Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 72 Afmæli Hermann Árnason og Sigurlaug Friðriksdottir Hermann Árnason og Sigurlaug Friöriksdóttir, Drekavogi 20, Reykjavík, eiga demantsbrúökaup, eöa sextíu ára brúðkaupsafmæli, á jóladag. Hermann og Sigurlaug eru frá Látrum í Aðalvík í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Þau hófu búskap í Urðunum á Látrum 1925 og fluttu þaðan í Miðvík og að Sæbóli. Her- mann og Sigurlaug íluttu þaðan að Látrum og bjuggu þar til 1948 er þau fluttu til Hnífsdals þar sem Hermann vann í fiski, aöallega sem landmaður á bát. Þau bjuggu í Hnífsdal til 1965 en fluttu þá til Reykjavíkur og þar vann Hermann í Gufunesi til 1975. Hermann og Sigurlaug eignuðust tólf börn. Þau eru: Ámi, f. 28. júlí 1929, verslunarmaður í Þoriáks- höfn, giftur Önnu Ólafsdóttur úr Öxnadal, þau eiga átta börn og tutt- ugu barnabörn; Friðrik Svavar, f. 5. ágúst 1931, lögregluvarðstjóri í Rvík, kvæntur Jóhönnu Guð- mundsdóttur frá Króki í Grafningi, þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn; Þórunn Herborg, f. 29. sept- ember 1933, gift Davíð Guðbergs- syni, forstjóra í Rvík, frá Höfða í Dýrafirði, þau áttu fimm börn en -misstu einn son og eiga tvö barna- börn; Þorgerður Kristín, f. 3. apríl 1934, gift Gunnari Valdimarssyni, fv. b. og verkamanni á ísafirði, frá Vatnsíjarðarseli, þau eiga fimm börn ‘og fimm barnaböm; Gunnar Jóhannes, f. 2. október 1935, gæslu- maður hjá Skógræktinni, kvæntur Huldu Þorgrimsdóttur frá Akur- eyri, þau eiga tvær dætur og fjögur barnaböm. Gunnar á með Sonju Guðlaugsdóttur úr Ólafsvík einn son ög tvö sonarbörn; Jónína Margrét, f. 21. janúar 1937, gift Jak- obi Sigurðssyni, farmanni í Njarð- vik, frá Bæjarklettum í Skagafirði, þau eiga sex börn og ellefu barna- börn; Guðný Eygló, f. 26. júní 1941, gift Halldóri Geirmundssyni, leigu- bílstjóra á ísafirði, frá Aðalvík, þau eiga sex börn og fimm barnabörn; Óli Theódór, f. 24. júní 1943, mat- sveinn í Mosfellsbæ, giftur Guöríði Hannibalsdóttur, frá Hanhóli í Bol- ungarvík, þau eiga þrjú börn; Ingi Karl, f. 17. september 1944, fiski- matsmaður i Bolungárvík, fóstur- sonur Maríu Guömundsdóttur og Ingvars Benediktssonar frá Aðal- vík, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur frá Bala í Þykkvabæ, þau eiga tvö börn; Bárður Gísli, f. 13. október 1946, forstjóri í Rvík, kvæntur Margréti Lóu Guðjónsdóttur, frá Stafnesi i Miðneshreppi, þau eiga sex börn; Ingibjörg Steinunn, f. 19. júlí 1948, verkakona, giftist Tómasi Grímssyni úr Hafnarfirði, þau eignuðust þrjú börn. Seinni maður Ingibjargar var Jón Elías Jónsson, frá Munaðarnesi í Ingólfsfirði, þau eignuðust þrjár dætur en skildu; Heiðar, f. 19. febrúar 1951, verk- stjóri í Bolungarvík, kvæntur Herdísi Gísladóttur frá Bolungar- vík, þau eiga þrjú börn. Alls eiga Hermann og Sigurlaug tólf börn, fimmtíu og sex barnabörn og fimm- tíu og þrjú barnabarnabörn, samtals hundrað tuttugu og einn afkomanda. Hermann er fæddur 21. nóvemb- er 1905 á Leiru í Grunnavík. Foreldrar hans voru Árni Gíslason, b. á Leiru í Grunnavík, og kona hans, Guðrún Jóhannesdóttir. Ámi var sonur Gísla Árnasonar, sem var ættaður úr Breiðafirði, og konu hans, Bárðlínar Þóröardótt- ur, ættaðri úr Kaldalóni við Djúp og Skjaldfannardal. Sigurlaug er fædd 14. ágúst 1909 í Miðvík, og átti hún sextán syst- kini, tólf þeirra komust til fullorð- insára auk Sigurlaugar og eru átta systkina hennar á lífi. Býr eitt þeirra á ísafirði, eitt í Reykjavík ásamt Sigurlaugu og sex í Keflavík. Foreldrar hennar voru Friörik Finnbogason, b. á Látrum, og kona hans, Þórunn María Þorbergsdótt- ir. Foreldrar Friðriks voru Finn- bogi, b. á Látrum, Árnason og Herborg Kjartansdóttir. Foreldrar Þórunnar voru Þorbergur Jónsson, b. í Miðvík, og kona hans, Margrét Þorsteinsdóttir. Gunnar Helgason Gunnar Helgason, Nökkvavogi 38, Reykjavík, verður