Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblaö 75 kr. Gleðileg jól Þorláksmessa er gengin í garð. Jólahátíðin er að hefj- ast. Fólk er í óðaönn að leggja síðustu hönd á jólaundir- búninginn og á morgun klukkan sex munu kirkjuklukk- ur hringja heims um ból og allur hinn kristni heimur fagnar fæðingu frelsarans. í skarkala kaupæðis og krafna nútímans fer stundum lítið fyrir innihaldi jólanna sjálfra. Ekki er að efa að flestum blöskrar sú fyrirferð í ytra prjáli, gjafaflóðið, veisluhöldin og fjárausturinn, sem fylgir jólahaldinu en samt er eins og allir berist með straumnum og taki þátt í ösinni, nauðugir viljugir. Áður en við vitum af erum við orðin þátttakendur í æðibunuganginum sem grípur um sig, hlaðin jólapökkum, jólaskrauti og jólamat. Eng- um virðist undankomu auðið, ekki einu sinni þeim sem alls ekki hafa efni eða áhuga á að halda upp á fæðingar- hátíð frelsarans í nafni Mammons. * Þó er vert að minnast þess að til eru þeir einstakling- ar sem á þessum jólum sem öðrum eiga um sárt að binda, fólk sem hefur misst ástvini sína, fólk sem á hvergi höfði sínu að að halla, fólk sem vegna veikinda, báginda eða einstæðingsskapar situr hjá og fer á mis við veisluhöldin. Hversu mikil sem gjafmildin verður, hversu stórbrotinn sem íburðurinn reynist, hversu áköf sem við erum í að láta öllum líða vel, þá fmnast allt í kringum okkur þjáðar sálir, hryggð og tregi sem liggur óbætt hjá garði. Jólin koma ekki til slíks fólks í tilstandinu fyrir hátíð- arnar. Þau eru hins vegar nálæg í anda, í jólaboðskapn- um sjálfum, friðnum sem fylgir, ljósinu sem kviknar, voninni sem fæðist þegar jólaguðspjalhð skýrir frá fæð- ingu Jesú. Sú frásögn er dæmisaga um að lífið sé aldrei svo aumt að ekki geti úr ræst, vegna þess að Kristur var fæddur í jötu og hafði þó mátt og manndóm til að boða trú á kærleik og annað líf. Enda þótt gjafirnar í jólapökkunumn séu góðar er sú jólagjöf mest og best sem felst í fæðingu Krists og þeim fögnuði sem henni var samfara. í öllu sínu prjáh og ytra glysi og gleðskap er allur hinn kristni heimur að leita að þessum innra friði sem Kristur boðaði, friði samviskunnar, friði kærleikans, friði sálarinnar. Bæði þeir sem eiga bágt og líka við hin sem höfum nóg að bíta og brenna og ausum út gjöfum á báðar hendur. Gjöfin er tákn vináttu og velvhdar og það gerir þá minna th þótt gjafaflóðið gangi út í öfgar eða velgjörðirn- ar séu ýktar, ef hugur fylgir máh. Öhum er annt um að sér og sínum hði vel og það er af hinu góða. Það er að minnsta kosti betra að út yfir flæði í viðurgjörningn- um heldur en væringunum, enda meiðir það engan þótt þjóðfélagið fari á haus í kapphlaupinu við að gera öðrum gott. Þess vegna er jólatilstandið saklaust, þótt það sé skrumskælt. Á þessum jólum getur íslensk þjóð fagnað gæfu og giftu í árferði og ástandi. Við erum lukkunnar pamfílar í hijáðum heimi. Við getum þakkað fyrir þá velsæld að obbinn af almenningi hefur fjárráð til að gleðja sig og sína. Velmegunin leynir sér ekki. En ekki er aht sem sýnist. Aðalatriðið er að þjóðin gleymi því ekki að efnahagur er og verður aldrei mæh- kvarði á gengi eins eða neins. Það er hugarfarið og hjartalagið sem ræður úrshtum um siðferði, trúrækni og viðmót. Jóhn eru tákn hins góða í fari okkar og meðan íslendingar eru uppteknir við að efla þá kennd með gjöfum og góðvhd hver í annars garð er hægt með sanni að óska þjóðinni gleðilegra jóla. Ehert B. Schram „... hann var meira verður en allt annað sólskin í heiminum af því að hann féll á vegg í fangaklefa", segir í greininni. Um solskm Eftir að menn snemma á öldum fengu áhuga á að halda fæðingar- hátíð frelsarans til haga komu ýmsir dagar