Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 27 Nýjar plötur iólastund - Hinir & þessir Innum annað útum hitt heyrum daglega, nema aö í textum þessara laga er á einhvem hátt fjall- að um jólin. Fæst af þessu efni hefur veriö til að hrópa húrra fyrir og svo er ekki heldur á þeirri plötu sem hér er til umfjöllunar. Þó ber að hrósa mönn- um fyrir það að hér em eingöngu innlend lög á ferðinni og standa þar tvö uppúr að mínu mati; það er lag Eyjólfs Kristjánssonar, Jólagleði, og lag Gísla Helgasonar, Þessi blessuðu jól. Lag Sniglabandsins er sömuleiðis ágætt, eihtið öðruvísi en hin lögin, meira í rokkættina á meðan lunginn af lögunum á plötunni er í ballöðu- stílnum. Lag Sverris Stormskers og Bítl- anna er nokkuð sér á báti í bókstaf- legri merkingu og verður Sverrir ekki sakaður um að fara troðnar slóðir í jólalögum frekar en öðrum lagasmíðum. Jólaplötur eins og þessi eiga vafa- laust fullan rétt á sér en á þeim er sá stóri galli að líftími þeirra er ör- stuttur og gildir þá einu hvort á þeim eru gullfalleg lög; þau era dæmd til að gleymast á örfáum vikum. -SþS- Poppaðar jólaplötur hafa rutt sér mjög til rúms hérlendis á síðustu árum. Á þessum plötum hefur safn innlendra hstmanna sungið innlend og erlend lög sem að mörgu leyti eru ekkert frábmgðin því poppi sem við Stuðkompaniið á eitt lag á Jólastund. Flass - Flass Á röngum tíma íslensk popptónhst á ensku hefur ekki riðið feitum hesti frá plötu- markaðinum hérlendis á síðustu árum. Engu að síður streitast menn við og nýjasta dæmið er hljómsveitin Flass sem ku vera Einar nokkur Oddsson að mestu leyti. Hann hefur ekki látið í sér heyra opinberlega áður og gerir það nú á Strax - Face The Facts vitlausum tíma að mínu mati, á há- flæði íslenskrar plötuútgáfu. Tónlist Einars er nefnhega mjög frambæri- leg en á ekki minnstu smugu á framgangi í öhum þeim plötu- og lagahasar sem geisað hefur í haust og vetur. Vissulega vantar meiri persónuleg- an blæ á lög Einars en hann hefur sans fyrir góðum laglínum og með því ágætisfólki, sem hann hefur hér fengið th hðs við sig, er útkoman býsna góð. Spurningin er hvort ekki hefði enn betur til tekist ef textar væru á íslensku. Meiri athygh hefði platan fengið í það minnsta. -SþS- Utflutningsafurð Eins og flestum er kunnugt er Strax hluti að Stuðmannafabrikkunni, er útflutningsdehd þeirra. Strax var stofnuð kringum hina margfrægu Kínafór sem landslýður fær að kynn- ast í máh og myndum í ríkissjón- varpinu á gamlárskvöld. Nokkrar breytingar hafa orðið á Strax, aha vega þessa stundina, því að á Face The Facts, nýútkominni plötu Strax, em aðeins fjórir af sjö Stuðmönnum mættir th leiks, Ragn- hhdur Gísladóttir, Jakob Magnús- son, Valgeir Guðjónsson (eingöngu sem lagahöfundur) og Þórður Áma- son. Þetta gerir það að verkum að heild- aryfirbragð Face The Facts er tals- vert frábragðið því sem maður átti von á. Strax verður því meira og minna að dæmast sem samstarf Ragnhildar og Jakobs. Ragnhhdur er framhliðin, örugg að vanda, röddin aldrei verið betri, og þótt móðurmálið sé manni kærast er ekki hægt að neita því að enskan er henni töm í munni og hindrunar- laust rennir hún sér í gegnum texta laganna, sem hefðu mátt vera betri en þjóna sínum thgangi. Jakob er útseljari og hljóðfæraleik- ari, fær smáaðstoð hjá Þórði Áma- syni, Jóhanni Ásmundssyni og Kristni Svavarssyni. Fáir hérlendis þekkja möguieika hljóðgervla jafnvel og Jakob og það nýtir hann sér þó hvergi séu öfgar. Lögin eru eftir Jakob, Valgeir og Jóhann Helgason, í heild