Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Menning Olga undir niðri Indriði G. Þorsteinsson: Keimur af sumri. Bókaútgáfan Reykholt 1987. Íslenska þjóðlífsbyltingin, sem hófst í aðdraganda heimsstyijald- arinnar síðari, hefur nú staðið í hálfa öld með lífsháttasviptingum og þjóðílutningum í annað mann- líf. Hún er mikilvægasti burðar- strengur í skáldsagnagerö Indriða G. Þorsteinssonar. En hann hefur eiginlega ritað þá sögu aftur á bak, hóf hana í þeim sporum sem hann stóð sjálfur, kominn á mölina, með Sjötíu og níu af stöðinni fyrir þrem- ur áratugum og íjallaði um fyrsta áfanga umskiptanna í lífi ungrar sveitakynslóðar í íslensku fjölbýli í fangbrögðum við geminga stríðs- ins sem hertók land og þjóð. Síðan kom Land og synir,.saga þess sem gerðist næst á undan, saga rótar- slitanna, vonbrigðanna um ungan lífsdraum í íslenskri sveit. Sú saga kom út fyrir hartnær aldarfjórð- ungi, eins konar þungamiðja þessa uppgjörs og uppistaða þess. Og nú kemur upphafskafli þessarar þrí- einu sögu, Keimur af sumri, þar sem brugðið er upp sviðsmyndum af íslenskri sveit rétt áður en gosið hefst. Þetta er að ytri ásýnd og umgerð kyrralífsmyndir með þús- und ára yfirbragði íslenskrar sveitar, bæirnir, búfénaðurinn, túnin - og fólkið enn að mestu í gömlum skorðum. Fer að bresta fyrir En samt verður ólgunnar vart. Sagan sýnir með svipmyndum sín- um hvemig fer að bresta fyrir á einum stað eftir öðrum, hvemig kynslóðir rekast á í þessari undir- öldu og smágos koma upp en samt er allt kyrrt að kalla enn. Hér er verið að sýna hver sú deigla var sem uppgjörið í Landi og sonum braust úr og varð að eldskíminni í Sjötiu og niu af stöðinni. Milh þessara fasttengdu sögu- verka, sem birst hafa með allmikl- Indriði G. Þorsteinsson. um árabilum, hefur Indriði bmgðið sér í aðra dali og lýst þar ýmsum tilbrigðum tíma og mannlífs, svo sem í sögunum Þjófur í Paradís og Norðan við stríð, svo og í ýmsum smásögum. En þótt hver persóna lifi þar í sínum smáheimi og lúti lögmálum hans er margt í þeim sögum í frændsemi og sjáliboða- þjónustu við þrísöguna um ís- lensku þjóðlífsbyltinguna síðustu hálfu öldina, skýrir og skilgreinir þar marga hluti eða dýpkar drætti hennar. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Með minningablæ Það er ekki óeðlilegt að nokkur minningablær sé á Keimi af sumri þar sem sagan sækir allt blóð sitt til unglingsára höfundar, enda er hlutur hennar í þrísögunni beinlín- is sá að vera nauðsynleg minning. En jafnframt er sagan sjálfstætt sviðsverk sem lýtur sínu lögmáli um tilbrigði eðlilegs lífs í sveitinni á sinni tíð. í því er í senn skáldskap- ar- og heimildargildi hennar fólgið. Skírskotun nafnsins er sótt í gróð- urkeim mjólkurinnar snemmsum- ars þegar það sem að fer minnir á sig. Það segir sitt aö tengja þá aö- sókn við þennan lífdrykk þjóðar- innar að fomu og nýju. Sagan Keimur af sumri tímasetur sig býsna nákvæmlega á íjóröa tugi aldarinnar. Það er gert með lýsingu húsakynna, verka og verkfæra og öðrum lífsháttum, en fólkið er samt við sig í eðli, draumum og atferli. Þar eru sýnd dæmi um aldna, mið- aldra og unga ást og nautn, vonsvik og hnoss lífsins, enda eru þar mest og best tákn um ólguna sem er að þrútna undir yfirborðinu. Bílamir em komnir á troðninga landsins, vegagerðin er enn með spaða og skóflu, haka og gaflla, kerra og hestur stórvirkustu tækin þar. Jeppar og heimilisdráttarvélar enn óþekkt tól en kynlegt þykir mér að engri hestasláttuvél skuli bregða fyrir á túnum þar sem þetta er glæsitímabil þeirra. í sögunni beijast menn allar stundir um með oríi og ljá. Þetta er einhver tíma- skekkja í sögunni, kemur raunar víðar fram í lýsingum. Hestamennskan rauður þráður Þama freyðir sveitalífið í sínum gömlu tilbrigðum. Myndimar þyrpast að, taka við ein af annarri eins og smásögur til þess að sýna ákveðið hverfi og umstang þess allt en ekki