Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 47
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 51 Sæl nú!... Aö undanförnu hafa verið fréttir á sveimi i bresku slúð- urpressunni um að hin ástsæla hljómsveit, Dire Stra- its, væri að leggja upp laupana. Þessarfregnir hafa verið bornar til baka af tals- mönnum hljómsveitarinnar sem gefa þá skýringu á fjar- veru hljómsveitarinnar frá sviðsljósinu að eiginkona Marks Knopflerhafi nýverið fættþeim hjónum tvíbura og fjölskyldan sé einfaldlega aö slappa af. Við sendum Knop- flerhjónunum árnaðaróskir með börnin... 1 framhaldi af þessu má geta þess að innan tiðar kemur á markað- inn fyrsta sólóplata Johns llsley en hann er einmitt bas- saleikari Dire Straits ... Aðdáendur Erics Clapton geta farið að safna i sjóð þvi næsta vor heldur gitarguðinn uppá aldarfjórðungsafmæli sitt i bransanum með þvi að senda frá sér sex! plötu pakka þar sem allurferill hans er rakinn íá upphafi og fram tii plöt- i’nnar August sem út kom á þessu ári. Margt af þvi efni, sem kemurfram á þessum plötum, er áður óútgefið, til að mynda verða þama nokkur lög með Blind Faith sem aldr- ei voru sett á plötu og einnig lög með Derek & The Domin- os sem ekki hafa heyrst áður... Sonur Bobs Marley er nú að hasla sér völl á tón- listarsviðinu og með honum eru nokkur systkini hans. Ziggy Marley heitir drengur- inn og hljómsveitin The Melody Makers. Upptöku- stjórar á væntanlegri plötu eru Chris Frantz og Tina Weymouth, liðsmenn Talking Heads, og meðal aðstoðar- manna á plötunni er Keith Richards ... Andy Rourke, fyrrum liðsmaður Smiths, lenti í útistöðum við illskeytta dyraverði á hóteli nokkru I Liverpool fyrir skemmstu. Hann var þar ásamt söng- konunni Sinead O'Connoren Rourke er iiðsmaður i hljóm- sveit söngkonunnar. Ætluðu þau að fara á diskótek hótels- ins en var meinaður aðgangur á þeim forsendum að ungfrúin væri i gallabuxum. Þar sem þau voru gestir á hótelinu var bætt út þvi snarlega en útk- astararnir voru samt ekki á þvi að hleypa þeim inn. Létu þau þá nokkur vel valin orð falla um beljakana og fengu nokkra kinnhesta og aðra til reiðarað launum. Urðu lyktir þær að söngkonan fékk ókeyp- is salibunu niður tröppur hótelsins og þaðan á sjúkra- hús. Hún ku ekkiílla slösuð ... það var gott... -SþS- Nýjarplötur Jón Loftsson hf. Z2 aogaqrrj i_J Hringbraut 121 Simi 10600 Megas - Loftmynd (CD) Frelsi til sölu Gunnar Þórðarson - I loftinu Einfalt, flókið og fágað Sautján sinnum segöu já: Já, Já, já, já, já... Loftmynd Megasar er besta íslenska platan í ár. Nákvæm rann- sókn málsins hefur leitt þaö í ljós. Geisladiskurinn hefur aö geyma 5 atriöi til viðbótar viö LP plötuna sem styðja þessa fuUyrðingu. Sextán „snappshot" úr borgarlífinu, loft- mynd gúrúsins af æskustöðvunum. Hugurinn leitar í einu tilviki til flar- lægra landa eins og eyjaskeggjum er tamt. Á plötunni er að finna flestöll veðrabrigöi tónlistarinnar; storm, stillu, sólskin og regn. Megas býr til sína eigin veðurspá, hvað svo sem veðurstofan telur viðeigandi miðaö Fyrir fáum árum var tryggasta plötuútgáfan hérlendis safnplötur af ýmsu tagi; þótti ódýr og örugg fjár- festing hjá útgefendum. Með tilkomu útvarpsstöðvanna hefur þessi útgáfa nánast liðið undir lok. Aðeins ein safnplata lítur dagsins ljós í met- plötuútgáfunni fyrir þessi jól. Er þaö Smellir er Skífan gefur út. Fjórtán lög prýða Smelli og eru sex þeirra íslensk. Ef við tökum íslensku lögin fyrst þá er varla hægt að tala um smelli í kynningu á þeim. Hinn ofnotaði unglingur, Bjami Arason, hefur verið fenginn til að syngja Ömmubæn, vinsælt lag hjá ömmun- um þessa dagana. Líflaus flutningur Bjarna gerir lítið til að bæta lag sem tilheyrir fortíðinni og er best geymt þar. Inn í eilífðina hefur fengiö rækilega kynningu á öldum ljósvakans af skiljanlegum ástæðum og hefur sú kynning fleytt þessu lagi inn á vin- sældalista. Vonandi að textinn geri sitt gagn því lagið er tilbreytingar- laust og á hraðri leiö inn í eilífðina. Önnur íslensk lög af þessari plötu hafa lítið heyrst og það af skiljanleg- um ástæðum, ekkert þeirra er þess virði að hlusta á það oftar en einu sinni og sjaldan hefur Jóhann G. Jóhannsson samið lakara lag en Jólastemmningu í miðbænum. Erlendu lögin eru að sjálfsögðu misjöfn. Inn á milli eru lög sem vert er að minnast