Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 70
74 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Messur Dómprófasturinn í Reykjavík Guðsþjónustur í Reykjanesprófasts- dæmi sunnudag 20. des. 1987. Árbæjarprestakall: Bama- og fjöl- -skylduguösþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sigurbjörn Einarsson biskup segir frá jólum. Börnin syngja og leika jólalög og söngva. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Jólasöngvar fjölskyldunnar í Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sókn- arprestur. Bústaðakirkja: Aö venju liðinna ára- tuga er allri fjölskyldunni boðið til sérstakrar guðsþjónustu í Bústaöa- kirkju næsta sunnudag, þann fjórða í aðventu. Þar flytja börnin sig úr barnaguðsþjónustunni yfir á tíma hinnar almennu messu, klukkan tvö síðdegis og er áhersla lögð á undir- búning jólanna og höfðað til allra aldurshópa. Kórinn úr Breiðagerðis- skóla flytur nokkur verk og bömin úr Fossvogsskóla sýna helgileik sem unnið hefur sér fastan og vinsælan sess í þessari guðsþjónustu. Þá mun Einar Öm Einarsson tenórsöngvari syngja og við hljóðfærið er Jónas Þórir. En mikil áhersla er lögð á al- mennan söng og fá allir kirkjugestir í hönd sérstakt söngvablað. Þá verð- ur lesin saga en fram að þessu hefur 4 G-ERÐIR VÉLMENNI OG TÆKI FALLEGAR DÚKKUR QUICK- SHOT LASER BYSSA Tónlistarbangsi, 6 lög. Verð 1.595 ----------------k ANGAVERSLUN ÞINGHOLTSSTRÆTI 1 - V/BANKASl SÍMI 24666 ■ ■ 1 Ef hann er góður láttu þá sjá þig! Diskótek frá 10-03. I" f Suöurlandsbraut 20 ára aldurstakmark ætíð verið frumflutt saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka í þessari guðsþjónustu við nálægð jóla. Jóla- fundur æskulýðsfélagsins mánu- dagskvöld. Sr. Olafur Skúlason. Digranesprestakall: Bamasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Bama- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudagur: Bama- guðsþjónusta kl. 11.00. Börnin úr kirkjuskólanum sýna helgileik. Lúðrasveit Laugamesskóla leikur undir stjóm Stefáns Stephensen. Auk þess verður almennur söngur og rætt við bömin um jóhn. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella og Hólakirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Kór Fellaskóla kemur í heimsókn. Organisti Guðný Margr- ■ ét Magnúsdóttir. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fríkirkjan í Reykjavík: Aðventu- stund kl. 15. Heimilisfólk sambýhs- ins í Skaftholti í Gnúpverjahreppi sýnir helgileik um fæðingu frelsar- ans í tah og tónum. Aöstandendur flytjenda bjóða upp á kafflsopa að sýningu lokinni. Sr. Gunnar Bjöms- son. Grensáskirkja: Jólabarnasamkoma kl. 11.00. Jólasöngvar, jólaleikir og góðir gestir koma í heimsókn. Sr. Halldór S. Gröndal. Háteigskirkja: Kirkjudagur Háteigs- kirkju. Kl. 11.00. - Fiölskylduguðs- þjónusta. Kl. 14.00. - Messa, tónhst: Missa brevis eftir Mozart. Einsöngv- arar: Elín Sigurvinsdóttir, Hrönn Hafhðadóttir, Viktor Guðlaugsson og Hahdór Vilhelmsson. Kirkjukór Há- teigskirkju og Kammersveit Háteigs- kirku, stjórnandi Orthulf Pmnner. Kl. 21.00. Aðventusöngvar við kerta- ljós. Kammersveit Háteigskirkju flytur tvo jólakonserta, annan eftir Manfredindi en hinn eftir Corelh, eins mun hljómsveitin flytja Adagio eftir Albinoni. Guðrún Ásmunds- dóttir leikari flytur efni tengt jólahá- tíðinni. Kirkjukórinn syngur aðventulög og guð verður lofaður í almennum söng í tilefni dagsins. Prestarnir. Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 ár- degis. Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs í Kópavogskirkju kl. 16.00. Sr. Ámi Pálsson. Laugarnesprestakall: Fjölskyldu- guösþjónusta kl. 11. Bamakór kirkj- unnar syngur. Fermingarbörn aðstoða. Mikih söngur. Sóknarprest- ur. Neskirkja: Laugardagur: Samvem- stund aldraðra kl. 15. Jólafundur: Gestir eru félagar úr Skagfirsku söngsveitinni, Jón ísfeld o.fl. Sunnu- dagur: Eins og fyrmm verður helgi- haldið í Neskirkju síðasta sunnudag fyrir jól með nokkuð ööru yfirbragði en veixjulega. Að vísu er barnastarfið á sínum stað kl. 11 en síöan er sam- vemstund kl. 14 meö efni fyrir alla íjölskylduna. Þar leikur skólahljóm- sveit Kópavogs undir stjórn Bjöns Guðjónssonar, kór Melaskólans syngur. Stjórnandi er Helga Gunn- arsdóttir. Eðvarð Ingólfsson rithöf- undum spjallar við viðstadda. Helgileikur verður fluttur og auk þess almennur söngur og orgeheik- ur. Þess er að vænta að margir eigi sem áður ánægjulega samveru í kirkjunni sinni þennan dag þar sem allur efnisflutningur miðar að því að stiha saman strengi til fagnaðar vegna komu jólanna. