Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Spumingin Hvað ætlar þú að borða í dag (Þorláksmessu)? Jóhanna Sigurðardóttir: Ég tel mig vera heppna ef ég get gripið svo sem eina brauðsneið einhvers staðar. Friðrik Sophusson: Það verður skata. Það hefur verið vani undanfarin ár að borða hana á Þorláksmessu í góðra vina hópi. rúgbrauð með smjöri, það er í uppá- haldi hjá mér. sem á borðum verður þar sem ég verð staddur, hvort sem það verður heima eða annars staðar. Sverrir Hermannsson: Þorláksmessa er sérstakur dagur hjá mér1. Ég blóta alltaf Þorlák með skötustöppu, a.m.k. Þórhildur Þorleifsdóttir: Það verður ekki skata. Ég er vön að sjóða grjóna- graut og slátur og slátriö hef ég á Þorláksmessu. Lesendur Samtök bamlausra „Þá yrðu konur sendar til útlanda I „glasameðferð“,“ segir m.a. I bréf- inu. - Nýfætt glasabarn í Tékkóslóvakíu. 7187-7558 skrifar: Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa fylgst með og heyrt af ýmsum félögiun og samtökum sem verið er að stofna hér og þar og eru nauð- synleg fyrir fólk sem vinnur að áhugamálum sínum og hugsjón- um. Það er gott að vera í svona félög- um þó að það sé bara félagsskapur- inn, þá er tilganginum náð. Hvort hægt er að stofna samtök fyrir fólk sem af einhveijum ástæðum getur ekki átt böm eða fólk sem litlar lík- ur em til aö eignist þau, það er svo annað mál. Þessi samtök myndu starfa að því að hjálpa fólki með ýmsum ráðum, þar á meðal að gera því kleift að eignast glasabam. Þá yrðu konur, kannski nokkrar saman, sendar til útlanda í „glasameöferð“. - Fjár- magna mætti þessar ferðir með ýmsu móti, eins og t.d. með því að gæta barna, vera dagmömmur eða eitthvað í þá áttina, því ég veit að ekki fmnast betri konur til slíkra starfa en einmitt þessar. Nú, þær sem yrðu svo bams- hafandi myndu samt vera áfram í samtökunum og hjálpa til eða greiða árgjald sitt. Þessi samtök myndu örugglega viðhalda ást, umhyggju og skilningi. Þær konur, sem alls ekki gætu eignast börn, fengju áreiðanlega eithvað út úr því að hjálpa öðmm konum og géra þeim það kleift. Þannig yrðu allir ánægðir. Ég hef grun um að margar konur lifi með þessa þrá, að eignast böm, og er það ekki nema eðlilegt, en geta það ekki einhverra hluta vegna og geta jafnvel ekki farið úr landi vegna fjárskorts, því það er orðið dýrt. Þráin er það mikil að einhvem veginn verður hún aö fá að bijótast út og þá er stundum leitað á náðir Bakkusar þótt það sé í sjálfu sér engin lausn. Eg vona að einhveijir taki sig til og stofni þessi eða álíka samtök, því ég er viss um að þörfin er mik- il fyrir þau. Jafnvel þótt ekki væri nema umræðnanna vegna innan þeirra, þá væri tilganginum náö. Það væri hægt að kalla þennan fé- lagsskap Samtök barnlausra eða eitthvað í þá áttina. Perur I jólaljósum kunna að vera freistandí, en er nauðsynlegt að taka þær? Gefíð jólaljósum grið Ingólfur Sigurðsson skrifar: Eg bý við Staðarbakka hér í borg og hef gert endurteknar tilraunir til að sefja upp jólaljós í tré sem stendur við gangstéttina. Fram að þessu hef ég glatað allt í allt rúmlega 30 ljósa- i pemm vegna þess að perumar eru [flarlægðar. Ég hef grun um að krakkar séu hér að verki. En hveijir svo sem það em getur enginn hagnast á því að dunda sér við að fjarlægja þessar perur. Ég vil hvetja foreldra til að brýna fyrir krökkum að láta aUt sem fólk er að koma fyrir úti hjá sér til skreyt- inga fyrir jól í friði. Sérstaklega má benda á þessi jólaljós, sem virðast ekki fá að vera óáreitt, því ég hef einnig heyrt kvörtun um þetta ann- ars staðar frá. Áskorun mín er þessi: gefið jólaljósunum grið þótt þau séu feistandi. Bílaumferð í kirkju- garðinum í Grafaivogi Aðstandandi skrifar: í kirkjugarðinum í Grafarvogi em næg bílastæði og stutt til flestra leið- anna af bílastæðunum eða frá akbrautum. Þrátt fyrir þetta er tals- vert mikið um að fólk aki alveg að að leiöunum. Ekki er hér um að ræða fólk sem er hreyfihamlað heldur fuUfrískt fólk á öllum aldri. Þetta er afar hvimleitt og um leið truflandi fyrir þann eða þá