sextugur á þriðja dag jóla. Gunnar fæddist í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi og var þar til fimm ára aldurs, en fór þá í fóstur til vandalausra og var þar í góðu yfirlæti hjá hjónunum Guðmundi Eiríkssyni og Þóm Jónsdóttur sem gengu honum í for- eldra stað, en þau bjuggu á Breið- mýrarholti og síðar í Keldnakoti. Gunnar fór að heiman Sextán ára, fór þá til sjós og stundaði sjó- mennsku næstu fimmtán til tutt- ugu árin sem háseti eða matsveinn. Hann stofnsetti síðan eigið verk- takafyrirtæki 1964, Framtak hf., en fyrirtækið sá um línulagnir, og hefur Gunnar starfrækt það fram á síðasta ár. Kona Gunnars er Katrín Magn- úsdóttir frá Kirkjubóli í Staðardal í Steingrímsfirði, f. 30.6. 1932, en hún hefur um árabil starfað með manni sínum við línulagnimar víða um landið sem matráðskona. Gunnar átti fimm systkini og era nú fjögur þeirra á lífi. Foreldrar Gunnars: Helgi Guð- mundsson, b. í Borgarholti, en hann er látinn, og Steinvör Jóns- dóttir. Gunnar og Katrín munu taka á móti gestum sunnudaginn 27.12. aö Háaleitisbraut 68, þriðju hæð, eftir klukkan 19. DV Elísabet Þóra Arndal 111 hamingju með daginn! 80 ára_____________________ Ragnar Ágústsson, Þiljuvöllum 9, Neskaupstað, er áttræður í dag. 70 ára_________________________. Loftur Þorkelsson, Melgerði 15, Kópavogi, er sjötugur í dag. Valgerður Jónsdóttir, Breiöagerði 21, Reykjavík, er sjötug í dag. Hún verð- ur ekki heima á afmælisdaginn en tekur á móti gestum sunnudaginn 27.12. frá klukkan 15-18.00 að Borg- artúni 35 (húsi SVR). Birna Hernitsdóttir, Garðarsbraut 75, Húsavík, er sjötug í dag. Fjóla Óskarsdóttir, Suðurbraut 6, Hafnarfirði, er sjötug í dag. 60 ára_______________________ Þorgeir Magnússon, Túngötu 17A, Húsavík, er sextugur í dag. Dagbjört Baldvinsdóttir, Stórholti 5, Akureyri, er sextug í dag. 50 ára Elisabet Þóra Arndal, Hring- braut 78, Reykjavík, verður sjötug annan í jólum. Elísabet er fædd í Hafnarfirði en íluttist til Reykja- víkur 1921 og ólst upp í Reykjavík. Hún vann á Vinnumiðlunarskrif- stofu Reykjavíkur 1934-1937 og á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1955-1976. Elísabet var í stjóm Foreldrafélags Mela- skólans, var í stjóm Kvenréttinda- félags íslands og hefur verið ritari Ættfræðifélagsins frá 1983. Maður Elísabetar er Ottó Jónasson, brunavörður í Reykjavík, og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Elísa- betar: Kristínus Arndal, f. 12. október 1897, d. 1. apríl 1973, for- stjóri Vinnumiðlunarskrifstofu Reykjavíkur, og fyrsta kona hans, Níelsína Ásbjömsdóttir, f. 30. jan- úar 1899, d. 27. nóvember 1983. Faðir Kristínusar var Finnbogi Arndal, kennari og skáld, síðast í Hafnarfirði, Jónsson, b. í Stóra- Klofa á Landi, Jónssonar, b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar, b. á Reyni- felli á Ra.ngárvöllum, Þorgilssonar. Móðir Finnboga var Sigríður Ei- ríksdóttir, þurrabúðarmanns í Stöðlakoti á Stokkseyri, Höskulds- sonar. Móðir Kristínusar var Jónína Árnadóttir, sjómanns á Auðnum á Vatnsleysuströnd, Jónssonar, Faöir Níelsínu var Ás- bjöm, b. í Melbæ á Akranesi, Sigurðsson, b. á Sýruparti, Sigurðs- sonar, b. á Heynesi, Erlendssonar, b. í Melshúsum, Narfasonar. Móðir Ásbjörns var Guðrún Ásbjörns- dóttir, b. í Melshúsum, Erlendsson- ar, forfóður Melshúsaættarinnar, bróðir Sigurðar á Heynesi. Móðir Níelsínu var Sigríður Helgadóttir, sjómanns á Akranesi, Sigurðsson- ar. Móðir Sigríðar var Guðrún Pálsdóttir, b. í Leirárgörðum, Páls- sonar. Móðir Guðrúnar var Sigríð- ur Jónsdóttir, bókbindara í Leirárgörðum, Jóhannessonar. Elísabet tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar á Kleppsvegi 42. Sverrir B. Guðnason, Miðtúni 3, Hafnarhreppi, er fimmtugur i dag. Valdimar Ingi Guðmundsson, Skarðsbraut 17, Akranesi, er fimm- tugur í dag. María Eiriksdóttir, Miðvangi 6, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Hallgrímur Skaptason, Reynivöllum 8, Akureyri, er fimmtugur í dag. 40 ára___________________________ Guðríður V. Kristjánsdóttir, Lauf- skógum 9, Hveragerði, er fertug í dag. Halldór Einarsson, Langagerði 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Jóhann Geirsson, Nesbala 23, Sel- tjarnarnesi, er fertugur í dag. Magnús Steinar Sigmarsson, Borgar- gerði 6, Stöðvarhreppi, er fertugur í dag. Auður Kjartansdóttir, Orrahólum 3, Reykjavík, er fertug í dag. Hl hamingju með morgundaginn! 