Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 55 Meiming Bærilegur Beckett Samuel Beckett: Lelkrit, sögur, Ijóö. Svart á hvftu, 1987. Þaö ber við, stöku sinnum, eink- anlega um þetta leyti árs, aö hingað inn í músarholu vors lands slæðast verk svonefndra öndvegishöfunda erlendra, þótt þeir vinni sjaldnast neina fræga sigra í markaðsstríöi jólamánaðarins. Nú um þessi jól halda innreið sína hingað tveir svipmestu höfundar þessarar ald- ar, Brecht og Beckett, báðir í útgáfu sem teljast má nokkuð nýstárleg hér á landi og Engilsaxar mundu auðkenna með orðunum „the portable", og við viljum þýða á ís- lensku meö orðunum „hinn bæri- legi“, hvað sem hver segir. Hér er semsagt um útgáfu að ræða, sem hefur að geyma úrval eða sýnis- hom af því besta sem téður höfundur hefur saman sett, þannig að lesendur geti fengið a.m.k. nasa- sjón af, ef ekki yfirsýn yfir verk höfundarins án þess að hafa pælt í gegnum hans „samlede værker". Leikrit, sögur, Ijóð Það má segja að í þessari bæri- legu Becketts-bók sé þyngra pundið en í hinu létta ljóðakveri Brechts, enda er hér kynnt framlag Beckétts til þriggja megingreina skáldskap- ar sem hann hefur lagt gjörva hönd á, leikrit, sögu, ljóðs. Þetta gerir útgefanda auðvitað erfiðara um vik að veþa svo öllum hki, og vera má að listagyöjurnar þrjár, Þalía, Kleó og Melpómena, fari í hár saman út af valinu, og þykist afskiptar hver fyrir hönd sinnar greinar. Við viljum þó leiða allan meting hjá okkur hér, þótt það leyni sér ekki að hlutur Þalíu eða leikritagerðar- innar sé fyrirferðarmestur og það einkum á kostnað hinnar epísku Ustar Becketts, sem er öllu ókunn- ari hér á landi en leikritin. Auk þess má benda á að leikritalestur gerir meiri kröfur til lesenda en sögulestm-, ekki síst þegar þau eru skrifuð svo mjög fyrir augað og eyraö sem leikrit Becketts, og það er t.d. ekki víst að allir geti gætt leikritið „Alhr þeir er við falU er búið“ því lífi í huganum sem það hlaut í útvarpsflutningi þeirra feðgina, Guðrúnar og Þorsteins Ö. Stephensen. Getuleysi og bið Nú mætti hinsvegar spyrja hvort Beckett sé ekki nokkuð seint á ferð- inni upp hingað, um þrem eða fjórum áratugum eftir að hann og hans líkar, sem kenndir voru við „absurdisma" gerðu sem mestan skurk úti í Evrópu eftirstríösár- anna. Hitta þau lengur í mark þau meginstef Becketts sem tíunduð eru í formála, getuleysi mann- skepnunar og hið hennar eftir einhveiju sem aldrei kemur, nú þegar „nýjasta tækni og vísindi" viröast með hveijum deginum færa okkur lengra í átt til fullkomnara og síendurbættara mannlífs, og við þurfum því ekki, eins og Belaqua garmurinn á HreinsunarfjalU Dantes aö bíöa þess að Paradís komi, heldur virðumst á góðri leiö með að búa sjálf til okkar eigin neysluparadís? Er þá Beckett nokkuð annaö en draugur upp- vakinn frá tímum kalda stríösins, sem að sögn fjölmiðla er nýbúið að binda enda á með einu pennastriki og þaulæfðu brosi á skjám heims- byggðarinnar, bölsýni hans og tómhyggja þá nokkuð annað en fretur í fínu samkvæmi? Af manneskjuvesalingum Svona mætti auðvitað lengi spyija, en það hvað verk þessa skrattakoUar Becketts eru enn áleitin gæti bent til þess að í mann- lífinu ríki þrátt fyrir aUt eins konar status quo ante. Getuleysi mann- skepnunnar - ef til vfil væri nær að nota orðin vanmáttur eða van- geta - nú um þessar mundir felst ekki síst í því, að hún er fjær því en nokkru sinni fyrr að fá neinn botn í tílveru sína í heiminum og Bókmermtir Kristján Árnason geta gefið lífi sínu merkingu og þar með einhverja stefnu. Því er það, að hinar nöturlegu myndir Beck- etts af manneskjuvesalingum, ýmist sjónlausum, heymarlausum eða mállausum, hálfniðurgröfnum í sandi eða með hausinn upp úr öskutunnum, á flótta undan sjálf- um sér með endalausu málæði, hafa þrátt fyrir allt yfir sér þá ann- arlegu fegurð sem er kennimerki sannleikans, en glansmyndin fer á mis við. Auðvitað er engum láandi þótt hann sakni í verkum Becketts þeirra sviptinga og sveiflna, sem eiga sér svo oft stað í mannlegum samskiptum, og menn vfija einnig hafa í rituöu máh. En þótt Beckett leiki ekki á marga strengi, er sá tónn sem hann seiðir fram með orðlist sinni býsna magnaður og nær til okkar gegnum allt glamrið í kringum okkur og fæhr kannski frá okkur doðasvefn vanans drykk- langa stund. List Becketts er í eðh sínu ljóðræn, og það er ekki síst vegna ljóðanna aftast í bókinni sem við seilumst til hennar aftur og aft- ur, þegar fram hða stundir. Ami Ibsen á þökk og heiður skil- inn fyrir framtak sitt, fróðlegan formála og vandaða þýðingu, og Svart á hvítu fyrir útgáfu bókar- innar, sem vonandi verður ekki sú síðasta sinnar tegundar. KÁ Samuel Beckett. 