Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 15
KjaHarinn „Verslun er þjónusta og sá verslunar- maður, sem ekki áttar sig á því, verður varla ellidauður við störf sín.“ Sigurður E. Haraldsson kaupmaður ljósanna. Og um götur og torg þrammar fólk á öllum aldri, stund- um svo pinklum hlaðið að ekki verður á bætt. Og nú á Þorláks- messu verða fleiri á ferð í slíkum erindagjörðum en nokkru sinni fyrr á aðventu jólanna. í dag verður engu slegið á frest öllu lengur. Því er dagurinn nýttur til fulls, versl- anir eru opnar fram undir mið- nætti. . Var einhver að amast við öllu þessu umstangi? Nefndi einhver kaupmannahátíð, þegar talið barst aö jólahaldi eins og það tíðkast á okkar tímum? Því er ekki að leyna að slíkar raddir heyrast og má vel vera_að ekki sé að ástæðulausu. Enhver treystir sér að kveða á um hvað sé hæfilegt þegar jólahátíðin er undirbúin. Hlýtur ekki hver og einn að fara þar að eigin vilja hvað sem vandlæturum líður. Eitt er víst að margir leggja sig mjög fram til að gleðja aðra á þessari einstæðu hátíö, því kynnumst við mörg í störfum okkar. Það væri létt verk aö skýra frá hvað oft er ánægjulegt MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 15 Á Þorláksmessu að sjá einlægan vilja og sterkan ásetning þegar {jölskvldur eða ein- staklingar ganga á milli verslana í [ leit aö því sem stenst ýtrustu kröf- ur. Eflaust er allt þetta ýmsum þungt í skauti og fjárhagurinn er mis- munandi traustur. Hitt er jafnvíst að flestir kunna fótum sínum forr- áð og njóta þeirrar ætlunar aö gleðja aðra um jólin og þá sjálfa sig um leið. Verslun er þjónusta Hver hagnast svo á þessu öllu saman er mál sem ég vil láta öðrum eftir að reikna til enda. Er það fremur bóksalinn en bókaútgáfan? Er það sá sem framleiðir margvís- legan iðnvarning til sölu um jól og hefur til þess allt árið eða verslun- in, sem dreifir vörunum í ys og þys síðustu dagana fyrir jól? Þannig mætti lengi spyija og eflaust finnast þeir sem telja sig hafa svör á reiðum höndum. Verslun er þjónusta og sá verslr unarmaður, sem ekki áttar sig á því, veröur varla ellidauður við störf sín. Ég vænti þess að í dag verði margir þess aðnjótandi að þorri þeirra sem starfa í verslunum eru alúðlegir og hjálpfúsir. Það létt- ir allt það sem ljúka þarf í dag. Og að aflíðandi hádegi á morgun færist þráður friður yfir borg og bæ, allt frá ystu annesjum til innstu dala. í upphafi þessa grein- arkorns voru rifjuð upp orð skálds vestan af landi. Sú var tíð aö þaðan barst ómþýð rödd annars skálds, Stefáns frá Hvítadal. Jólin létu hann ekki ósnortinn, hann hefur síðasta orðið um jólahátíðina; von- andi misvirðir enginn að kaup- maður minni á þau: Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lesendum DV eru færðar bestu óskir um gleðirík jól. Sigurður E. Haraldsson Steinn Steinarr skáld segir frá því á einum stað þegar hann kemur vestan af landi í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Skáldið segir svo frá: „Á sólbjörtum morgni fyrir meira en hálfum mannsaldri síðan stóð ég á bryggjunni, þar sem nú heitir Ægisgarður, og litaðist um. Þetta var Reykjavík, endimark drauma minna jafnt hamingju og harma, og loksins var ég kominn alla leið. Enn í dag man ég hvaö ég var undarlegur innvortis, ég gat ekki hugsað nokkra hugsun til enda, bara laumaðist áfram með pokann minn á bakinu í einhvers konar sóttheitri leiðslu. í miðju Austurstræti rankaöi ég þó við mér andspænis litlu búðar- skilti, sem á var letrað „Amatör- verslun Þorleifs Þorleifssonar". Þetta er nú meiri ritvillan maður, hugsaði ég, það stendur „Amatör- verslun" í staðinn fyrir „matvöru- verslun". Síðan hef ég verið Reykvíkingur og þessi borg varð fóstra mín og önnur móöir, ævin- lega fremur mild og ljúf í viðmóti, þegar þess er gætt að ég var mikill pörupötur og brekabarn." Þannig farast Steini Steinarr skáldi orð. Gáfaði sveitapilturinn rennir spurulum augum á það sem á vegi hans verður þegar hann stíg- ur sín fyrstu spor í Reykjavík. Og hann rankar við sér