feril einstakra persóna nema aö litlu leyti. Þama er hjóna- lífsmyndum bmgðið upp í þíðu og frostbitru. Hestamennskan er eins og rauður þráður, baráttan við dýr- bítinn er hörð og óvægin, helsing- inn er illa skotinn, ekkjan krækir sér í þarfamann, kosningabaráttan er háö með sínu lagi, pólitíkin í sveitinni í sínum farvegi, gamlar syndir ganga aftur í brúnu auga. Fólkið tyllir sér á hriktandi pallbíl og fer á sumarsamkomu sem springur út í marglitum blóma sinnar tíðar. Þótt aðalpersónur séu eiginlega engar í þessari sögu, og margir séu til kvaddir, er sem þeim sé raðað í ákveðin hlutverk í heildarmynstri þessa sveitalífs til þess aö sýna það en ekki örlög og lífshlaup þeirra. Manni finnst sögufólkið því vera eins og leikarar á sviðinu og eigi að skila þar fyrirfram ákveðnum hlutverkum en það kemur lesanda ekki oft á óvart með sérvisku. En samt gæðist sagan töluverðri spennu í framrás og alkunn venju- tilbrigði fá á sig kímilegan blæ sem þó drepur ígildum og táknum sög- unnar ekki á dreif. Mildari og mýkri Keimur af sumri er raunar stutt saga, ekki nema tíu arkir eða svo, en þó má undur kalla hve mörgu og miklu er komið fyrir í henni. Þar er fyrir að þakka hinum kriappa og hraða stíl Indriða, næmri tilfinningu um það sem þarf að segja og sleppa má, hvemig koma má sögunni til skila í fáum orðum, skera samtöl niður í kjama máls og finna hvar doka má við og leika að lýsingum á baksviði eða í hugarheimi um stund án þess að málalenging sé. Sagan er bráðvel skrifuð og stílkostir Indriða njóta sín vel. Tökin era þó mildari og mýkri en áður fyrr, orðin ekki eins hvöss en segja að sama skapi meira. Þessi saga er í senn skemmtilegt myndasafn af fólki þar sem hver er með sínu lagi og eðli en þó fyrst og síðast hlekkur á réttum stað í keðju mannlífs í íslenskri sveit fyr- ir hálfri öld - keðjunni sem var að því komin að bresta. AK Einar Kárason: Söngur viliiandarinnar og fleiri sögur. Mál og menning 1987. Einar Kárason er einn af okkar best lukkuðu höfundum. Skáldsög- ur hans hafa selst afburða vel og bera uppi óstöövandi sýningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur, kvikmynd eftir handriti hans fær fyrstu verð- laun í útlöndum, þegar hann les upp úr verkum sínum fyrir fólk skemmta allir sér konunglega og nú er hann að koma út hjá stærstu forlögum á Norðurlöndum sem hafa hingaö til ekki tekið við öðra héðan en Halldóri Laxness. Svo gerist þaö þegar Einar sendir frá sér smásögur að gagnrýnendur setja sig í stellingar og kvarta yfir því að hann risti ekki mjög djúpt af því að hann er fyndinn og skemmtilegur og að sögumar passi ekki viö einhveija fyrirfram til- búna skilgreiningu á smásögum. Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Að láta sér detta í hug að smásögur verði að passa inn í sama form og nem- endum er kennt á námskeiðum í ritlist eða „creative writing" eins og það heitir í Amríku! Nafnlaus þjáning Fyrsta sagan svarar þessu með fyndnina. Þar er sögumanni ein- mitt mjög legið á hálsi fyrir tilfinn- ingaleysi. Líf hans er stöðugt glens og grín þar til sorgartíðindi berast og hann bregst ekki við eins og til er ætlast. Hann á í erfiðleikum með að halda niðri í sér hlátrinum. Vegna viðbragða sinna einangrast sögumaður frá sínum nánustu og lífið verður leiðinlegt. Og það eru hin eiginlegu sorgartíðindi, ekki að hörmulegir atburðir skuli gerast heldur að glaðværðin skuli víkja úr lífi fólksins. Ættingjar sögu- manns heimta þó að hann sýni merki sorgar og um leið og þeir þykjast merkja að þjáningin búi líka með honum geta þeir tekið hann í sátt. Þar með kemur glað- værðin aftur inn í lífið og ekki er minnst á sorgimar meir. Þar liggur punktur sögunnar. Til þess að geta metið grín fólks verður maður aö finna fyrir þjáningu þess líka. En þaö er óþarfi að hafa hana í for- grunni og þarf raunar aldrei að nefna hana. Draumar um eigið ágæti Hjá