Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 9 SAS endumýjar flugflotann Gizur Helgason, DV, Liibeck; SAS ætlar sér nu að endurnýja stóran hluta af flugflota sínum. Þessi ákvörðun hefur legið lengi á borðum SAS-flugstjóranna en á meðan samn- ingamir við British Caledonian stóðu yflr var ekkert hreyft við mál- inu. „Nú eru þær umleitanir úr sögunni því British Airways hefur boðið SAS-menn út úr myndinni og nú vilj- um við taka okkar eigin ákvaröanir út frá þeirri aðstöðu sem við erum í og betrumbæta okkar flugumferðar- kerfi,“ s^agöi aðalforstjórinn, Jan Carlzon, í viðtali í gær. SAS-menn hafa lengi gælt við þá hugmynd að kaupa þriggja hreyfla vélar af gerðinni MDll en margt bendir nú til að þeir komi annað hvort fleiri DClO vélar eða nýjar tveggja hreyfla Boeing 767 sem einn- ig eru bandarískar. Flugmenn SAS hafa verið smeykir við að fljúga á tveggja hreyfla vélum yfir Atlantshafið en eftir viðræður við yfirmenn sína þá virðist þessi ótti úr sögunni. SAS mun sennilega haga áætlunarfluginu þannig að næsti flugvöllur verði aldrei lengra í burtu en samsvarar sextíu mínútna flugi og þar með er öryggið í lagi, segja flugmenn. Enda þótt SAS sé nú að velja sér nýjar vélar þá halda þeir áfram að leita að samstarfsaöila í Evrópu. Jan Carlzon segir að þeir séu enn með samband við belgíska flugfélagið Sa- bena og meöan samningsumleitan- imar fóra fram við British Caledonian fóru einnig fram umleit- anir við önnur flugfélög. Á næstunni munu þær athuganir verða settar undir smásjá. Jan Carlzon þvertekur fyrir þaö að samvinna við önnur flugfélög á Norðurlöndum geti komið til greina. SAS verður að líta í suður, segir hann. Fimm ára drengur fannst lifandi Björgun flmm ára gamals drengs eftir ferjuslysið á Filippseyjum þykir ganga kraftaverki næst og þykir full- víst að hann sé sá síðasti sem finnst á lífi. Fiskimenn fundu drenginn 'á reki á braki úr flakinu síðla dags í gær og var hann þungt haldinn. Það er jafnvel meiri reiði en sorg sem fyllir hugi Filippseyinga nú vegna ferjuslyssins þar sem rúmlega tvö þúsund manns hurfu í hyldýpið á sunnudagskvöld. Fjölmiðlar gera grein fyrir spillingunni sem ríkir í sambandi við mannflutninga á haf- inu og í leiðurum er stjórnin gagn- rýnd fyrir aðgerðarleysi. ■ Aö sögn skipafélags feijunnar voru fimmtán hundruð farþegar um borð en að sögn þeirra sem komust af, þeir voru reyndar ekki fleiri en tutt- ugu og sex, er ekki ólíklegt að farþegarnir hafl verið yfir tvö þús- und. Algengt er að skipafélög múti hafn- aryfirvöldum til þess að skipin geti flutt fleiri farþega en leyfilegt er. Hermt er að hafnaryfirvöld fái einn dollara fyrir hvern umframfarþega. Heimilt er að selja far með skipunum án þess að afhenda farþegum miða. Sumir ijölmiðlar leiða getum að því að farþegamir geti hafa verið allt að flögur þúsund þar sem þeim sé pakk- að eins og síld í tunnu. Skipafélagið kvað fyrri fréttir um að þrjú þúsund hefðu verið um borð mjög ýktar. Grátandi ættingjar við sjúkrabeð eins þeirra sem komst lífs af úr ferjuslys- inu við Filippseyjar á sunnudagskvöld. Simamynd Reuter Útlönd Shitar í