Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Spumingaleikur_________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Jólasveinninn er alls ekki jólasveinn," sagði hann árið 1982. Þetta var við upphaf baráttu íslenskra jólasveina við al- þjóðlega jólakarlinn. Umrædd orð birtust í bók eftir Þórarin Eldjárn. Bókina nefndi hann Jóla- sveinaheimilið. Sá sem þetta sagði hefur verið þekktur fyrir að vera mikill gaur. Staður í veröldinni Staður þessi hefur á íslensku verið nefndur Brauðhús. Það var Halldór Laxness sem þýddi heiti staðarins svo. Einu sinni var þessi staður þekktur fyrir lítið hótelrými. Til þessa staðar flykkist fólk þúsundum saman um jólin. Fyrir 1987 árum fæddist þarna heimskunnur maður. Fólk í fréttum Þetta er maður sem gjarnan er í fréttunum á Þorláks- messu. Hann hefur komist í fréttirnar fyrir framferði sitt þennan dag. , Engar sannanir eru fyrir að hann sé þjófóttur en hann hefur lengi verið grunaður um það. Hann kemur úr stórri fjöl- skyldu en deilt er um hvort bræður hans séu 8 eða 13. Foreldrar ,hans hafa getið sér orð fyrir að vera hyski. Frægt í sögunni I kreppúnni hljómaði þetta sem draumur um hvít jól. I Sá sem stóð fyrir þessum tíð- indum var rétt þrítugur útvarpsmaður. / Árangurinn hefur hljómað um víða veröld síðan. % Um er að ræða vinsælasta jólalag allra tíma. Sá sem söng það er vel þekktur söngvari og leikari. Sjaldgæft orð Þetta orð er haft um mjög horaðan harðfisk sem soðinn var í hangifloti. Harðfiskur þannig verkaður var einkum borðaður á Þor- láksmessu. Þessi harðfiskur kom í stað- inn fyrir Þorláksmessusköt- una þegar hún fékkst ekki. Fyrri hluti orðsins er enn al- þekktur og á þá við um athæfi sem hefur verið mjög í tísku síðustu ár. Þessi orðhluti er sá sami og í megrun. Stjórn- málamaður Hann er fæddur 29. október árið 1947. Hann er lögfræðingur að mennt og fékkst við blaða- mennsku fyrstu ár starfsæ- vinnar. Heimabær hans er Selfoss og hann hefur verið þing- maður Sunnlendinga síðan 1983. Hann varð ráðherra árið 1985 og er það enn. Hann er formaður í sínum flokki. Rithöfundur Árið 1932 gaf hann út Ijóða- bók sem hann nefndieinfald- lega Jólin koma. Hann er höfundur margra alþekktra jólakvæða. Einu sinni orti hann líka „Ó, Sovét-ísland, hvenær kemur þú?" Hann var fæddur vestur í Dölum árið 1899 og andað- ist árið 1972. Hann var Jónasson en kenndi sig við bæ í Dölunum. Svör á bls. 76 Athugið sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. Skilafrestur til 11. janúar ’88 - - dregið um sextán glæsilega vinninga - 1. Technics geislaspilari m/fjarstýringu frá Japis að verðmæti kr. 45.660.- 3. Panasonic ferðaútvarpstæki frá Japis að verðmæti kr. 7.380.- 7-10. Lazer Tag leiktæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti kr. 2.980.- 2. Sony Discman ferðageislaspilari frá Japis að verðmæti kr. 27.720.- 4- 6. Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 8.800.- 11-16. Dansandi dúkkur frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 1.980.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.