Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 65 Að spilla jólagleðinni Fyrir rúmum tuttugu árum vann ég á Hótel Borg. Ég var þar nemi í framreiðslu og vann á bam- um. Margt frá þessum tíma er mér í fersku minni en það sem hér skal frá greint er mér án nokkurs vafa minnisstæðast. ' Örtröð á barnum Það er aðfangadagur jóla og bar- inn á að vera opinn eins og vant er á virkum dögum, þ.e. frá kl. tólf á hádegi til kl. hálfþijú eftir hádegi. Fyrirfram áleit ég að það væri aðeins formsatriði að mæta og að megnið af vinnudeginum mundi fara í að bíða eftir lokunar- tímanum en ég átti heldur betur eftir að komast að raun um annað. Það varð strax nokkuö aö gera og fljótlega nánast örtröð. Þama komu menn sem voru greinilega að Ijúka jólainnkaupunum og æt- luðu að enda bæjarferðina með því að fá sér smávegis hressingu. Sumir komu til þess að rétta sig af eftir Þorláksmessufylliríið. All- ir, held ég, að haíi komið með þeim ásetningi aö fá sér aðeins smáveg- is hressingu og stansa stutt. Sumir stóðu við þennan ásetning en því lund vanlíðan vegna timbur- manna og sektarkennd yfir þvi að hafa eyðilagt jólahátíðina fyrir ástvinum sínum og sjálfum sér hlýtrn- að vera reynsla sem menn vilja ekki upplifa í annað sinn. Því miður er það svo að þegar frá líöur dofnar minningin og hafi áfengið KjaHarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður „Mér fannst satt að segja meira en lítið undarlegt að menn skyldu nota þennan dag, aðfangadag, til þess að fá sér dug- lega neðan 1 því.“ miður voru þeir fleiri sem ekki gerðu það. Þegar leið að lokunar- tíma voru margir orðnir vel þéttir og nokkrir nánast blindfullir. Mér fannst satt að segja meira en lítið undarlegt að menn skyldu nota þennan dag, aðfangadag, til þess að fá sér duglega neðan í því. Og þótt ég væri vanur að umgangast drukkið fólk hafði það talsvert önnur áhrif á mig þennan dag en aðra daga. Það sem kom þó mestu róti á hugann var þaö sem kom í ljós eftir lokun. Sóttir á jóladag í fatageymslunni voru margir jólapakkar sem skildir höfðu verið eftir þótt starfsfólkið gerði það sem það gat til þess að fá hvem til að taka sitt. Óneitanlega varð manni hugsað til þeirra sára von- brigða sem mörg böm yrðu fyrir þessi jólin vegna þessarar barferð- ar. Það leyndi sér ekki aö margir af pökkunum innihéldu leikfóng og annaö sem bömum var ætlað. Margir pakkar vora sóttir á jóla- dag, nokkrir seinna en sumir aldrei. Þegar ég sá einn þeirra, sem höfðu gleymt pakka í Suður- gangi, koma niðurlútan og greini- lega eftir nokkurt sálarstríð til þess að leita aö pakkanum sínum varð mér Ijóst að þetta olli ekki aðeins bömunum hugarangri. Aðrir fjölskyldumeðlimir, og ef til vill ekki síst sá sem hafði notað aðfangadaginn í fyllirí, fengu sinn skerf. Það má gera sér að í hugar- náð nógu sterkum tökum á við- komandi stoða góð áform um að svona nokkuö skuli aldrei henda harla lítið. Mannlegi þátturinn Sjálfsagt vitum viö flest um ein- hverja sem eiga í erfiðleikum, bæði fjárhagslegum og af öðrum toga. Þegar leitað er til fólks um aðstoð við að gera lífið léttara þeim sem um sárt eiga að binda bregðast flestir vel við en því mið- ur næst aldrei fullkominn árang- ur. Sjúkdómar og ofneysla áfengis fara ekki í manngreinarálit og margir eiga viö vanda aö stríða sem ekki verður leystur með pen- ingum eða gjöfum. Andleg upp- örvun og þægilegt viðmót geta áreiðanlega oft hjálpað yfir erflða hjalla og oft hef ég það á tilfinning- unni, án þess að ég viti hvort rétt er, að þegar verið er að aðstoða fólk með t.d. peninga- og fatagjöf- um vanti kannski stundum eitt- hvað á mannlega þáttinn. Væri ekki ráö að við, þessi sem eigum ekki við áfengisvandamál, vanheilsu né verulegan fjárhags- vanda að stríða, lofum sjálfum okkur því aö gera betur hér eftir en hingaö til í því aö aðstoöa þá sem ekki eru jafnheppnir og við. Og ekki bara með þvi að taka upp veskið. Gleðileg jól. Guðmundur Axelsson Athygli er aðalsmerki góðs vegfaranda. Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur kl. 9-23 kl. 9-15 LOKAÐ 2. í jólum Gamlársdagur Nýársdagur kl. 10-1- kl. 9-1E LOKAt ®««s Gróðurhúsinu við Sigtun, sim Eigum mikiö úrval af krossum, kronsum og 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.