Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 74 Afmæli Sigurður Kristjánsson Siguröur Kristjánsson, tækni- fræðingur og fv. yfirkennari við Iðnskólann í Reykjavík, til heimilis að Miklubraut 24, Reykjavík, verð- ur sjötíu og fimm ára á annan dag jóla. Sigurður tók próf frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1933 og sveins- próf í járnsmiði 1934. Hann tók verkfræðipróf í Odense Maskin- Teknikum í Danmörku 1939. Sigurður stundaði svo verkfræði- störf í Danmörku frá 1939-45, var framkvæmdastjóri Vélasjóðs og Verkfæranefndar ríkisins hér heima 1946-50, var kennari við Iðn- skólann í Reykjavík 1950-83 og yfirkennari frá 1963-83. Sigurður kvæntist 21.11. 1943 Ruth, f. 28.11. 1918, d. 10.9. 1974, dóttur Theodors Pedersen, veit- ingamanns í Bogense á Fjóni, og konu hans, Mathilde. Dætur þeirra eru tvær: Björg, læknaritari í Reykjavík, f. 23.9. 1944, gift Troels Bendtsen, verslun- armanni í Reykjavík, en þau eiga þrjú böm; og Hanna íþróttakenn- ari, f. 14.8.1946, gift Kristni Einars- syni, deildartæknifræðingi hjá Landssímanum en þau eiga tvö böm. Foreldrar Sigurðar: Kristján, fiskmatsmaður í Reykjavík, Sig- urðsson, f. 20.6.1868, og kona hans, Jóhanna Árnadóttir, f. 5.10. 1879. Siguivin Guðmundsson Sigurvin Guðmundsson, Stór- holti 7, ísafiröi, verður sjötugur á aðfangadag. Sigurvin fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi í Önundar- firði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt sjö systrum sem allar em á lífi. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guömundsson, f. á Kleif- um í Seyðisfirði við ísaijarðardjúp, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. aö Arnarstapa á SnæfeUsnesi. Sigurvin fór til náms að Héraðs- skólanum á Núpi við Dýrafjörð, og var þar 1935-36. Hann stundaði öll almenn störf á búi foreldra sinna jafnframt sjómennsku á togumm og minni bátum. Sigurvin tók við búi foreldra sinna 1946 og bjó þar ásamt konu sinni þar til á þessu ári er þau fluttu til Isafjarðar. Jafn- framt bústörfum stundaði Sigurvin handfæraveiðar á eigin bát. Sigur- vin var lengi í stjórn Ungmennafé- lagsins Vorblóms og um hríð formaður Bændafélagsins Eining- ar á Ingjaldssandi. Hann lagði mikla stund á íþróttir á yngri árum og keppti í nokkur ár á héraðsmót- um á Núpi í Dýrafirði með góðum árangri. Sigurvin kvæntist 1.1. 1946 Guð- dísi, dóttur Guðmundar refaskyttu Einarssonar og Guðrúnar Magnús- dóttur frá Brekku á Ingjaldssandi. Börn þeirra Sigurvins og Guðdís- ar eru: Hreinn, f. 17.4.1946, en hann drukknaði 10.10. 1964; Ingibjörg sjúkraliði, f. 17.1. 1952, en hennar maður er Hólmgeir Brynjólfsson bifvélavirki og búa þau í Los Ange- les ásamt börnum sínum tveimur, Lindu Rós og Reyni Sigurvin; Guð- mundur vélstjóri, f. 21.6. 1953, er kvæntur Signýju Ástmarsdóttur en þau búa í Bolungarvík ásamt börn- um sínum, Guðleifi Árnasyni, Ástu Maríu og Sigurvin; Jón Reynir jarðverkfræðingur, f. 2.10. 1954, er kvæntur Guðnýju ísleifsdóttur bókasafnsfræðingi og eru þau bú- sett á ísafirði ásamt syni sínum Magna Hreini; Ásgerður sjúkraliði, f. 21.2.1956, er gift Benedikt S. Ben- ediktssyni vélsmið og eru þau búsett í Bolungarvík ásamt dætr- um sínum, Ásrúnu og Elmu Rún. Hilmar Biering Hilmar Biering, fulltrúi á borgar- skrifstofunum í Reykjavík, er sextugur í dag. Heimili hans er að Flyðrugranda 6, Reykjavík. Orðsending um afmælisgreinar Upplýsingar og greinar um afmælisbörn dagana 30. desember til 4. janúar þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi mánudaginn 28. desember. Munið að senda myndir með greinum og uppiýsingum. 