Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Utlönd Bip fertugur Franski látbragðsleikarinn Marcel Marceau heldur um þessar mundir upp á fertugsafmæli Bips, frægasta hlutverks síns. Marceau fagnaði afmælinu með sýningum í París undanfama daga og sagt er að viðbrögð áhorfenda sýni að þessi sextíu og fjögurra ára gamli lista- maöur njóti ekki minni vinsælda í dag en hann hefur gert fyrr á ferli sínum. Bip er heimspekilega þenkjandi flækingur sem talinn hefur veriö sviðsbróöir persónu þeirrar sem Charlie Chaplin túlkaöi í svo mörg- um kvikmynda sinna. Undinftar enn Ronald Reagan Bandaríkjaforseti var í gær enn önnum kafinn við undirritun en í þetta sinn voru það ekki milliríkjasamningar heldur ný lög um skattamál og mixmkun halla á ríkisfjármálum. Talsmenn forsetans segja að þessi nýju lög sefji Bandaríkin á rétta stefnu í fjármálum en séu hins vegar ein- ungis fyrsta skrefið af mörgum nauðsynlegum ef endanlegur ár- angur eigi aö nást Undirritun laganna í gær mörk- uöu endalok margra mánaða samningaviðræðna og deiina milli bandaríska þingsins og ríkisstjóm- ar landsins. Deiluraar hafa staðið um marga þætti lagafrumvarp- anna, meöal annars skattaákvæöi þeirra og þau ákvæði sem lúta að fjárhagsaðstoð við kontraskæru- liða í Nicaragua. Gelli í fangelsi ítalski fjármálamaðurinn Licio Gelli var í gær dæmdur til tveggja mán- aða vistar í fangelsi í Sviss áður en hann verður framseldur ítölskum yfirvöldum. Á ítaliu bíða hans réttarhöld vegna ásakana um aö hann hafi átt aöild að margvislegum glæpum, þar á meöal sprengjutilræði í jámbrautarlest, sem varö áttatíu og fimm manns að bana. ~ Dómstóll í Genf samþykkti i gær að Gelli yrði framseldur ítölskum yfir- völdiun aö því tilskildu aö hann afþlánaði fyrst tveggja mánaða fangelsis- dóm fyrir að hafa komið til sviss á fólsku vegabréfi. GeUi, sem er liðlega sextugur, er yfirmaður frímúrarareglu í Ítalíu. Hann hefur neitaö öUum sakargiftum ítalskra yfirvalda en lýsti sig hins vegar sekan af ákæruatriðum svissneska dómstólsins. Öminn farinn heim Bandaríski örninn, sem fannst á írlandi aöframkominn eftir flug yfir Atlantshaíiö, fór heimleiðis í gær á fyrsta farrými hjá írska flug- félaginu til New York. Örninn, sem hefur verið í umsjá írskra fuglafræöinga, hefur náð fuUri heUsu aö nýju og er taUnn reiðubúinn fil þess að verða sieppt að nýju á heimaslóðum. Viö brottfórina í gær þakkaði öminn fyrir sig með því að ráðast að Charles Haughey, forsætisráð- herra irska lýöveldisins. Átti Haughey, sem hafðl komið út á flugvöll til að kveðja þennan tigna gest, snöggum viöbrögðum sínum að þakka að hann varð ekki fyrir raeiöslum. Talið er aö árásin hafi heldur aukiö vinsældir amarins meðal almennings á írlandi. Sexb'u kfló Yfirvöld í Portúgal gerðu í gær upptæk sextíu kUó af kókaíni sem fannst um borð í skipi frá Equador. Er þetta mesta magn kókaíns sem finnst í einni og sömu sendingunni í Portúgal og næstmesta magn sem ftmdist hefur 1 Evrópu. Alfonsin reynir að friða herinn Raul Alfonsin, forseti Argentínu, við athöfnina var tilkynnt. Raul Alfonsin, forseti Argentínu, samþykkti í gær stöðuhækkun for- ingja í sjóher Argentínu þrátt fyrir---*í að viðkomandi liggi undir ámæU fyr- ir mannréttindabrot af alvarlegu tagi. Er taUð að meö þessu vilji Al- fonsin friða argentíska herinn og reyna að koma í veg fyrir deilur sem gætu veriö í uppsiglingu milU hers og ríkisstjórnar. Alfonsin samþykkti í gær stöðu- hækkun handa Alfredo Astiz, lið- þjálfa í argentíska sjóhernum. Stöðuhækkunin þýðir að Astiz er nú kapteinn en jafnframt gaf forsetinn vamarmálaráðuneytinu fyrirmæli um að láta Astiz hætta stöifum sem fyrst svo glaðningurinn hlýtur að teljast nokkuð blendinn. Astiz Uggur undir