Einari finnum við vel fyrir undiriiggjandi þjáningu fólksins, brynjaðri kvikunni sem sífellt er afhjúpuð. Þeir sem hafa lent utan- hrings í mannlífsdansinum eru oft aðalpersónur, menn sem ýmist ala með sér drauma um eigið óupp- götvað ágæti eða hinir sem njóta fyrir einhvem misskilning virðing- ar utangarðshópa án þess að hafa nokkum tímann gert nokkuð til að verðskulda hana. Eru bara fígúrur. Hjá þessu fólki verður sjálfs- blekkingin allsráðandi og er stöðugt afhjúpuð í sögunum. í „Rörsteypan og blaðiö“ er alkóhól- istinn sem býður vini sínum yfir upp á eitt toddýglas og þeir fara á stórfyllerí en eru samt alltaf miklir menn, skríða í morgunmat á Hótel Loftleiðum og finnst þeir vera aö slútta konunglegri veislu, fá sér Bókmenntir Gísli Sigurðsson Einar Kárason ásamt nýrri bók sinni. Underberg „til að taka daginn“ en eru bara aö halda áfram sama öl- æðinu. Vinurinn er í þrælavinnu og langar til að losna- en á ekki um margt að velja, hefur enga reynslu og það sem verra er, engan áhuga á neinu. Hugsar bara stórt í vím- unni. Inn í þetta fléttast sögur um auð og völd, spillingu, arðrán og ömurleik hins viðurkennda hvers- dagslífs sem rúmar hvergi mannleg samskipti. Þar verður uppvaskið eftir matinn og sjónvarpsfréttir að aðalatriðunum, hlutir sem engu máli skipta en nægja til þess að þeir sem láta þá ráða lífi sínu telj- ast normal og sæmilega lukkaðir. Sögumaður fellur ekki inn í þetta munstur af. því að honum hefur aldrei „fundist neitt skipta máli“. Hann nennir ekki að hafa áhuga á að renna eftir því röri sem hann er kominn í. Helstu snillingar mannsandans „Töfrafjallið" segir af manni sem fer út á land að kenna og uppgötvar að þar eru samankomnir helstu snillingar mannsandans sem hann hélt vera, tónlistardoktor, vitring- ur og tvö stórskáld. Ekkert þessara stórmenna hefur fengið starf við hæfi; þau eru að kenna „Ole har et æble“ í stað þess aö flyíja lærða fyrirlestra um Ústir og sinna skap- andi störfum þess á milli. Að visu hefur „hinn gáfaöi og stórhuga menningarumsvifamaður og bóka- útgefandi Siguijón í Letri“ gefið út bækur eftir einn þessara manna og tónlistardoktorinn hefur fengið flutt eftir sig verk í útvarpi en ve- rið misskilinn af gagnrýnendum. Doktorinn vantar alveg fólk á sínu plani til að ræða alvöru tónvísindi en finnur þó viðmælanda í sögu- manni okkar. í Ijós kemur að hið háa plan doktorsins takmarkast af þusi út í gagnrýnendur á blöðun- um: „.. .Á að skera af þeim haus- inn. Margt fleira svona ræddum við. Mér gekk vel aö halda uppi þessum samræðum. Mikill heið- ur.“ Að lifa lífinu lifandi Bygging sagnanna gengur ekki alveg eftir þeirri formúlu sem snið- in hefur verið af kennslubókar- höfundum. Stundum tekur sagnagleðin völdin og ber söguna áfram eins og í „Söng villiandar- innar“. Það sem heldur þeirri sögu saman er áhrif morgunútvarps- , manna og þeir atburðir sem geta staöið á bakvið eitt lítið símtal manns sem reynir sig við spum- ingu dagsins. Ekki ósvipaðir þankar liggja að baki lokasögunnar í bókinni. Þar hrífumst við með miklum undirheimasagnameist- ara, Halla hörrikein, sem hefur verið stórþjófur alla sína tíð og er stoltur af. Okkur rekur stefnulaust um mannlífið en sagan er römmuð inn í sögu af starfsmanni geð- sjúkrahúss sem er að leita að sjúklingi, áttar sig ekki á hvar hann muni að finna og hrasar sjálfur í fenið. í sögunum er gildismat fólks lagt undir hamarinn og endurskoðað, oft með háði aö vopni. Yfirborðs- mennska velgengninnar fær heldur lága einkunn og þeir einir verða stórir sem lifa lífinu lifandi og láta ekki draga sig áfram í eftir- sókn eftir þvi sem ekkert er. Mannlífið frá degi til dags er þess virði að því sé nokkur gaumur gef- inn, hvert augnablik verður að lifa. Sögur Einars Kárasonar hafa það umfram svo mikið af því sem skrif- að er aö þær virka. G.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.