75 ára Ingvar Agnarsson, Kolgröfum, Eyr- arsveit, verður sjötíu og fimm ára annan dag jóla. 70 ára Elín Tryggvadóttir, Torfunesi, Hlíf, ísafirði, verður sjötug annan dag jóla. 40 ára__________________________ Valur Daníelsson, Fornhaga, Skriðu- hreppi, verður fertugur annan dag jóla. Hjördís Baldursdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi, verður fertug á annan dag jóla. Jón Þór Ólafsson, Markholti 6, Mos- fellsbæ, verður fertugur annan dag jóla. Anna Björnsdóttir, Bakkabraut 14, Mýrdalshreppi, verður fertug annan dag jóla. Gísli Wium, Hátúni 11, Keflavík, verður fertugur annan dag jóla. Til hamingju með sunnudaginn 80 ára_______________________ Magnea Ingvarsdóttir, Efstasundi 45, verður áttræð á þriðja dag jóla. Unnur Tryggvadóttir, Byggðavegi 101A, Akureyri, verður áttræð á þriðja dag jóla. Guðrún I. Guðmundsdóttir, Greni- mel 14, Reykjavík, verður áttræð á þriöja dag jóla. Ásgeir Guðmundsson, Efstahjalla 23, Kópavogi, verður áttræður á þriðja dag jóla. 75 ára_________________________ Dóra Bjarnadóttir, Skagabraut 46, Akranesi, verður sjötíu og fimm ára á þriðja dag jóla. Sesselja Guðjónsdóttir, Lyngheiði 9, Selfossi, verður sjötíu og fimm ára á þriðja dag jóla. 60 ára______________________ Jacqueline M. Björgvinsson, Brekku- stíg 20, Miðneshreppi, verður sextug á þriðja dag jóla. 50 ára_______________________ Rúnar Einarsson, Sunnuílöt 7, Garðabæ, verður fimmtugur á þriðja dag jóla. Morten Christian Holm, Sætúni 4, Suðureyrarhreppi, verður fimmtug- ur á þriðja dag jóla. 40 ára_________________________ Júlíus Kristjánsson, Ásgötu 1, Rauf- arhafnarhreppi, verður fertugur á þriðja dag jóla. Gunnlaugur Vilhjálmsson, Áshildar- holti, Skarðshreppi, verður fertugur á þriðja dag jóla. Sigurbjörn Karlsson, Háarifi 15, Rifi, Neshreppi, verður fertugur á þriðja dag jóla. ívar Pálsson, Hverfisgötu 70, Reykja- vík, verður fertugur á þriðja dag jóla Anton Hjaltason, Sæmundargötu 15, Sauðárkróki, verður fertugur á þriðja dag jóla. Ásdís Kristjónsdóttir, Goðheimum 1, Reykjavík, verður fertug á þriðja dag jóla. Haukur Guðjónsson, Grundartanga 30, Mosfellsbæ, verður fertugur á þriðja dag jóla. I>V Albert Gunnlaugsson Albert Gunnlaugsson, Þinghóls- braut 23, Kópavogi, verður níræður á þriðja dag jóla. Hann fæddist í Tungu í Fljótum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og síðar að Móafelli í Fljótum. Hann stundaði sjómennsku frá Siglufirði en var síðan girðingavörður á Kili 1938^0. Albert var vinnumaður að Gýgjar- hóli í Biskupstungum frá 1940-41 en stundaði verkamannastörf hjá Reykjavíkurborg frá 1942-1970. Kona Alberts er Katrín Ketils- dóttir, f. 12.3. 1910, en foreldrar hennar voru Ketill Greipsson, b. í Haukadal (bróðir Sigurðar í Haukadal), og kona hans, Þórunn Jónsdóttir frá Laugum í Biskups- tungum. Börn Alberts og Katrínar eru: Guöni Gýgjar, f. 27.1. 1941, starfs- maður Kornhlöðu S.Í.S. í Reykja- vík, en hann á þijú börn; ÞorkaÚa, f. 21.8. 1942, gift Siguijóni Hall- grímssyni, starfsmanni Fiskimjöls- verksmiðjunnar í Grindavík, en þau eiga þrjá syni; Guðlaug, f. 29.1. 1945, gift Sveini Oddgeirssyni, öku- kennara í Kópavogi, en þau eiga þijú börn; Heiðar, f. 4.3.1948, stöðv- arstjóri Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum, giftur Guðbjörgu Sigurð- ardóttur, en þau eiga þijú börn. Albert átti fimm systkini en tvö þeirra, Albert og Helga, dóu ung. Systkini Alberts sem upp komust: Guðrún, f. 1896, býr á Akureyri; Jón, f. 1898, er verkamaður hjá Byko í Kópavogi, og Gunnlaug, f. 1906, býr á Hofsósi. Foreldrar Alberts: Gunnlaugur Jónsson, b. í Tungu í Fjótum, og kona hans, Sigríður Guðvarðar- dóttir. Jólaguðsþjónustur Hafnarfjarðarkirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00 Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 15.00. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur einsöng. Annar í jólum: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14.00. Börn sýna helgileik. Kór Flensborgarskóla syngur. Stjórnandi Margrét Pálma- dóttir. Gunnþór Ingason. Jólaguðsþjónustur í Fíladelfíu: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Kór safnaðarins syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Einsöngur Sólrún Hlöðversdóttir. