Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. íþróttir Sænska landsliðið, tennis sigraði á dögunum í Davis Cup keppninni en sænska liðið sigraði lið Indlands í úrslitum. Á myndinni hér að ofan sést Mats Wilander i háloftunum er félagar hans ■ í sænska liðinu „tolleruðu" hann eftir sigurinn. Símamynd/Reuter Evans setti heimsmet - Mjög góður árangur á bandaríska meistaramótinu í sundi Opna bandaríska meistaramótið í sundi fór fram nýverið í Orlando. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum enda var saman komið á mót þetta margt af fremsta sundfólki í heiminum. Eitt heimsmet leit dags- ins ljós á mótinu. Það setti Janet Evans, Bandaríkjunum, í 400 metra skriðsundi. Hún synti vegalengdina á 4:05,45 mín. • Árangur í einstöku greinum varð þessi en keppt var í 50 metra laug: Krisztina Egerszegi, Ungverja- landi, sigraði í 200 metra baksundi kvenna á tímanum 2:11,86. í 50 metra skriðsundi kvenna sigraði Tamara Costache, Rúmeníu, á 25,68 sekúnd- um. í 100 metra bringusundi kvenna sigraði Tracey McFarlane, Kanada, á tímanum 1:11,19. í 200 metra fjór- sundi kvenna sigraði Michelle Griglione, USA, á tímanum 2:16,19. • í 400 metra skriðsundi karla sigraði Matt Cetlinski, USA, á tíman- um 3:49,95 en annar var Anders Holmertz,. Svíþjóð, á 3:50,03. í 100 metra bringusundi karla sigraði Ric- hard Schroeder, USA, 1:02,66. í 200 metra baksundi karla sigraði Dan Veatch, USA, á 2:02,22. Þess má geta að Norðurlandamet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar er 2:02,79 og hefði sá tími nægt honum í annað sætið á þessu sterka móti. í 200 metra fjór- sundi karla sigraði David Wharton, USA, á 2:02,52 og í 50 metra skrið- sundi karla sigraði Tom Williams, USA, á 22,73 sekúndum. JKS Tékkamir sigruðu Tékkneska landsliðið í knattspyrnu sigraði á alþjóð- legu knattspyrnumóti sem lauk í Kuala Lumpur um helgina. Tékkar sigruðu Suð- ur-Kóreu í úrslitaleik á mótinu með þremur mörkum gegn tveimur. Þetta var í 31. skipti sem mót þetta er hald- ið. • Fyrstu verðlaun á mót-, inu sem féllu Tékkum í skaut numu um 1,5 milljónum ís- lenskra króna. Bæði hðin er farin að undirbúa sig fyrir ólympíuleikana. Mikil pressa var á S-Kóreumönnum undir lok leiksins og skall þá oft hurð nærri hælum upp við tékkneska markið. JKS Þriðja stiga- mót BSÍ Stigamót Billiardsambands íslands, það þriðja í röðinni, fer fram um næstu helgi og hefst laugardaginn 26. des- ember. Leikið verður á Billiard- stofu Hafnarfjarðar og má búast við miklum íjölda kepp- enda og skemmtilegri og tvísýnni keppni því reiknað er með því að allir bestu bill- iardleikarar landsins verði á meðal keppenda. • lan Rush misnotar dauðafæri í leik Juveptus gegn Sampdoria sem lykt- aði með jafntefli, 1-1. Símamynd/Reuter Napoli er efst og taplaust - í ftölsku knattspymunni Napoli heldur sigurgöngu sinni áfrám í 1. deild ítölsku knattspym- unnar. Á sunnudag sigraði liðið Verona, 4-1, á heimavelli. Milan, sem verið hefur í öðru sæti í mestallan vetur, sigraði nágranna sína, Inter Milan, 0-1, á útivelli. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi: Ascoli-Fiorentina............3-0 Como-Torino..................0-0 Empoli-Cesena................2-2 Juventus-Sampdoria...........1-1 Pisa-Avellino................0-0 Roma-Pescara............. .5-1 • Að loknum 12 umferðum er Na- poli efst með 21 stig og hefur ekki tapað leik til þessa í deildinni. í öðru sæti er Milan með 18 stig og Samp- doria er í þriðja sæti með 17 stig. JKS Mót í ólympískum lyftingum Sunnudaginn 27. desember klukk- an fimm fer fram í íþróttahúsi Vörðuskóla Reykjavíkurmeistara- mót í ólympiskum lyftingum, snörun og jafnhöttun. Meðal keppenda á mótinu verður Guðmundur Helga- son, KR, sem kominn er til landsins frá námi í Bandaríkjunum gagngert til að reyna við lágmörk fyrir OL í Seoul á næsta ári. Líklegt er því aö íslandsmet falli á mótinu. Frétta- stúfar