Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 77 Þeir gerðu garðinn (rægan hér áður fyrr með Val, Albert Guömundsson, Ellert Sölvason og Magnús Bergsteinsson. DV-myndir KAE Sjötugur og síungur Ein þekktasta knattspymuhetja okk- ar íslendinga varð sjötugur um síðustu helgi, Ellert Sölvason, sem lék um árabil með knattspymufélag- inu Val. Ellert Sölvason á glæsilegan feril að baki í knattspymunni. Hann varð Núverandi meistaraflokksmenn i Val, Guðmundur Kjartansson, Jón Grétar Jónsson og Guðni Bergsson. sjö sinnum íslandsmeistari með Val á áranum 1930 til 1954 og lék alls um 200 leiki með félaginu í meistara- flokki. Hann lék auk þess 6 fyrstu landsleiki íslands í knattspymu og sumir telja hann besta útheija sem ísland hefur átt. Ellert Sölvason hefur ýmist verið kallaöur Lolli eða „kötturinn“ vegna þess hve liðugur hann var enda æfði hann flmleika áður en hann sneri sér að knattspyrnunni. Eftir aö hann hætti aö leika með meistaraflokki fór hann vitt um landið og sinnti þjálf- aramálum við góðan orðstír. Afmæhsveislan var að sjálfsögðu haldin í félagsheimili Vals aö Hlíöar- enda og mættu um 200 manns honum til heiðurs. í afmælisveislunni var Lolli sæmdur gullmerkjum, bæði KSÍ og ÍSÍ, auk þess sem knatt- spymufélagiö Valur gaf honum ferð á ólympíuleikana í Seoul í viöur- kenningarskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Að sjálfsögðu mættu Jón Eiriksson, fyrrum iþróttalæknir, og Björgvin Schram stórkaupmaður tll að heiðra Lolla, kunnlngja sinn. í bakgrunninum sést i verðlaunagrlpasafn Valsmanna f knattspyrnu. Fj örleg stjómmál Á ítaliu er nú i gangi revíusýning i sjónvarpi sem gerir grín að stjómmálamönnum landsins. Þarna er gert grin að sjálfum for- sætisráðherranum, Giovannl Goria. Símamynd Reuter Itölsk stjómmál era yfirleitt talin mjög lífleg og ítalir em ansi dugleg- ir við að skipta um ríkisstjómir. Að meðaltali skipta ítalir um ríkis- stjórnir tvisvar til þrisvar á ári og hafa gert frá stríöslokum. Þessi óstöðugleiki í stjómmálum elur að sjálfsögðu af sér mikla gagnrýni og háð og fólk þar í landi gerir sér ekki allt of háar hug- myndir um stjómmálamenn þar. Þaö þykir til dæmis mikil hneisa fyrir ítölsk stjómmál að fatafellan og gleðikonan Cicciolina skyldi ná kosningu á þing og hefur hún hneykslaö þingmenn síöan með sýningum sínum á líkamspörtum sem vanalega eru ekki til sýnis. fflð ótrygga ástand elur ekki ein- ungis af sér þingmenn á borð við> Cicciolinu heldur einnig grínleiki og revfusýningar um aðra þing- menn. í gangi er nú á ítallu revíu- sýning í sjónvarpi þar sem gert er grín að stjómmálunum. Þar fær núverandi forsætisráöherra, Gio- vanni Goria, einnig sinn skammt eins og hinir og virðast ítahr hafa gaman af. Námskeiðalokum fagnað Um 350 skírteini vom afhent jafn- mörgum starfsmönnum úr fata- og vefjariðnaði um helgina. Þessir starfsmenn hafa allir sótt starfsþjálf- unarnámskeið í faginu undanfarnar vikur og mánuöi og eru frá fyrirtækj- um í Reykjavík, Kópavogi, Mosfells- bæ, Akranesi og Selfossi. Jafnmargir hafa áður tekiö starfsþjálfunarnám- skeið þetta, þannig að alls munu um 700 manns hafa tekiö viö skírteinum fyrir námskeiöin til þessa. Skírteinin vom athent af Guð- mundi Þ. Guðmundssyni, formanni verkalýðsfélagsins Iðju, í Borgartúni 6 um helgina. Á eftir þeirri athöfn ávarpaði Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra skírteinishafa og óskaði þeim til hamingju. Námskeiðunum er ætlað að leggja liö baráttunni til að bæta samkeppn- isaðstöðu þessarar atvinnugreinar. Friðrlk Sophusson iðnaðarráðherra árnaði starfsmönnum heilla i hófinu. Starfsmenn f fata- og vefjariönaði fjölmenntu f Borgartún til að taka á móti skfrteinum sfnum og halda upp á daginn. DV-myndir KAE Sviðsljós Ólyginn sagði... Bill Cosby er líklegast þekktasta andlitið í leikarastéttinni vestanhafs um oessar mundir. Það er samt engin trygging fyrir því að allir oekki hann. Um daginn bauð Jackie Onassis fjölda gesta til hádegisverðar og var Bill Cos- by meðal gesta. Hann mætti I æfingagalla og með sinn fræga vindil I munninum. Jackie oekkti hann ekki og hélt að hann væri einhver boðflenna og gaf fyrirskipun um að hon- um yrði hent út áður en aðrir gestir bentu henni á hver gest- urinn var. Lisa Bonet - sem leikur dótturina Denise í þáttunum Fyrirmyndarfaðir - er tvítug að aldri. Hún kom vin- um og kunningjum verulega á óvart um daginn því að hún gifti sig með leynd 23 ára göml- um poppara sem heitir Leonard Kravitz. Þrátt fyrir að nafnið sé pólskt er eiginmaðurinn með sama húðlit og Lisa Bonet. Bill Cosby er vlst sá sem tekur þess um fréttum hvað verst og vill sem minnst af Lisu vita. gæti hugsanlega tekið upp nafnið Farrah O'Neal. Hún hef- ur búið með Ryan O'Neal I óvígðu sambandi í mörg ár og á von á öðru barni slnu með honum næsta vor. Farrah Fawcett, sem áður var gift leik- stjóranum Lee Majors, virðist lynda vel við þennan annars skapmikla leikara, og hefur lýst þvl yfir að gifting sé á næsta leiti eftir að annað þarn þeirra kemur I heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.