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kór Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði syngur jóla- lög. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundssóttir. Seltjarnarneskirkja: Jóíasöngvar ahrar fjölskykldunnar kl. 14. Jóla- saga lesin. Skólakór Seltjarnarness leikur helgileik og syngur jólalög. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Tjjkyimingar Jólamerki Thorvaldsensfélagsins 1987 Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thor- valdsensfélagsins 1987 er komiö í sölu. Á merkinu er mynd af málverki eftir Jón Stefánsson listmálara, eins og öll þau ár Barnauppeídissjóður Thorvaldsensfélagsins Jól ísland 1987 sem liðin eru síðan fyrsta merki sjóðsins var gefið út árið 1913. Merkið er til sölu á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, Rvík, hjá félagskonum og í pósthúsum um allt land. Merkið kostar 7 kr. Harmóníkufélag Reykjavíkur í Kringlunni Harmóníkufélag Reykjavíkur leik- ur í Kringlunni á laugardag milli kl. 17 og 18. Mjög fjölbreytt dagskrá. Einleikur, stór harmóníkuhljóm- sveit o.fl. Jólatónleikar í Krossinum Krossinn gengst fyrir jólatónleik- um á sunnudag kl. 20.30 í húsakynn- um sínum við Auðbrekku 2 í Kópavogi. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram. Þeir eru m.a.: Flytjend- ur á plötunni Á krossgötum, Takt- dúettinn, Hjalti Gunnlaugsson, Helga og Arnór frá Vestmannaeyjum og Helga Óskarsdóttir. Útgerðarmenn - skipstjórar Togvir s/f er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í víraþjónustu. Fyrirtækið hefur sér- hannaðan bíl til þeirra starfa. Togvír s/f býður upp á að mæla, merkja og smyrja togvíra um borð í bátum og togurum. Smurning vírsins fer þannig fram að vír- inn er dreginn gegnum smurtækið og sérstakri olíu þrýst inn í hann með loft- trukki. Samkvæmt könnun erlendis frá hefur regluleg notkun smurtækisins tvö- faldaö endingu vírsins. Hefur það í fór með sér verulegan sparnað. Einnig býður Togvír s/f upp á aö smyrja vírinn, vinda hann upp á trékefli til geymslu milli ver- tíða. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 72316 frá kl. 9-12 f.h. og 985-25768. Vængjasláttur í þakrennum kemur út á norsku Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, ■ Vængjasláttur í þakrennum, kom nýlega út hjá Cappelen forlaginu í Noregi undir nafninu Vindeslag i takrenna. Er bókin þýdd af Jóni Sveinbirni Jónssyni sem er ritstjóri hjá Cappelen forlaginu. Eiðfaxi Jólablað er kominn út. Þar er að fmna margar góðar greinar um hesta og hesta- mennsku. Sigurður Sigmundsson skrifar ritstjómarpistil um notkun Reiðhallar- innar, Helgi Sigurðsson dýralæknir skrifar um ormalyfsgjafir, athugasemdir Volker Ledermans forseta FEIF um aðal- fund FEIF birtar, Þórdís Hjálmarsdóttir skrifar um ferð á HM í Austurríki í sum- ar, og birt er grein um tamningar hesta sem birtist fyrst árið 1894. Fjallað er um stofnun sérsambands hestamanna og Hulda Brynjólfsdóttir skrifar grein um íslenska hesta í Frakklandi. Rætt er við Ólaf Sveinsson, Óla punkt sem er álitinn vera töframaður og náttúrulæknir. Rætt er við Jakobínu Sigurvinsdóttur á Akur- eyri og Þorgeir Ingvason framkvæmdar- stjóra Fáks og birt er framhaldssaga Sigrúnar Björgvinsdóttur um Perlu. Einnig er birt ritgerð Ólafs Stephensen amtmaims um hesta svo og leiðbeiningar þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Carolinu van Hulst um varðveislu reið- tygja. Aukin heldur eru í blaðinu ýmsar smærri greinar og frásagnir. Kortfrá listasafni Sigurjóns Ólafssonar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur gef- ið út nýtt litprentað kort með ljósmynd af styttunni af séra Friðriki við Lækjar- götu. Séra Friðrik sat sjálfur fyrir þegar Sigurjón gerði fyrstu frumdrög að mynd- inni en sumarið 1952 stækkaði Sigurjón verkið og fékk til þess vinnuaöstöðu á Listakademíunni í Kaupmannahöfn. Til- búin í brons var myndin reist við Lækjargötu haustið 1955. Listaverkið er í sömu stærð og fyrri kort safnsins, 20x16 sm, og' fæst hjá Rammageröinni, Bóka- verslun Snæbjarnar, Hafnarstræti og í safninu á Laugarnesi. Allur ágóði rennur til byggingasjóðs safnsins. Skreytingar á leiði Til sölu eru festingar fyrir skreytingar á leiði. Ágóði sölunnar rennur í Ljósasjóð sem Stofnaður var við Breiðholtskirkju í Reykjavík. Festingar þessar fást í blóma- búðunum Blómavali, Grænu höndinni og Burkna í Hafnarfirði. Ný hárgreiðslustofa á Ártúnsholti Nýlega var opnuð hárgreiðslustofa að Bleikjukvísl 8, neðri hæð. Eigandi og hárgreiðslumeistari er Agnes Einars- dóttir og er sími stofunnar 673722.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.