til greina því að enginn vissi þá frekar en nú hvenær árs hann væri í heim borinn. Fyrir valinu varð 25. des. af því að þann dag var áður mikil hátíð, sem kristnir menn tóku þátt í ásamt öðrum, heiðin að uppruna. Vetrar- sólhvörfum var fagnað og með tímanum tókst kirkjunni aö fá há- tíðinni kristið innihald, hvað sem fólki finnst svo aftur á móti um markaðshátíðarhöld okkar tíma. Þorláksmessa á sumri Þorláksmessa hin síðari er í dag. Hún dregur helgi sína af dánar- dægri Þorláks biskups helga sem Kjallaiinn Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli „Stundum finnst mér samt vinir mínir standa mér næst í myrkri, a.m.k. koma þeir mér þá fremur 1 hug en í annan tíma.“ „andaðist á Þórsdag einni nátt fyrir jólaaftan" árið 1193. Fyrrum var Þorláksmessa á sumri miklu meiri hátíð. Hún er 20. júlí í minningu þess að þann dag voru upp tekin bein hins sæla Þorláks biskups og lögð í skrín árið 1198. Það er því ljóst að sú Þorláksmessa, sem við minnumst, nýtur nándar sinnar við jóhn. Óg þeim er vaUnn staður í ársins fagra hring af því að „aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda“ og „áfram með sólunni - - yngjast skal veröldin kalda“. Og þegar ég hripa þessar línur, sem þið lesið hugsanlega á Þorláks- messu, er einmitt skemmstur sólargangur. Og nú hefi ég lagt á ykkur aUa þessa krókaleið til að tala um það sem mér fmnst helst vera efst á baugi þennan dag, sólskinið. Með nokkrum hætti finnst mér það aldrei nær en þegar sólargangur er skemmstur nema vera skyldi á þorranum. Þannig býst ég við að okkur mörgum sé farið og svo var líka um listaskáldið góða, þó aö angur- ljóðið, er hann orti um vetrarsól- hvörf 1844, sé hreint ekki í þeim anda þar sem hann segir m.a. SóUn heim úr suðri snýr sumri lofar hlýju; ó að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Það var annars ljóta bölsýnið í honum Jónasi enda lifði hann ekki önnur vetrarsólhvörf. Samt hefir enginn kveðið ljúfar um sólina og sólskinið, þegar „röðull rósfagur" var yrkisefni hans en það var reyndar liðin tíð þegar hér var komið. Svona gæti líka farið fyrir okkur þegar við vitum ekki lengur hvers vegna við höfum sól. Þarna sjáum við sem sagt hvar okkur skilur á við Ustaskáldið góða, og þá vantar ekki svo Utið, þegar fólk týnir áhuganum á að þreyja þorrann og góuna. Misjafnlega dýrmætt Ég hitti vin minn á fómum vegi um miðjan nóvember og hafði orð á hve tíðin væri góð. „Vertu viss,“ sagði hann, „að þetta stendur ekki lengi. Mig dreymdi þannig í fyrri- nótt og draumar mínir bregðast mér aldrei." Og þá rifjaðist þaö upp fyrir mér að hann spáði oftast nær versnandi veðri og haugasjó þegar við vorum hérna á árunum á sOd fyrir Norðurlandi. „Vittu til,“ sagði hann við mig að skUnaði, „þetta á áreiöanlega eftir að hefna sín þegar kemur fram á jólaföstu." Einhvers staöar hefi ég lesið um einn örlítinn sólargeisla, og þetta var ekki í ævintýri, en hann var meira verður en allt annað sólskin í heiminum af því að hann féU á vegg í fangaklefa. Samkvæmt því er sólskinið misjafnlega dýrmætt eftir því hvern það hittir fyrir og hvar. Sumir vUja helst að við hugs- um um sig 1 sólskini, miklu sól- skini. Stundum finnast mér samt vinir mínir standa mér næst í myrkri, a.m.k. koma þeir mér þá fremur í hug en í annan tíma. Ef ég mætti biðja þig einnar bón- ar þá væri hún sú að skrifa ræki- lega bak við eyrað þessi orð sr. Matthíasar, sem þú átt vafalaust eftir að heyra og íhuga um áramót: í sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur guð að léita þín. Vonandi fara skáldin okkar fljót- lega aftur að syngja um sóUna og sólskinið. Bjarni Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.