Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Fréttir Plattar til styrktar holdsveikrasprtalanum Fágætir safn- gripir koma í leitimar - taldir að minnsta kosti 320 þúsund krona virði „Ég var að fá þessa gripi í hendur og veit varla hversu verðmætir þeir eru,“ sagði Gísh B. Bjömsson, framkvæmdastjóri Gallerí Borgar. „Ég held þó að þessir diskar séu vart undir þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónum að verðmæti." Gísli hafði í höndunum postulíns- platta sem Oddfellow-reglan í Danmörku gaf út á árunum 1897-1899. Þeir eru átta talsins, sá síðasti reyndar gefmn út árið 1922. Platt- arnir voru gerðir í konunglegu dönsku postulínsverksmiðjunni, þeir voru seldir til styrktar bygg- ingu holdveikrarspítalans í Lau- gamesi. Oddfellow-reglan kostaði byggingu spítalans og gaf íslend- ingum en spítalinn var vígður árið 1898. Plattarnir eru hluti af íslenskri menningarsögu og em því orðnir mjög sjaldgæfir safngripir. Ekki er vitað um annað „sett“ af plöttunum átta hér á landi. -ÞG Gísli B. Björnsson með Oddfellow-plattana átta. Hann heldur á þeim stærsta sem var gefinn út 1899, hönnuð- ur hans var Arnold Krog og innan við eitt hundrað stykki voru gefin út af þessum platta. Áletrunin á plattanum er Captivorum Liberator (frelsari hinna herteknu). Á sex plöttum af átta er baráttan gegn holdsveikinni gerð táknræn með þvi að sverð með merki Oddfellowa i hjöltum er rekið i gegnum dreka sem táknar holdsveikina. Á stærsta plattanum er sverð í gegnum isbjörn. Jólin eru aö ganga í garð og þá er víst að ekki dugar neinn katt- arþvottur. Þetta vita þær Þorbjörg og Hosa sem hér ræðast við um þvottinn nú rétt fyrir jólin. DV-mynd GVA Útvegsbankamálið: Pólitiskar ástæður að baki synjuninni segja forrádamenn Sambandsins Forráðamenn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna á- kvörðunar Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um aö hafna til- boði Sambandsins i Útvegsbank- ans. Fullyrða Sambandsmenn að ástæðan fyrir synjuninni sé af póli- tískum ástæöum. Eftir að hafa lýst gangi mála fram að synjun ráð- herra segir orðrétt í fréttatilkynn- ingunni: „Við teljum því ljóst að raun- veruleg synjunarástæða viðskipta- ráðherra fyrir því að standa við tilboð ríkissjóðs gagnvart Sam- bandinu sé af póhtískum toga. Hún og eigi rót sína að rekja til þess pólitíska uppnáms sem varð meðal þeirra sem fram að því að Sam- bandið lagði fram boð sitt höfðu ekki sýnt hlutabréfakaupunum neinn áhuga en vildu fyrir hvem mun koma í veg fyrir að viöskipta- ráöherra seldi Sambandinu og samstarfsfyrirtækj um þess hluta- bréf ríkissjóðs í bankanum...“ Þá segir í fréttatilkynningunni aö Sambandið æth elcki að svo stöddu að efna til frekari deilna um þetta mál eða langvarandi málaferla viö ríkið út af sölu hlutabréfanna en bíða átekta eftir aögeröum ríkisins um endurskipulagningu banka- kerfisins í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjómarinnar. -S.dór í dag mælir Dagfari Þingmenn í jólaköttinn Nú fór verr en skyldi. Þingmenn- imir okkar verða að leggja það á sig að mæta aftur til vinnu strax eftir jóhn. Þeir veröa að vinna báöa virku dagana milli jóla og nýárs. Og það sem meira er. Þeir verða jafnvel að mæta aftur í þinginu strax eftir áramótin og starfa ósht- ið út allan janúarmánuð. Þetta vinnuálag hefur ekki þekkst fyrr í þingsögunni, nema að fyrir þijátíu árum vora þeir víst kahaðir niður í þinghús inilli jóla og nýárs. Það gekk svo fram af mönnum við þá ósvífni aö síöan hafa það verið sam- antekin ráö hjá þingheimi öllum að haga störfum sínum þannig aö engin hætta væri á