Arnór áritar bók sína í dagí Pennanum • Arnór Guðjohnsen, at- vinnumaður í knattspymu hjá belgíska stórliðinu Anderlecht, er kominn til landsins í jólafrí. Sem kunnugt er hefur verið gefin út bók um kappann og í dag á milli klukkan eitt og þrjú mun Amór verða í Pennanum við Hallarmúla og árita bókina. Þar verður einnig sýnt mynd- band af mörgum glæsilegustu mörkum atvinnumannsins. íslandsmet í sundi á unglingamóti KR • Nokkur íslandsmet vom sett á unghngamóti KR í sundi sem fram fór á dögunum í Sundhöll Reykjavíkur. Gunnar Ársælsson, ÍA, setti drengjamet í 50 metra flug- sundi, 29,2 sek., og 100 metra flugsundi sem hann synti á 1.03,2 mín. Félagi hans í ÍA, ÁrsæU Þór Bjamason setti drengjamet í 50 metra bak- sundi, 30,5 sek., og 50 metra skriðsundi sem hann synti á 26,0 sek. Þá setti phtasvéit ÍA íslandsmet í 4x50 metra bringu- sundi og fékk tímann 2.20,8 mín. Hlynur Auðunsson, UMSB, setti sveinamet í 50 metra skrið- sundi, 29,6 sek., og 100 metra skriðsundi sem hann synti á 1.4,10 mín. Auk ofangreindra meta setti sveit KR fjögur boð- sundsmet í hnátuflokki. Hannes Guðmundson endurkjörinn formaður • Hannes Guðmundsspn var endurkosinn formaður Golf- klúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór á dög- unum. Með honum í stjórn era Garöar Eyland, varaformaður, Guðmundur Bjarnason, ritari, Rósmundur Jónsson, gjaldkeri, Eyjólfur Jónsson, meðstjóm- andi, Ólafur Jónsson, meö- stjórnandi og Geir Svansson, meðstjórnandi. í varastjórn hlutu kosningu þau Jóhanna Ingólfsdóttir, Bjarni Ragnars- son og Hahgrímur Ragnarsson. Björgúlfur Lúðvíksson verður áfram framkvæmdastjóri klúbbsins. Landsliðiðtil Lúxemborg- ar á annan í jólum • A-landshð kvenna í körfu- knattleik fer í æfmgaferð til Lúxemborgar 26. desember. Leiknir verða þrír leikir, tveir gegn landshði Lúxemborgar og einn gegn sterku félagshði. Ferð þessi er hður í undirbúningi fyrir mót smáþjóða sem fram fer í Lúxemborg 1989. Eftirtald- ar stúlkur keppa fyrir íslands hönd: Anna María Sveinsdóttir, ÍBK, Anna Björg Bjamadóttir, ÍS, Marta Guðmundsdóttir, Svanhildur Káradóttir, UMFG, Auður Rafnsdóttir, ÍBK, Helga Friðriksdóttir, ÍS, Þórann Magnúsdóttir, UMFN, Þóra Gunnarsdóttir, ÍR, Herdís Gunnarsdóttir, Haukum, 'og Sólveig Pálsdóttir, Haukum. Þjálfari liðsins er Sigurður Hjörleifsson. Ungverjar keppa i Seoul • Ungverjar hafa ákveðið aö taka þátt í næstu ólympíuleik- um sem fara sem kunnugt er fram í Suður-Kóreu í september á næsta ári. Suður-Kóreumenn voru sigurvissir • Einn af forráðamönnum suður-kóreska landshðsins í handknattleik, sem dvahð hef- ur hér á landi síðustu daga, lét hafa eftir sér fyrir leikina gegn íslandi að sínir menn myndu vinna auðvelda sigra. Hver ástæðan er fyrir þessum um- mælum veit hklega enginn. Þeir skaeygðu voru betri - Hnrfjöfn niðurstaða úr landsleikjunum tveimur gegn Suður-Kóreu. Fimm marka tap í gærkvöldi, 28-33 Lið íslands og Suður-Kóreu skhdu hnííjöfn úr landsleikjunum tveimur í handknattleik. Suður-Kóreumenn sigruðu í gærkvöldi með fimm marka mun eins og íslenska hðið í fyrri leik þjóðanna. Lokatölur í gærkvöldi 28-33 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13-16, Kóreu í vil. íslenska liöinu tókst sem sagt ekki ennþá að sýna tvo góða leiki í röö og þetta eilífa vandamál er enn til staðar. Kóreumenn fóru oft á kostum í Hölhnni í gærkvöldi og mörg marka þeirra vora sérlega glæsileg. Sigur þeirra skáeygðu var mjög öruggur og sanngjam og íslenska liðið náði aldrei yfirhöndinni í leiknum. Mestur munur í fyrri hálfleik var sjö mörk og um tím, þegar staðan var 5-12 var mönnum ekki farið að lítast á blik- una. Okkar menn réttu þó úr kútnum og í leikhléi munaði þremur mörkum, 13-16. • í upphafi síðari hálfleiks virtist íslenska liðið vera að taka við sér, Siog- urður Gunnarssc.n skoraði 14. mark íslands og Guðmmdur Hrafnkelsson varði vítakast. En leikm: íslenska liðs- ins hrökk