Líbanon með Khomeiniskreyttar skólabækur. íranir reyna með fjár- framlögum að komast til áhrifa meðal shita í Líbanon. Simamynd Reuter Seilast til áhrifa með íranir hafa dælt fé til Líbanons til þess að reyna að komast til áhrifa við Miðjarðarhafsstrendur og hóp- göngur stuðningsmanna Khomeinis og Hizbollah samtakanna um stræti suðurhluta Beirútborgar bendir til að þeim sé að verða ágengt. . íranir hafa haft aðstöðu í Beka dalnum frá 1982 fyrir fimm hundruð byltingarverði. Á þessu ári hófu íranir að styðja þúsundir fjölskyldur shíta í Beirút eftir að hafa áður aðeins aðstpðað Hizbollah, skæruliða andvíga ísra- elsmönnum og ættingja „píslar- votta" sem beðið hafa bana við aðgerðir sínar. Aðstoö írana nemur nú um flmm milljónum dollara á mánuði til Líb- anonbúa. Jafnvel þó svo að andstaöa komi upp gegn nærveru byltingarvarða írans í Líbanon þykir fullvíst að þeir komi til með að leggjast gegn áhrif- um þar vegna alls þess fjár sem þeir hafa látið af hendi rakna til al- mennra borgara og stofnana í þeirra þágu. Hótarað sökkva úUendum kafbáhim GuraUaugur A. lónason, DV, Lundi: „Við höfum gefið hernum fyrir- skipun um að stöðva útlendu kafbátana í sænskri landhelgi meðöllum tiltækum ráöum, ann- aðhvort að þvinga þá upp á yfirborðið eöa sökkva þeim, jafn- vel þótt það kosti blóðbað.“ iMdrei áður hefur sænskur for- sætisráðherra lýst því yfir með svo ákveðnum hætti að Svíar þoli ekki útlenda kafbáta í land- helgi sinni. Um helgina raargít- rekaði Ingvar Carlsson, grimmur á svip, þessa hótun sína. En stjórnarandstaðan lætur sér fátt uin finnast. „Ingvar Carlsson er að tala til sænskra kjósenda en ekki til þeirra útlendinga sem halda sig í sænska skeijagarðin- um í kafbátum. Carlsson hefur tapað miklu fylgi að undanfórnu vegna gagnrýninnar á hendur ríkisstjórninni fyrir slappleika í öryggismálum. Hann er að reyna að bæta úr því en hótun hans er ekki trúverðug meðan herinn fær ekki mehi fjárveitingar," sagði einn af talsmönnum íhalds- flokksins. Fréttir um að sést hafi til út- lendra kafbáta í sænskri land- helgi halda áfram að berast með jöfnu millibili. Glás af vörum með 10-30% kynningarafslætti Skótöng 500,- Barnapassarar og kalltæki frá kr. 1.200,- Casio reiknivelar og hljómborð CASIO SONY HOME COMPUTER RHhLdtrr. £ Leiktolva i kr. 8.500,- immmm . Mixerar frá kr. 3.050,- = fer-í-í HIBCIBMr BBBBB Hljómborð frá kr. 1.790,- Reiknivélar frá kr. 550,- Batterírakvélar frá kr. 550, Símar frá kr. 1.800,- Skáktölvur frá kr. 3.000,- Styripinni og leikir fylgja Hátalarar frá kr. 400,- Styri- pinnar frá 550,- _ Tinsuga kr. 300, Hleðslutæki fyrir Hljoðnemar frá kr. 470,- Lóðboltar kr. 330,- Bílahátalarar frá kr. 1.000,- Headphone frá kr. 290,- Heyrnartappar frá kr. 200,- Kassettur kr. 75,- Bilaloftnet kr. 650,- Spennubreytir í bíla kr. 300,- Nálar í plötuspilara frá kr. 140,- Hleðslubatterí frá kr. 200,- Gjallhorn kr. 10.000,- Kassettustatíf frá kr. 380,- Kaplar, tengi, smáliðar, verkfæri, díóður, sjálfvör. Mælar frá kr. 900,- ALTMULIGT Laugavegi 134 Hinum megin viö Hlemm S. 624050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.