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Jóladagur: Kl. 16.30: Kór safnaðarins syngur undir stjóm Áma Arinbjamarsonar. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Sunnudagur 27. des.: Kl. 20.00: Al- menn samkoma. Æskufólk sér um söng og vitnisburði. Ljósbrot syngur undir stjóm Hafliða Kristinssonar. Messur og jólatónlist í Hallgríms- kirkju. Mikill tónlistarflutningur hefur ein- kennt starfsemi Hallgrímskirkju nú um aðventuna. Margir kórar hafa komið fram í náttsöng og við guðs- þjónustur, auk þess sem Mótettukór HaUgrímskirkju, Pólýfónkórinn og íslenska hljómsveitin héldu tónleika. Ætla má að á 4. þúsund manns hafi sótt Hallgrímskirkju til helgihalds og á tónleika á aðventunni, auk allra þeirra sem daglega heimsækja kirkj- una. Um jólin verður einnig mikið um tónlistarflutning. Við aftansöng klukkan 18.00 á aðfangadag syngja báðir kórar Hamrahlíðarskólans undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, en málmblásarakvartett leikur jóla- tónlist úr kór kirkjunnar í hálfa klukkustund á undan guðsþjón- ustunni, undir stjórn Ásgeirs Stein- grímssonar trompetleikara. Við miðnæturmessuna klukkan 23.30 á aðfangadag syngur Mótettukór Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, en frá klukkan 23.00 leika þau Camilla Söderberg (blokk- flauta), Snorri Örn Snorrason (lúta), Daði Kolbeinsson (óbó) og Hörður Áskelsson (orgel) jólatónlist áður en messan hefst. Á jóladag er hátíðar- guðsþjónusta klukkan 14.00. Annan í jólum er guðsþjónusta klukkan 11.00 og messa fyrir heyrnarlausa og aðstandendur þeirra klukkan 14.00. Sunnudaginn 27. desember er guðs- þjónusta klukkan 11.00. Klukkan 17.00 sama dag eru Söngvar og lestr- ar á jólum, dagskrá með jólasálmum, ritningarlestrum og jólamótettum í ílutningi Mótettukórs Hallgríms- kirkju. Verður dagskráin með sama sniði og um síðustu jól og er gerð að enskri fyrirmynd (Níu lestrar og jólasöngvar). Margar útsetninga sálmalaganna eru eftir hinn þekkta enska kórstjóra David WiUcocks. Öllum er heimill ókeypis aðgangur að þessari dagskrá. Prestar Hall- grímskirkju, sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjömsson, munu til skiptis þjóna við jólaguðs- þjónusturnar. Hjallasöfnuður í Kópvogi Á aðfangadag jóla verður fyrsta guðsþjónusta safnaðarins, innan prestakaUsins, í nýjum og glæsileg- um samkomusal við Digranesskóla. Guðsþjónustan hefst kl. 18.00 en fluttur verður aftansöngur. Sóknar- bömin eru hvött til að fjölmenna í auglýstar guðsþjónustur safnaðarins og njóta þeirra með virkri þátttöku. Nýstofnaður kirkjukór Hjallasóknar leiðir sönginn undir stjórn organist- ans, Friðriks V. Stefánssonar. Inngangur í hinn nýja og hlýlega samkomusal er á vinstri hönd þegar komið er að anddyri Digranesskól- ans. Gleðilega jólahátíð. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Hjálpræðisherinn Jóladagur kl. 14.00: Hátíðarsam- koma. Brigader Óskar Jónsson og majór Ernst Olsson stjórna og tala. Sunnudagur 27. des. kl. 17.00: Síðasta hjálpræðissamkoma ársins. Séra Öm Bárður Jónsson talar og sönghópur- inn syngur. Jólafórn verður tekin. Mánudagur 28. des. kl. 15.00: Jóla- fagnaður fyrir aldraðra. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ávarp, brigader Óskar Jónsson stjórnar og börn sýna helgileik. Veit- ingar. r Þriðjudagur 29. des. kl. 20.00: Norr- áenn jólafagnaður. Skúli Svavarsson talar og ungt fólk syngur. Veitingar. (Hátíðin fer fram á skandinavísku.) Miðvikudagur 30. des. kl. 15.00: Jóla- fagnaður fyrir börn. Séra Guðni Gunnarsson kemur í heimsókn. Gott í poka, veitingar. Allir eru velkomn- ir. Gleðilega jólahátið. Hjálpræðisherinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.