ekki saman og Kóreumenn náðu aftur öraggu forskoti sem engin leið var að minnka. Fyrst og fremst hörmulegur varnarleikur Aðalástæðan fyrir þessu slæma tapi var sú að íslenska hðið lék ekki vöm í gærkvöldi. Leikmenn virtist skorta einbeitingu og kraft og ef til vih spila gífurlega erfiðar æfingar að undanf- örnu hér inn í. Leikmenn íslenska hðsins, og þá eru þeir sterkustií ekki undanskildir, gerðu mikið af slæmum mistökum. Málið að vinna réttu leikina Það er engin ástæða til að leggjat í þunglyndi þótt leikurinn í gærkvöldi hafi tapast. Nú er stefnt að toppárangri' á stórmótinu í Svíþjóð í janúar og við það mót hefur undirbúningur lands- hðsins undanfarnar vikur miðast. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að sigra Kóreumennina í báðum leikjun- um en meðan að á erfíðu æfmgatíma- bih stendur má búast við alls kyns úrshtum. Réttindalaus dómari Norskir-dómarar dæmdu leikinn í gærkvöldi og voru skrautlegir svo ekki sé meira sagt. Og annar þeirra haföi ekki réttindi til að dæma landsleiki. Flest öll vafaatriði vora dæmd Kóreu- mönnum í hag og raunar kom það ekki svo mikið á óvart þar sem Norðmenn áttu í hlut. Þeir hafa alltaf litið okkur hornauga og öfundin vegna glæsilegrar frammistöðu okkar manna á meðan norska landshðið hefur ekkert getað aUtaf skinið í gegnum allar þeirra gerð- ir á íþróttasviðinu, hvort sem átt er við ,Ég er mjög ánægður, bæöi meö minn hlut og einnig leik kóreska liðsins i heild sinni,“ sagði Joe-Won Kang, ein skærasta stjarnan í handknattleUcs- heiminum í dag. „í gær töpuöum við fyrir íslandi en í kvöld réttum við okkar hlut. Þjóðirn- ar standa nú jafnar eftir leikina tvo, bæði hvað varðar sigrana og mörkin." - Hvað finnst þér um íslenska liðið? „Það er óneitanlega sterkt og miklu betra nú en þegar það lék heima í Kóreu fyrr á þessu ári. íslensku leik- mennimir eru bæði fljótari núna og sneggri í öUu því sem þeir taka sér fyr- ir hendur. - Nú er hver leikur ykkar liður í dómara eða niðurröðun leikja í þeirra heimalandi. Þó veröur tapið í gær- kvöldi ekki rakið eingöngu til dómar- anna og vissulega hafði hundléleg dómgæsla þeirra ekki úrslitaáhrif. ís- lensku leikmennirnir gerðu því miður enn fleiri mistök en þeir norsku. undirbúningi fyrir ólympíuleikana á næsta ári. Hverja telurðu möguleika ykkar í þeirri keppni? „Gull... Ég er sannfærður um að S- Kórea vinnur gull á ólympíuleikunum. Sigurður Gunnarsson: „Leikurinn einkenndist öðru fremur af mistökum af okkur hálfu. Vörnin var mjög léleg í þessum leik enda áttum viö í vandræðum með þá. Þetta var bara slæmur dagur hjá íslenska Uðinu, einn af þeim sem fylgir oft í kjölfar góðra leikja. í sjálfu sér er engin ein- hlít skýring á þessum ósigri. Við áttum bara allir slæman dag hvað sem veldur. -JÖG Valdimar og Guðmundur bestir í íslenska liðinu bar mest á Valdimar Grímssyni sem skoraði 8 falleg mörk og hefur vart leikið betri landsleik. Einnig varði Guðmundur Hrafnkels- son vel í síðari hálfleik eða 9 skot, þar af eitt víti. Einar Þorvarðarson varði markið í fyrri hálfleik og varði þá 7 skot og eitt víti. Þá átti Sigurður Gunn- arsson þokkalegan leik en aðrir brugðust. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8, Sigurður Gunnarsson 5, Þorgils Óttar 4, Kristján Arason 4/1, Jakob Sigurðs- son 2, Karl Þráinsson 1, Ath Hilmars- son 1, Geir Sveinsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1 og Júlíus Jónasson 1. • Hjá Kóreumönnum var Kang markahæstur með 10 mörk, Li fyrirhði skoraði 8 og Kim 6 en aðrir minna. • Einn maður úr hvoru hði var rek- inn út af í tvær mínútur. -SK íþróttamaður ársins 1987 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Nafn: §ími: Heimilisfang:_ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. „Við vinnum gullverðlaun á ólympíuleikunum í SeouF - sagði Joe-Won Kang, skærasta sljama S-Kóreu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.