virkilega góðar melódiur, grípandi og auð- lærðar. Ekkert laganna sker sig úr, hehdin jöfn og þótt titihagið, Face The Facts, sé það lag sem hefur heyrst mest á öldum ljósvakans og kannski það lag sem áhersla hefur verið lögð á að kynna plötuna með þá em önnur lög jafngóð, lög sem geta tekið við kynningarhlutverki ef mistekst að koma Face The Facts á framfæri. Face The Facts er fyrst og fremst beint á erlendan markað, enda gefln út að hluta th með erlendu fjár- magni. Allir gera sér grein fyrir hversu erfitt er að koma á framfæri óþekktri hljómsveit þar sem sam- keppnin er hörðust, en með smá- heppni og réttum áróðri á Strax möguleika, tónhstin er alla vega yfir meðahagi. HK. Bleiku bastamir - B.B. Sálmurinn um blómið Miðaldra kona ræskir sig: „Heyrðu fröken, ekki vænti ég að þið eigið barnabókina Bleiku bastarnir? Ég var að hugsa um að gefa dóttursyni mínum hana í jólagjöf." Stúlkan bak við búðarborðið sendir frúnni nötur- legt augnaráð þeirra sem hafa öragglega verið of lengi í sama starfi og segir hryssingslega: „Þetta er sko engin bamabók. Þetta er ný tegund af uppþvottahönskum. Og við versl- um aldehis ekki með svoleiðis." Hvernig er hka hægt að ætlast th þess að búöarfólk viti alla skapaða hluti? Nú, eða ömmur sem hlýða nöldri bamabarnanna eftir því sem ehhaunin leyfa? Bleiku bastarnir eru engin venjuleg neysluvara. Þeir eru miklu fremur afleiðing neysluþjóð- félagsins. Phtar þessir gefa dauðann og djöfulinn í endalausa hringrás daglega lífsins og hlaupa þess í stað beint út í buskann. Bastarnir eru sem sagt hljómsveit; söngur, gítar, bassi, trommur og einn gítar th. Þeir rökkuðu sig saman í hóp í sumar sem leið. Sjálfir segjast þeir spha blönduna, rokk/rokka- bihí/blús, og sú skilgreining má standa mín vegna. Víst er að þeir hafa þefað uppi plötur með Hendrix, Mayah, Cream, jafnvel Clapton, og snúið þeim pælingum upp á samtíð- ina. Útkoman er eins konar stórborg- arbömmer, grár hversdagsleikinn uppmálaður. Alveg eins gott að detta í það eins og að gera ekki neitt. Þetta gefur Böstunum sérstöðu. Þeir gera eins og þeim sýnist. Skítt með Rick Astley. Blúsrokkið blívur. Platan þeirra endurspeglar vel það sem ég hef séð th þeirra í haust. Krafturinn brýst fram líkt og skrúfaö sé frá gar ð- slöngu. Orkugjafinn er niðurníddur aldingarður borgarinnar. Sex lög rúmast á þessari tólf tommu, sem skipta má í gæðaflokka eins og dilkakjöti. Sveittur í striga- skóm fær fyrsta flokks stimph, blóðug, „djúsí“ steik, sem svíkur ekki. Annað lendir ýmist í þessum eða öðram flokki, utan lagið Þú veist sem er súpukjöt í meðallagi. Þessar afurðir bragðast þó snöggtum betur en svipaðar vörar á markaðnum í ár. Líklega er það matreiðslunni aö þakka. Svei mér ef týnda kynslóðin er ekki loksins komin í leitirnar. Bastarnir eru töff og hafa sagt meðalmennsk- unni stríð á hendur. Ef þig langar að vökva visnað lífsblómiö í eyði- mörk borgarinnar stökktu þá í þessa hnd. Bleiku bastarnir eru engin hih- ing heldur ískaldur veruleikinn sem vekur menn th lífsins. Best gæti ég trúað að þeir yrðu á óskahstum vel- flestra dóttursona að ári. Þorsteinn J.Vilhjálmsson Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa Is- lendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1988-89. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.720 d. kr. á mánuði. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. janúar nk., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 18. desember 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.