80 ára_____________________ Ragnheiður Guðmundsdóttir, Laug- arnesvegi 40, Reykjavík, verður áttræð á aðíangadag. 75 ára_____________________ Sólveig B. Sövik, Árbraut 9, Blöndu- ósi, veröur sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Sigríður Svavarsdöttir Sigríður Svavarsdóttir, Akur- gerði 12, Akranesi, er fimmtug á jóladag. Sigríður er fædd í Bifröst á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún fór til Akraness sextán ára að vinna í fiski og hefur átt þar heima. Sigríöur hefur unnið við ýmis störf en síðastliöin tuttugu og tvö ár hef- ur hún unnið við ræstingu á Skattstofu Vesturlandsumdæmis. Maður Sigríðar er Birgir Þóröar- son, f. 18. desember 1932, fulltrúi á Akranesi. Þeirra dóttir er Jónína, f. 9. september 1957. Systkini Sig- ríðar eru Eymundur Stefán, f. 23. febrúar 1927, d. 3. júní 1927, Ög- mundur Eyþór, f. 30. mars 1928, kvæntur Maríu Pétursdóttur, Ás- dís, f. 24. febrúar 1931, gift Gunn- laugi Sigiurgeirssyni, Guðrún Ólöf, f. 14.júní 1932, giftÞorsteini Vigfús- syni, Kristín Björg, f. 1. júlí 1933, gift Hjalta Guðmundssyni, og Sverrir Sigurðsson, f. 24. nóvember 1934, kvæntur Ester Magnúsdóttur Foreldrar Sigríðar voru Svavar Guðmundsson, f. 5. desember 1905, skrifstofumaður á Sauðárkróki, og kona hans, Sigurbjörg Ögmunds- dóttir, f. 23. október 1907. Faðir Svavars var Guðmundur Guð- mundsson. Móðir Svavars var Anna María, systir Eyþórs tón- skálds á Sauðárkróki. Ánna var dóttir Stefáns, b. á Ingveldarstöð- um á Reykjaströnd, Sigurðssonar, b. í Selhaga, Finnbogasonar. Móðir Önnu Maríu var Guðrún Jónas- dóttir, b. á Kimbastöðum, Bjarna- sonar, Borgar-Bjarna, Jónssonar. Faðir Sigurborgar var Ögmund- ur, söðlasmiður á Sauðárkróki, Magnússon, b. og formaður á Brandaskarði á Skagaströnd, Ög- mundssonar. Móðir Ögmundar var Sigurbjörg Andrésdóttir, b. á Syðri-Bægisá í Öxnadal, Tómas- sonar. Móðir Sigurbjargar var Ingibjörg Þórðardóttir, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, forfoður Kjarnaættarinnar. Móðir Önnu var Kristín Björg Pálsdóttir, b. í Gröf í * Víðidal, Steinssonar. Móðir Páls var Þorbjörg Árnadóttir, b. á Hörg- hóli, Björnssonar. Móðir Þorbjarg- ar var Sigríður Friðriksdóttir, prests á Breiöabólstað í Vestur- hópi, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, for- fóður Thorarensenættarinnar. Einar Gíslason 70 ára_________________________ Ingiríður Nikulásdóttir, Jökulgrunni 2C, Reykjavík, verður sjötug á að- fangadag. Þorsteinn Stefánsson, Akurgerði 9B, Akureyri, verður sjötugur á aðfanga- dag. 60 ára Ragnheiður Hermannsdóttir, Bar- ónsstíg 57, Reykjavík, verður sextug á aðfangadag. Hálfdán Þorgrímsson, Hrauntúni, Presthólahreppi, verður sextugur á aðfangadag. 50 ára Gunnhildur Björgólfsdóttir, Háa- lundi 6, Akureyri, verður fimmtug á aðfangadag. Einar Gíslason, Flókagötu 6, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Einar kennir í Myllu- bakkaskóla í Keflavík en hann og konan hans, Beverly, stofnuðu og ráku barnaheimili í Ríkaröshúsi á Hjalteyri frá 1972-80. Einar og konu hans langar til að endurnýja kynnin við það unga fólk sem þau önnuðust á þessum árum og bjóða því hér með, ásamt vinum og ættingjum, í opið hús að heimili sínu að Flókagötu 6, Reykjavik laugardaginn 26. des- ember eftir klukkan 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.