Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Neytendur Smákökur er hægt að geyma lengi ef þær eru geymdar í vel luktum dósum. Þarna má sjá nokkrar af þeim kökum sem uppskriftir eru að hérna á síðunni og ýmsar fleiri Smákökur á síðustu stundu Það er aldrei of seint að bæta við sig nokkrum kökum, einhverjir eru kannski búnir með þaö sem þeir bökuðu í góðum tíma fyrir jól. Við rákumst á nokkrar spennandi - uppskriftir í bókakosti Neytenda- síðunnar. Haframjöl og súkkulaði Haframjöl er einkar gott í alls konar kökur. Hérna eru haframjöl- skökur með súkkulaðibitum. 100 g smjör 100 g sykur 1 þeytt egg 'A tsk. vanilla 75 g hveiti salt á hnífsoddi 40 g haframjöl 100 g súkkulaði Hrærið smjör og sykur mjög vel. Bætið eggi og vanillu út í og síðan hveitinu, salti og haframjöli. Síðast er súkkulaðibitunum hrært saman við. Deigið er síöan látið með teskeið á mjög vel smurða plötu. Bakað í 12-15 mínútur í 180°C heitum ofríi. Látið kökurnar kólna rétt aðeins áður en þær eru teknar af plöt- unni. Úr þessum skammti eiga að fást um 36 kökur. Brúnar kökur Brúnar kökur tilheyra jólunum. Hérna er uppskrift sem hljómar vel. 100 g smjör 100 g sykur 50 g ljóst sýróp 25 g afhýddar, saxaðar möndlur 25 g sultaður appelsínubörkur éða súkkat, smátt skorið 200 g hveiti /i tsk. negull 1 tsk. kanill % tsk. engifer Smjör, sykur og sýróp er látið í pott og hitað þar til smjörið og syk- urinn hefur bráðnað. Takið þá pottinn af hitanum og bætið út í smátt söxuðum möndlum og ávaxtaberkinum. Látið kólna svo- litla stund, sigtið þá hveitið út í og hnoðið deigið saman (það verður að vera nægilega kalt til þess aö hægt sé að koma við það). Búiö til aflangar pylsur úr deiginu, kæhð þær og skerið síðan kökumar í þunnar sneiðar. Bakið á smurðri plötu í 200° C heitum ofni í ca 10 mín. Úr þessum skammti verða um 36 kökur en þaö fer auðvitað dáhtið eftir því hve kökumar eru stórar. Miklu skemmtilegra er að hafa smákökurnar Utlar en það er auð- vitað meiri vinna við baksturinn. Döðlu- og valhnetukökur 100 g plöntufeiti eða svínafeiti 1 egg 100 g sykur 200 g steinlausar, smátt brytjað- ar döðlur 50 g saxaðar valhnetur 100 g hveiti salt á hnífsoddi flórsykur Þessar kökur era bakaðar í grunnu formi (18 cm í þvermál) og skomar í bita. Fljótlegt og hentugt ef fólk er á síðustu stundu. Svona geta vanillukökurnar litið út, bæði hringlaga, ílangar og S- laga, með og án súkkulaðiábótar. Bræðið feitina og látið hana kólna nokkurn veginn. Hrærið saman egg og sykur þangað til það er létt, bætið þá feitinni út í ásamt döðlum og valhnetúm. Sigtið þá hveiti og salt út í og blandið öUu vel saman. Látið þá deigið í vel smurt formið og jafnið það vel út. Bakist í ca 40 mín. í meðalheitum ofni eða 180°C heitum . Látið kólna í forminu um 10 mín. áður en skornar era út litl- ar ferkantaðar kökur. Þegar þær eru orðnar kaldar er flórsykri sáldrað á þær eða kökunum velt upp úr flórsykri. Úr þessu verða um 20 stykki. Döðlulengjur Döðlur eru einkar góðar í aUan bakstur, bæði í tertur og smákök- ur, auk þess sem döðlur henta vel í heimatilbúið jólasælgæti. Hérna er uppskrift að döðlulengjum. Þær eru bakaðar í 18 cm, grunnu formi eins og kökurnar hér á undan. FylUng: 200 g steinlausar, saxaðar döðl- ur 2 msk. vatn 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hunang