Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Síða 43
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Bridge 47 Georg og Kristján Reykjavíkur- meistarar í tvímenningskeppm Reykjavíkurmótið í tvímennings- keppni var spilað í húsnæði Bridge- sambands íslands við Sigtún um síðustu helgi. Áhugi var með minnsta móti og var ákveðiö að undankeppni félli niður sem orsakaði aö styrkleiki mótsins var í lágmarki. Fjörutíu pör kepptu um titilinn og þegar 78 spilum var lokið stóðu Georg Sverrisson og Kristján Blöndal frá Bridgefélagi Reykjavíkur uppi sem sigurvegarar. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Georg Sverrisson - Kristján Blöndal 277 2. Karl Sigurhjartarson - Snævar Þorbjörnsson 269 3. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 226 4. Matthías Þorvaldsson - Ragnar Hermannsson 196 5. Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 174 6. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson 146 7. Ármann J. Lárusson - Ragnar Björnsson 125 Bridge Stefán Guðjohnsen 8. Aðalsteinn Jörgensen - Ragnar Magnússon 118 Hér er skemmtilegt spil frá mótinu. A/O K652 Á3 DG7 ÁD65 8 Á10974 D10984 K72 K10942 Á3 98 DG3 G65 865 K1032 G74 Á tímum hinna ýmsu dobla, s.s. sputnik, optional, baráttu og yfirleitt allra dobla nema sektardobla, saknar maður oft gömlu góðu d'aganna þegar dobl þýddi - makker, ég ætla að veita þeim hressilega ráðningu. En skoðum sagnirnar í spilinu við eitt borðið: Austur Suður Vestur Norður 1S pass 1G dobl pass 2L dobl? pass pass? pass Það má vera ljóst af sögnunum að a-v vora hvor með sína skoðun á merkingu dobls vesturs. Vestur var að benda á rauðu litina en austur tók doblið sem sektardobl. Ekki ætla ég að dæma um hvor hafði rétt fyrir sér en árangurinn lét ekki á sér standa. Austur spilaði út spaðaás, síðan lægsta spaða sem vestur trompaði. Tígull kom til baka, drepinn á ás og meiri spaði sem var trompaður. Vestur tók nú tígulkóng, spilaði meiri tígli sem austur trompaði. Spil- ið var nú þegar orðið einn niður en sagnhafl komst ekki hjá því að gefa hjartaslag. Það voru því 300 til a-v og mjög góð skor. Og hver er þá lærdómur spilsins? Ef doblin eru ekki á hreinu hjá þér og makker þínum skaltu ganga frá því strax því þaö er ekki víst að heppnin verði með ykkur eins og a-v í spilinu í dag. GOLDEN LADY <utuvogi lOd, sími 687370. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 8. des var spilaður tvímenningur í tveimur riðlum. Hæstu skor fengu þessi pör: A-riðill 1. Árni Loftsson - Steingrímur G. Pétursson 137 2. Murat Serdaroglu - Þorbergur Ólafsson 128 3. Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 117 B-riðill 1. Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 100 2. Valtýr Jónasson - Baldvin Valtýsson 91 3. Ásthildur Sigurðardóttir - Lárus Arnórsson 90 Þriðjudaginn 15. des. var svo spilað í einum 14 para riðli. Hæstu skor fengu þessi pör: 1. Murat Serdaroglu - Þorbergur Ólafsson 181 2. Jón Þorvarðarson - Jörundur Þórðarson 176 3. Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 173 4. Baldvin Valdimarsson - Einar Einarsson 169 Næst verður spilað 5. janúar og hefst þá aðalsveitakeppni félagsins. Skráning er vel á veg komin og er í símum 77057 og 26877 hjá Hjálmtý Baldurssyni og í símum 35271 og 687070 þjá Sigmari Jónssyni. Stjóm Bridgedeildar Skagfirðinga óskar öllu bridgeáhugafólki gleði- legra jóla. Sjáumst hress á nýju ári. Úrval Ijósa, heimilistækja, verkfæra, bílarafmagnsvöru, jólaseríur, úti og inni, jóla- stjörnur og englar. Lítið á úrvalið. Verið velkominn. Haukur og Ólafur hf. Ármúla 32 - sími 37700 FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarftrði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslumanni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúlamál, og Sigurður skurður, saklaus, hefur verið talinn morðingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLFVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.