þvi að slíkt kæmi fyrir aftur. En nú er öldin önnur. Alls kyns óvandaöir og óvanir labbakútar hafa troðið sér inn á þing í skjóh nýrra og óþekktra flokka og þetta fólk hefur af einhverjum óskhjan- legum ástæðum haft áhuga á þvi aö ræöa um þau mál sem á dagskrá era út í þaö óendanlega. Ósvífnin er jafnvel svo mikil aö ýmsir óvan- ir þingmenn telja sér skylt að kynna sér máhn sem þeir greiða atkvæði um. Þetta hefur komið öh- um í opna skjöldu, sér í lagi þeim, sem hingað th era vanir því aö geta samið viö stjórnarandstöðuna um aö flýta málum í gegnum þing- ið óskoðuðum, th að nota jólafríið til fuhs. Ráðherramir eru reiðir yfir því að þurfa nú að fjargviðrast út af málum sem þeir áttu ekki von á að þurfa að útskýra. Forsetar þingsins era reiðir því þeir þurfa að sitja yfir löngum og leiðinlegum umræðum, þar sem þingmál eru brotin til mergjar. Skrifstofufólk Alþingis er bæði sárt og reitt yfir þeirri óskammfeilni aö láta það hanga yfir þessu kjaftæöi og kom- ast ekki í búðir. Og reiðir era þeir utanbæjarþingmenn sem voru búnir að gera ráðstafanir til að slappa af í fríinu með fjölskyldunni en þurfa nú að fljúga heim á að- fangadag og aftur th baka strax eftir jólin. Fæstir þeirra höfðu gefið kost á sér th þingsetu upp á þessi býti, aö fá ekki jólafrí nema rétt yfir hátíðisdagana og eiga það á hættu að þurfa kannski að mæta á þingfundum í janúar þegar venju- lega er hægt aö eiga náðuga daga með sínum nánustu. Hvers eiga hinir nánustu að gjalda, þeir sem hafa mátt sjá á eft- ir útivinnandi makanum á alla þessa fundi þar sem hann getur aldrei um frjálst höfuð strokið fyrir þessu púh að greiða atkvæði eftir færibandi? Nú er æflast th að þeir kynni sér framvörpin í þokkabót án þess að greitt sé fyrir það aukaá- lag! Hvar endar þetta eiginlega? En ríkisstjóminni er nær. Hún hefur dengt yfir þingheim ósköp- unum öhum af framvörpum og rífur svo kjaft þegar stjómarand- staðan vhl semja viö stjómina um að gera ekkert sem stjómarand- staöan er á móti aö hún geri. Stjómin er að vísu thbúin th að greiða niður söluskattinn af neysl- usfiskinum en stjómarandstaðan er á móti því. Hún veit sem er að þjóðin borðar ekki fisk í jólaboðun- um og þess vegna kemur niöur- greiðsla á fiskiskattinum ekki að neinum notum. Auk þess er stjóm- arandstaðan hætt að botna i þessari íjármálapóhtík sem lýsir sér í því að fyrst ér ákveðið að leggja matarskatt á fiskinn - svo er hætt við að leggja matarskatt á fiskinn. Síðan er ákveöið að leggja matarskatt á fiskinn og að lokum er ákveðiö að borga niöur matar- skattinn af fiskinum, án þess að feha matarskattinn af fiskinum niður. Þegar fjármálasnilldin er komin á þetta stig skhur stjórnarandstaö- an hvorki upp né niður og tekur engan sjens á því að samþykkja þetta thboð um að greiða niður fiskiskattinn og vih nota jólin til að hugsa sig um. Hún veit heldur ekki nema ríkisstjómin taki upp á því að leggja söluskatt á niður- greiðsluna af matarskattinn á fiskinum, ef hún bregður sér í jól- afrí fram í febrúar. Ekki þar fyrir að hún ráði neinu um það, en það er þó betra að vera við th að geta hringt heim og látið vita hvernig heimihð skuh kaupa í matinn eftir því hvemig kaupin gerast á eyrinni hjá ríkisstjóminni í jólafríinu. Já, það er ekki tekið út með sæld- inni að vera þingmaöur á þessum síöustu og verstu tímum, þegar menn þurfa að vinna alla virka daga th að setja sig inn í mál sem hvort sem er verða samþykkt. Þingmennimir eru á góðri leiö í jólaköttinn en spurningin er hins vegar sú hvort jólakötturinn tekur við þeim. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.