, en þar gerðist mestur hlutí þessarar sorgarsögu. Tilraunin bar ekki árangur og ákvað Jochen þá að fara í útiveislu á Lune- borgarheiði þar sem hann drakk ótæpilega. Um áttaleytið um kvöldið ók Joc- hen heim til Hans-Ottos Bley. Hann sá að bíll fyrrveradi vinar síns stóð fyrir utan húsið og þegar hann gekk að því sá hann inn um glugga að Hans-Otto og Marita voru í faðmlög- um. Augnabliki síðar var Jochen Stah- mer búinn að sækja veiðiriffilinn sinn. Svo gekk hann að svaladyrun- um, braut glerið í hurðinni og gekk með riffilinn inn í stofuna. Leituðu skjóls í svefnherberginu Martía og Hans-Otto sáu strax hver voði gat verið á ferðum og hlupu úr stofunni og inn í svefnherbergið. Joc- hen elti þau þangað og þar fór hann að skjóta úr rifflinum. Þrjú skot hæfðu Maritu sem hafði þá kastað sér á rúmið. Hans-Otto Bley leitaði skjóls undir rúminu en annar fót- leggurinn stóð þó fram undan því og fékk hann því kúlu í lærið. Á meðan púðurreykurinn lá enn í loftinu gekk Jochen Stahmer að sím- anum, sem stóð frammi í setustof- unni, og hringdi til lögreglunnar. Var hann rólegur en hann sagði: „Ég hef skotið tvær manneskjur.“ Svo gaf hann upp heimilisfangiö. Sjö dagar í réttarsal Áöur en réttarhöldin yfir Jochen Stahmer hófust var tilkynnt að sjö dagar hefðu verið teknir frá fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.