sem vilja eiga þarna kyrrláta stund, sem oft er kannski einmitt erindi margra á slíka staði. Ég kvíöi því, ef framhald veröur á þessari umferð, að slík truflun verði þama aö margir sem leggja leið sína þangað njóti ekki heimsóknarinnar sem skyldi. Þess vegna hvet ég fólk til að tak- marka akstur og óþarfa bílaumferð á milli leiðanna í garðinum. I kirkjugarð koma eflaust margir aðstandendur einmitt til að eiga þar kyrr- láta stund. Hringið í síma 27022 mil ki. 13. og 15 eða skrffið Þjóðfélag í fjárþröng: Borgum vbdlinn bara sjálf Kristinn Einarsson skrifar: Auðvitað hlaut að koma að því að við þyrftum að borga. Við erum búin að krefjast fuUkomins nútíma þjóð- félags, þjóð sem hefur engar forsend- ur fyrir slíku, á borð við þjóðir sem eiga auðlindir í jörðu og aldagamla héfð í utanríkisverslun. Hvað er eðlilegra en við borgum sjálf fyrir þá þjónustu sem við ætl- umst til að hér sé? En' það þýðir ekki að ríkið eigi að sjá fyrir daglegum þörfum fólks og einstakra hópa fólks sem er vinnufært. Það er t.d. ekkert vit í því að greiða eigi úr sameiginleg- um sjóði fyrir rekstur tónlistarskóla. Auðvitað á að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna sjálfra. Þar vita menn gleggst hve mikiö fé þarf til reksturs hvers skóla og þá greiða viökomandi íbúar það. Eins er með svokallaðan „vanda" fiskiðnaðarins, sem er nú í raun bara pökkun og geymsla á hráefni. Þetta er sjálfstæður atvinnurekstur og á ekki að vera á framfæri skattgreið- enda. Nú hafa forsvarsmenn hans lítilsháttar dregið í land með kröfur sínar um „aðstoð“ og eru t.d. hættir að krefjast gengisfellingar, eins og fram kom hjá talsmanni fiskiðnaðar- ins nýlega. Það er skynsamlegt af þeim að falla frá þeirri kröfu. Samtök annarra atvinnurekenda eru einnig farin að sjá það, a.m.k. sum hver, að ríkið hefur ekki lengur bolmagn til aö fylgja þeirri stefnu, sem löngum hefur verið í tísku hér, að styrkja hvers konar starfsemi sem stendur miklu nær atvinnuvegunum sjálfum. Þannig hefur t.d. LIÚ tilkynnt að þau samtök muni sjálf fjármagna rannsóknir sem áður voru alfariö á vegum hins opinbera. Þetta er lofs- vert framtak og óskandi að önnur fyrirtæki og samtök í atvinnulífinu fari að dæmi LÍÚ. Aðalatriðið er þó að við íslendingar fórum að skilja að það er engra ann- arra en okkar sjálfra að greiða fyrir allt það sem um er beðið, án þess þó að hinn sameiginlegi sjóður ríkisins þurfi að greiða starfsemi og þjónustu sem er staðbundin og á við takmark- aðan hóp fólks, t.d. í sama bæjar- eða sveitarfélagi Það er nánast ömurlegt að sjá og heyra í fréttum, sem sjónvarpaö er fyrir alþjóð, þegar einstaklingar eða forsvarsmenn þrýstihópa eru að ganga á fund ráðherra eða forseta sameinaðs Alþingis með betlistaf i hendi til að leita ásjár um peningaað- stoð. Það er staðreynd að við íslendingar erum þjóð í fjárþröng vegna ofneyslu og offramkvæmda og það á að vera okkar vandamál. En það á ekki að vera vandamál allrar þjóðarinnar hvort t.d. tónlistarskóh starfar í Reykjavik eða á Þingeyri eða hvort kartöfluframleiöendur flytja út afurð sína með tapi. Viðhorf fólks hefur mikiö breyst til hins betra að því leyti að miklu færri telja nú að hið opinbera eigi að leysa öll vandamál. Með staðgreiðslukerfi skatta mun enn margt breytast og víðtækar efnahagsaðgerðir eiga m.a. að felast í því aö láta þegnana greiða fyrir allt það sem þeir kreíjast. RSK Rl'KlSSKATTSOÓRI Umsókn um aukaskattkort UoMl|aatfl Matn | KenMtaa HémH |m«i Natnmakj | KámttaU , □ Htogl er at> sœkja um tuAaskattkoit þegar umsæk|andl starfar h|á Itetri an einum launagreiðanda og til þesa a& maki umsaekjanda geti ný* ðnotaAen peraánuaMált. Ekvág er hogt afl sækja um skattkort/auka- skattkort al áiur útgeM koit glatast eða vKa er I kortlnu. ► Alhugii aS áSur úlgeAft stackoit akal áwlt MoÞ uneákn úm atáoakagkoit W « KB WáMep árt k|á Mrf m elat l—mlfái eie ■ al mU mt afl iaotaáui Með staðgreiðslukerfi skatta mun enn margt breytast, segir m.a. f bréfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.