á eins og King without a Crown með ABC og Need You Ton- ight með INXS, lög er klifra upp úr meðalmennskunni. Vinsæl lög eru aftur á móti fá. Þekktust eru sjálfsagt Here I Go again með Whitesnake og Wonderful Life með Black. Og í til- efni þess að Billy Idol kom Mony Mony í fyrsta sæti á bandaríska vin- við árferði. Lögin flmm, sem geisla- diskurinn hefur umfram vínylplöt- una, falla vel inn í heildarsvip Loftmyndarinnar. í Magister Lyng- dal, Jón og Nótt (þar sem Satan sjálfur kemur í stað ástarsorgarinn- ar hjá Greifunum), slær Megas taktinn í léttri sveiflu. Kontrabassi, óbó og tilheyrandi. Enginn vegur fær slær á ögn viðkvæmnislegri strengi, stillimynd af hraðakstri borgarlífs- ins; „því það sem leitarðu eftir færist undan & hverfur alveg þegar þú kemur nær.“ Eina útgönguleiðin sem er fær er frelsi hugans. Fimmta og síðasta sönnunargagnið er svo lítið ævintýri úr miöbænum. Úlfurinn í sauðagærunni, hinn anná- laði Plastpokamaður, sýnir loks sitt rétta andlit og eltir Austurstrætis- dætumar eins og hvert annað óargardýr. Eða er úlfurinn bara hug- arfóstur þeirra, rétt eins og hjá smalanum í sögunni? Að minnsta kosti svífur Megas skýjum ofar í þessum léttleikandi rokkslagara og saxafónsólóið skýtur honum beint til tunglsins. Sönnunargögnin eru sem sagt sautján á geisladisknum Loftmynd. Megas sveimar yfir borginni eins og fuglinn fljúgandi og skýst til Súrín ef honum býður svo viö aö horfa. Hann er frjáls úr viðjum vanans og hversdagsins. Ekkert er ómögulegt. Ekkert. sældahstanum hefur Skífan grafið einhverja hljómsveit er nefnist Amazulu og flytur hún Mony Mony og bætir ekki lagið frekar en Billy Idol. Smellir er sem sagt í heild ósköp tilbreytingarlaus og eitt er víst að ekki stendur hún undir nafni. HK Þeir Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson fara inn á eilítið nýjar brautir á plötunni „í loftinu" og byggja hana 1 kringum ákveðið þema sem er góðlátlegt grín að nú- tímafyrirbærum eins og poppút- varpi, tölvuæði og uppamennsku. Spurningin er hvort þeir félagar hitta ekki sjálfa sig fyrir að einhverju leyti þar sem platan er unnin samkvæmt nýjustu tölvutækni og hljóöfæraleik- ur er aö miklu leyti í höndum eða öhu heldur vírum hljóðgervlanna. Ólafur Haukur hefur einnig unnið texta sína á heimilistölvuna sína. En auðvitað eru þeir Gunnar og Ólafur ekki undanskildir í nútíman- un og þeir ekki með þessu aö þykjast vera stikkfrí. Það verður ekki frá Gunnari Þórð- arsyiú tekið að hann er með þroskuð- ustu tónhstarmönnum innlendra poppara og jafnvel tónhstarmanna yfirhöfuð hérlendis. Hann leikur sér að því að semja einföld og flókin lög; lög sem hægt er að grípa strax og lög sem þurfa töluveröa hlustun til að ná í gegn. Og á þessari plötu er allar gerðir að finna; útsetningar í nokkr- nm tilfehum aðeins of flóknar og þungar að mínu mati en alls staöar ghttir í fahegar melódíur þegar að er gáð. Hins vegar finnst mér þessi gijót- haröa tölvu- og gervhmennska, sem mikið af nútímapoppi er framreitt á, ekki falla sem best að tórúist Gunn- ars. Það má vera að þetta sé bara sveitamennska í mér en mér flnnst hljóðgervlafárið ræna tónlistina hinni mannlegu hlýju sem einkennir hefðbundna hljóðfæranotkun. En þetta er það sem Gunnar viU, í bili að minnsta kosti, og það segi ég vegna þess að síðasta lagið á þessari plötu er kannski vísbending um það sem koma skal frá honum. Þar er um að ræða klassískt verk, leikiö af 35 manna strengjasveit úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Gunnar hefur ennfremur sagt að núorðið hlusti hann mest á klassík svo það er aldr- ei að vita. Textar Ólafs Hauks eru hin mesta hstasmíð og bráðsmehnir á stundum og feUur tónhstin vel að þeim en að þessu sinni höfðu þeir Gunnar þann háttinn á að Gunnar samdi lögin við textana. Söngvarar komast vel frá sínu eins og við var að búast enda á ferðinni nokkrir af fremstu dægurlagasöngv- urum þjóðarinnar. „í loftinu“ er um margt eiguleg plata en hún þarfnast nokkurrar þohnmæði við en þohnmæði þrautir vinnur allar segir einhvers staðar og þeir sem bíða uppskera laun erfliðis- ins. -SþS- ^'"HÚSGÖGN í barna- og unglingaherbergið Þorsteinn J.Vilhjálmsson. Ýmsir - Smellir Smásmellir ALVEG SKÍNANDI Opið til kl. 22 í dag í öllum deildum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.