ámæli frá mörg- um hópum sem berjast fyrir mann- réttindum í Argentínu. Er hann sakaður um að hafa brotið mannrétt- indi ítrekað, meðal annars á hann að hafa staðið að mannráni á tveim frönskum nunnum árið 1977 svo og að ráninu á sænsk-argentískum unglingi. Nunnurnar tvær, Alicer domon og Leonie Duquet, eru meðal níu þús- und einstaklinga sem hurfu meðan herstjórn var við völd í Argentínu. TaUð er að öryggislögregla landsins hafi staðið að hvarfi þeirra. TaUð er að Alfonsin hafi verið und- ir miklum þrýstingi frá hernum um að samþykkja stöðuhækkun Astiz. Höfðu nokkrir af æðstu yfirmönnum sjórhers landsins hótaö að segja af sér ef stöðuhækkunin fengist ekki í gegn. Astiz var á síðasta ári fundinn sek- þar sem stöðuhækkun Astiz Simamynd Reuter ur um að hafa staðið að ráninu á sænsk-argentíska ungUngnum Dagmar HageUn. Hann var hins veg- ar ekki dæmdur fyrir aðild sína að málinu þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að afbrotið væri fymt. Býður morðingja Palmes helming verðlaunafjárins Gunnlaugur A. Jónason, DV, Lundi’ Jan GuUlou, einn kunnasti og jafnframt umdeildasti fréttamaður Svía, hefur skrifað opiö bréf í dag- blaðið Expressen tU morðingja Olofs Palme. í bréfinu biður hann morðingjann að hafa samband við sig og býðst tll að láta hann hafa helming þess fjár sem lögreglan hefur sett til höfuðs morðingjan- um, eða 25 miUjónir sænskra króna. í staðinn viU GuiUou fa einkaréttinn á morðsögunni. „Mér er full alvara með þessu til- boði,“ segir Guillou. „Ef lögreglan hefur fimm prósent möguleika á að hafa hendur í hári moröingjans þá tel ég að ég hafi að minnsta kosti sex prósent mögulega," segir Gu- Hlou ennfremur. Moröingi Palme getur að sjálf- sögðu vænst þess aö fá ævilangt fangelsi náist hann en í raun gæti hann vænst þess að verða látinn laus eftir um átta til tólf ár og það þýddi að tilboö GuiUous myndi að minnsta kosti gefa honum tvær mUIjónir sænskra króna f árslaun raeðan á fangelsisdvöUnni stæði. GuiUou segist hafa kannað máhð vel frá lögfræöilegu sjónarraiði og þar virðist ekkert hindra að hann skipti verðlaunafénu með morð- ingjanum sjáUum. Jörgen Almblad, saksóknari í PalmemorðmáUnu, segir að hann sjái ekki annaö en aö þeim sem veiti upplýsingar, er leiði tU hand- töku moröingjans, sé frjálst að ráöstafa fénu á hvera þann hátt sem honum sýnist, jafnvel að skipta því meö morðingjanum. Ekki eru mörg ár síðan Jan Gu- iUou var kosinn fréttamaður ársins í Svíþjóö. Hann stjórnar sjónvarps- þættinum Rekord-Magazinet sem oft hefur vakið mikla athygU og deilur fyrir haröa rannsóknar- fréttamennsku. Féllu fýrir eigin sprengjum Vopnuð lögregla á verði við verslun í Dakka í gær þar sem efnt hafði verið til allsherjarverkfalls. -Símamynd Reuter Óeirðalögregla vopnuð vélbyssum herti eftirUt í Dacca í gær meðan á aUsherjarverkfaUi stóö í borginni. Sprengt var víðsvegar um borgina og landið og taldist lögreglunni til hundrað og fimmtíu sprengjur hefðu verið sprengdar. Tveir létust í Khulna þegar sprengja sprakk í höndunum á þeim. Ekki var getið um önnur óhöpp en fimmtán meintir sprengjutilræðis- menn voru handteknir. Að sögn lögreglunnar var sprengt til þess að þvinga fólk til að halda sig heima við. í gær sleppti stjómin í Bangladesh fimm stjómmálaleiðtogum tU við- bótar í þeirr viðleitni sinni að hefja friðarviðræður við stjórnarandstöð- una um nýjar kosningar. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hins vegar þegar hafnað viöræðum og segja þær bragð forsetans sem þeir vUja að segi af sér. Efnt var til verkfaUsins tU þess að leggja áhersl- ur á þær kröfur. Frá því í nóvember- byijun hefur verið efnt til fjórtán aUsherjarverkfaUa í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.