Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augfýsingar - Á skrift - Breifing: Sími 27022. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Jólaveðrið: Rauðjól sunnanlands • Veðrið um hátíðina verður um- hleypingasamt, að sögn Unnar Ólafsdóttur veðurfræðings. Norð- lendingar og Vestfirðingar eiga von á snjókomu á aðfangadag og jóladag en aörir landsmenn sleppa við snjó- inn. Það verða því rauð jól í Reykja- vík og nágrenni. í dag, Þorláksmessu, verður aust- anátt og rigning víða um land. Hitinn verður á bihnu 2 til 6 stig. Á morg- un, aðfangadag, verður allhvöss norðaustanátt og snjókoma á Vest- fjörðum. Hæg suðaustanátt með skúrum og slyddu verður annars staðar. Á jóladag verður austlæg og norð- •*"aust]æg átt með éljum norðan og austanlands en úrkomulítið suðvest- anlands. Á annan í jólum fer að hlýna í suðaustanátt með rigningu, einkum sunnanlands. -JGH Akureyri: Jólasnjórinn - er kominn Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þegar Akureyringar risu úr rekkju í morgun gaf heldur betur á að líta. Shjónum kyngdi niður í logninu og var kominn allmikill jafnfallinn snjór í bænum. Norðlendingar hafa því fengið jólasnjóinn, hvernig svo sem þeim málum verður háttað í öðrum landshlutum yfir hátíðarnar. DV kemur næst út mánudaginn 28. desember. Smáauglýsingar eru opn- ar til kl. 18 í kvöld og sunnudags- kvöld, 27. desember, kl. 18-22. Síminn er 27022. Gleðileg jól LITLA GLASGOW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG City91 LOKI Er meðaltalið þá ekki bleik jól? Innanlandsflugið: Um 6 þúsund jólafarþegar Flugleiðir fljúga með um 5 þúsund Flugið hefur gengið mjög vel og fáar ferðist akandi um þessi jól. Ekkert farþega innanlands fyrir jóhn og ferðirfalUðniður. Farþegarerufleiri þotuflug verður hjá Flugleiðum um Arnarflugflýgurmeðum700farþega en í fyrra. Ennfremur er taUð aö jóUn. að sögn flugfélaganna í morgun.. mjög góð færð hafi ýtt undir að fleiri -JGH Veðrið á morgun: Frost- laust að mestu Á aðfangadag verður allhvöss norðaustanátt og snjókoma á Vest- fjörðum en mun hægari vindur og skúrir eða slydduél annars staðar. Hiti verður nálægt frostmárki á Norður- og Norðvesturlandi en tveggja til fimm stiga hiti í öðrum landshlutum. Þorláksmessa er i dag og börnin farin aö hlakka til jólanna. Einnig eru kaupmenn farnir að hlakka til að telja upp úr peningakössunum í kvöld því að í dag er mesti söludagur ársins i flestum verslunum. Þessi mynd ver tekin i Kringlunni þegar fólk var að kaupa inn fyrir hátíðina. DV-mynd Brynjar Gauti Valur Magnússon: Dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur hefur ver- ið kveðinn upp dómur yfir Val Magnússyni, fyrrverandi fasteigna- sala. Valur var dæmdur í fimmtán mánaða óskUorðsbundið fangelsi. Auk þess er honum gert að greiða aUan sakarkostnað. Valur var dæmdur fyrir að hafa svikið viðsemjendur sína með svik- samlegum hætti. Að núvirði nema svikin samtals rúmum sex miUjón- um króna. Engar bótakröfur voru gerðar í þessu máU. Bótakröfur voru hins vegar gerðar í gjaldþrotaskiptamáU Vals. Því máU lauk um miðjan febrú- ar á þessu ári. Úr gjaldþrotaskiptun- um fengust aðeins um 8% af þeim kröfum sem gerðar voru. -sme Hvrtanesið strandaði Flutningaskipið Hvítanes strand- aði í Hornarfjarðarósi í gærmorgim. Skipið er strandað nærri innsigling- unni og samkvæmt upplýsingum frá útgerðarfyrirtækinu Neskipi er hvorki skip né áhöfn í hættu. Á kvöldflóði í gær var reynt að draga skipið út en án árangurs. í morgun var reynt að draga skipið út á ný. Ekki voru komnar fréttir af hvemig sú tilraun gekk fyrir sig er DV fór í prentun. Skipið var að koma til Hornafjarð- ar til að lesta þar saltfisk. Homa- fjörður er síðasta höfnin sem skipið hefur viðkomu í í þessari ferö. Um 1100 lestir af saltfiski eru um borð í skipinu og er ætlunin að skipið haldi með fiskinn tU Spánar og Portúgal. -sme Skotfæriumalltland Færð um landið er aUs staðar góö, að sögn Sigurðar Haukssonar vega- eftirlitsmanns í morgun. Víða er þó hálka og krapasuU eins og á fjaUveg- um á Snæfelssnesi, Vestfjörðum og Norð-Austurlandi. Sem sagt, skot- færi um allt land fyrir bíla á vetrar- dekkjum. -JGH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.