4ÓLADAQSKRÁ UTVARFSiríS RÁS 1 Aðfangadagur jóla kl. 15.40 Síðasti draumur eikitrésins gamla Jólaævintýri eftir H.C. Ander- sen. Steingrímur Thorsteinsson þýddi. María Sigurðardóttir les. Aðfangadagur jóla kl. 19.10 Jólatónleikar Útvarpsins Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. Einleikarar: Þorkell Jóelsson, Lárus Sveinsson, Ásgeir Steingrímsson, Sigurður I. Snorrason og Örn Magnússon. a. Konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta eftir Antonio Vlvaldi b. Klarinettukonsert nr. 4 /' D-dúr eftlr Johann Melchior Molter. c. Konsertfnó nr. 2 í Es-dúr fyrir horn og hljómsvelt eftirAntonlo Rosettl. d. Píanókonserf í D-dúr eftir Franz Joseph Haydn. Aðfangadagur jóla kl. 20.00 Jólavaka Útvarpsins a. Jólasöngvar og kveðjur frá ýmsum löndum. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. b. Friðarjól (hefst kl. 20.55). Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ávarp og jólaljós kveikt. c. „Ó, jesúbarn, þú kemur nú í nótt" (hefst kl. 21.00). Jól í íslenskum skáldskap tutfugustu aldar. Flytjendur: Nína Björn Árnadóftir og Kristján Franklín Magnús. Aðfangadagur jóla kl. 22.20 Jólaþátturinn úr oratoríunni Messíasi eftir Georg Friedrich Hándel. Flytjendur: Margaret Marshall sópran, Catherine Robbin messó- sópran, Charles Brett kontratenór, Anthony Rolfe Johnson tenór, Saul Quirke drengjasópran, Monteverdi- kórinn og Ensku barokkeinleikar- arnir; John Eliot Gardiner stjórnar. RÁS 2 Aðfangadagur jóla kl. 18.00 „Kom blíða tíð" íslenskir kórar og einsöngvarar syngja jólasálma. Aðfangadagur jóla kl. 21.00 Við tvö og jólin Guðrún Birgisdótfir talar m.a. við tvenn ung hjón um jólahald í föðurhúsum og fyrsta aðfangadags- kvöld nýrrar fjölskyldu. RÁS 1 Jóladagur ki 13.30 Maríukirkjan í París Dagskrá um sögu kirkjunnar. Lesið úr skáldverkum sem henni tengjast og leikln tónlist. Sigurður Pálsson tekur saman. Jóladagur kl. 14.30 „Ljómar jata lausnarans" Mótettukór Hallgrímskirkju syngur aðventusálma, mótettur og messu- þœtti frá 16. og 17. öld eftir m.a. Palestrina, Lasso, Sweelinck Hassler, Praetorius og Schútz. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kynnir: Guðný Ragnarsdóttir. (Hljóðritun Ríkisútvarpsins). Jóladagur kl. 16.20 Við jólatréð Sungin barna- og göngulög við jólatréð. Helga Gunnarsdóttir stjórnar. Kór Melaskólans í Reykjavík og Karl Möller og félagar leika með. Jólasveinar og skrýtið fólk fer með gamanmál. Séra Ámi Bergur Sigurbjörnsson ávarpar börnin. Vilborg Dagbjartsdóttir talar um bernskujól sín og segir jólasögu. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Elísabet Brekkan. Jóladagur kl. 20.30 Af fornum kirkjustöðum við Arnarfjörð Finnbogi Hermannsson sœkir heim Álftamýri og Hrafnseyri við leiðsögn Kjartans Ölafssonar. Fyrri þátfur. RÁS 2 Jóladagur kl. 15.00 „Vesalingarnir" Sigurður Skúlason kynnir söngleikinn .Vesalingana' sem gerður er eftir skáldsögu Victors Hugo, ,Les Miseraþles'. Fyrrl þáttur. Síðari þátturinn er á dagskrá nk laugardag kl. 15.00. RÁS 1 Annar í jólum kl. 9.40 Barnaleikrit: „í leit að jólum" eftir Hugrúnu Leikstjóri: Helgi Skúlason. Annar í jólum kl. 10.25 Jól í koti Ásdís Skúladóttir tekur saman dagskrá um minningar og túlkun fjögurra íslenskra skálda á Jólahald- inu. Lesari ásamt henni: Sigurður Karlsson. Annar í jólum kl. 14.50 JólatónleikaiuKammer- sveitar Reykjavíkur í Áskirkju 20. þ.m. Einleikarar: Lárus Sveinsson, Ásgeir Steingrímsson, Rúnar H. Vilbergsson, Laufey Sigurðardóttir og Arnaidur Arnarsson. Leikln verða verk eftir Antonio Vivaldi, Giuseppe Tartlnl, Mauro Giuliani og Francesco Manfredini. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. Annar í jólum kl. 20.30 „Skín í rauðar skotthúfur" Jólaþáttur í umsjá Arndísar Þonvaldsdóttur og Ingu Rósu Þórðardóttur. (Frá Egilsstöðum). RÁS 2 Annar í jólum kl. 17.00 Góðvinafundur - þáttur Jónasar Jónassonar. Meðal gesta eru dr. Sigurþjörn Einarsson biskup, Þorgerður Ingólfs- dóttir, Hamrahlíðarkórínn, Þorkell Sigurbjörnsson og ungir listamenn sem syngja og leika jólagjafir sínar til hlustenda. (Einnig útvarpað nk mánudagskvöld kl. 22.07). GLEÐILEG JÓL riitf RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA IANDS- MANNA ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.