örUtiU kaniU Deigið: 100 g heilhveiti 150 g haframjöl 200 g smjör Sjóðið döðlumar í vatninu (bætið meira vatni í pottinn ef með þarí) þar til þær era mjúkar. KæUð. Hrærið þá sítrónusafanum og kan- Unum saman við. Blandið saman heUhveiti, haframjöh og hveiti. Smyrjið grannt 18 cm form og skip- tið deiginu í tvennt. Látið annan helminginn í formið, breiöið fyU- inguna yfir og látið síðan afganginn af deiginu yfir. Bakist í meðalheit- um ofni (180°C) í ca 20-25 mín. Látið kólna svoUtla stund í forminu en skerið kökuna í aflangar ræmur áður en hún kólnar alveg. Lengj- urnar teknar úr forminu þegar þær era orðnar alveg kaldar. Vanillukökur Vanillukökur er einkar bragð- góðar. Þær eru yfirleitt formaðar eins og hringir enda oft kaUaðar vanUluhringir. Þær er hins vegar hægt að hafa formaðar á ýmsa vegu og jafnvel bæta súkkulaði á hring- ina eða aflöngu kökurnar, eins og sjá má á myndinni. 150 g smjör 100 g sykur 1 tsk. vaniUusykur 2 egg 100 g möndlur 300 g hveiti Ef viU: hjúpsúkkulaði Hræriö smjör og sykur þar til það er orðið hvítt. Blandið vanUlunni út í og síðan eggjunum. Hnoðið nú deigið vel og bætið möluðum möndlunum út í og látið deigið síð- an bíða í 30 mín. í kæliskáp. Myndið nú hringi, fingurlaga kökur eða S-laga, aUt eftir því hvað ykkur langar mest til. Nota má kökusprautu eða þar tU gerð járn sem fylgja hakkavélinni. Kökumar eru settar á smurða plötu (e.t.v. bökunarpappír). Látið þær bíða í kulda í eina klst. eða svo. Þá era þær bakaðar í 200°C heitum ofríi í ca 10 mín. Kælið á rist. Þegar kökumar eru orðnar kald- ar er súkkulaðið brætt í vatnsbaði (skál með súkkulaðinu er látin ofan í aðra skál með heitu vatni. Gætið þess að vatnið sjóði ekki upp á súkkulaðið. Takið skáUna svo af hitanum og dýfið kökunum ofan í bráðið súkkulaðið.) Úr þessu deigi eiga að geta komið 90 kökur sem geymast í margar vikur í þétt lokaðri dós. -A.Bj. Frá Brúkarafélaginu Nú erjólasolan byrjað aválvara Eftirfarandi ráðleggingar frá fær- eysku neytendasamtökunum rákumst við á í færeyska dagblaðinu 14. september: Jólastás skal keypas og somuleiðis jólagávur, og tilboðini eru nógv. Vit kenna av royndum, at nógvir trupul- leikar ofta stingva seg upp í sam- bandi við jólakeyp, og at ein tann storsti er um ein sleppur at býta um eUa at lata voruna inn aftur og fáa peningin afturgoldnan. Okkara ráð eru hesi: 1. Minst til at biðja um kvittan ella bon og goym hana. 2. Spyr um tú sleppur at býta um, um krambúðin evt. tekur voruna aft-_ ur, og um tú tá fær peningin útgoldn- an ella ein tUgóðarseðU. 3. Kannað eftir, um voran tú keyp- ir er í lag, tí tað er altíð verra at koma afturumaftur. 4. Bert um okkurt er í vegin við voruni, kanst tú utan víðari fáa hana gottgjorða, og tá er tað uttan mun til um talan er um vanligt keyp, tilboð ella útsölu. Við vonum að fólki gangi vel að skilja ráðleggingarnar og fara eftir þeim. -PLP enn fáanlegt Undanfarið hefur verið í gangi um má enn fá útsölusn\jöriö. útsala á smjöri. Utsölusmjöriö Það fást óneitanlega betri smá- kostar 216 kr. staðinn fyrir 313,80 kökur úr smjöri, í þaö minnsta kr. annars. Þvi miður er útsölunni kökur eins og spesíur og aðrar Ij ós- formlegalokiöenistórumverslun- arkökur. -A.Bj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.