þegar nafn verslunar ber fyrir augu. Eflaust gætu margir sagt svipaða sögu. Verslanir og verslanahverfi eru máski öðru fremur ásýnd borga og bæja hérlendis jafnt sem erlendis, hvort mönnum líkar svo betur eða verr. Aldrei er þetta augljósara en í miðju skammdegi um jól. Við verslunargötur logar ljós við ljós í fjölbreyttu Iitaskrúði svo dökkir skammdegisskuggar hörfa í dimm sund og skúmaskot. Kaupmannahátíð? Öll þessi jólalýsing verslana er eins konar forboði j ólahátí ðarinnar þegar heimilin búast einnig í ríki „Jólalýsing verslana er eins konar forboði jólahátiðarinnar," segir greinarhöfundur m.a. - Jólaskreyting á Laugavegi. Leitum Það líður senn að jólum og þá tendrast það ljós sem er öllum öðr- um ljósum skærara, ljósið sem lýst hefur mannkyninu í gegnum ald- irnar, ljósið sem lýsir í svartasta skammdeginu, ljósið sem lýsir huga mannanna og beinir þeim að einu og sama marki. Þættir hins mannlega lífs eru margir og lífs- þráðurinn er margslunginn og hver og einn þáttur hans getur haft afgerandi áhrif á líf manna, misjafnlega mikil eftir atvikum. Leiðir skerast Auðvitað er það einstaklings- bundið hvemig menn rekja sig eftir þeim brautum sem þeim er áskap- að að fara eftir en það hlýtur líka að vera mikið undir einstaklingn- um komið hvernig til tekst. Ekki er á því vafi að samferðamennimir hafa hér mikið að segja og einn sér er maðurinn ákaflega takmarkað- ur. Þetta birtist okkur í mörgum myndum og misjafnlega áberandi skýrum. Ég held að einna greinileg- ast birtist okkur þetta í daglegri umgengni, daglegum mannlegum samskiptum. Leiðir okkar liggja víða og leiðir okkar skerast en hvaða afleiðingar það hefur sér enginn fyrir. Já, leiðir okkar skerast bókstaf- lega þar sem við leggjum leið okkar um gatnakerfi borgarinnar og enn sér enginn afleiðingarnar fyrir. Samt er það staðreynd sem blasir við okkur að við rekumst á í þess- um skurðarpunktum. Afleiðing- arnar af þeim árekstrum eru mismunandi eftir því hve harður áreksturinn er, og hve harður áreksturinn er ræðst af því hve til okkar sjálfra Kjallariim Arnþór Ingólfsson aðstoðaryfirlögregluþjónn erum komin í vélknúið ökutæki. Það gegnir öðru máli að því leyti að ef við rekumst á þá hefur það alvarlegri afleiöingar í för með sér, en hve alvarlegar sér enginn fyrir. Og enn er ekki hægt annað en að skírskota til mannlegra samskipta. Það breytir ekki neinu hvort við erum akandi eða gangandi. Við getum ekki böðlast áfram í umferðinni í skjóli þess að við séum sitjandi í blikkkassa á hjólum og séum þar i vari fyrir skrokkskjóð- um. Það er skylda okkar að haga okkur svo að við völdum ekki sam- borgurum okkar tjóni, hvort sem það er á þeim sjálfum eða eignum þeirra. Það er einnig skylda okkar gagnvart okkur sjálfum og gagn- vart fjölskyldum okkar að reyna „Má ég leggja til að við breytum hugar- fari okkar? Má ég leggja til að við högum okkur svo gagnvart samborgur- um okkar í umferðinni að ekki sé vansæmd að?“ mikil ferðin er á okkur þegar við lendum saman. Þar sem við göngum á þröngum gangstéttum fer ekki hjá því að við rekumst hvert á annað. Það hefur engar af- leiðingar í för með sér. E.t.v. biðjum við afsökunar, e.t.v. ekki. Það fer allt eftir hugarfari okkar og mati okkar á því hvernig við viljum haga mannlegum samskipt- um, kurteisi, hlutleysi, ruddaskap- ur. Er það lögmál? Það gegnir öðru máli þegar við með öllu móti að koma í veg fyrir að slasa okkur eða valda tjóni á eignum okkar, það kemur niður á fleiri en okkur, það kemur niður á fjölskyldum okkar, það kemur nið- ur á samfélaginu sem við lifum í. Við sem störfum að löggæslumál- um komumst ekki hjá því aö velta því fyrir okkur hvers vegna öll þessi ósköp þurfa að gerast í um- feröinni hjá okkur. Er það alveg óhjákvæmilegt? Er það lögmál að hátt í sex þúsund ökutæki séu stór- skemmd eftir árekstra hér í Það er ekki fyrr en við komum tii skjalanna að bíllinn er orðinn hættuleg- ur, segir í greininni. Reykjavík eins og gerðist á sl. ári. 1986? Eigum við að líta á það sem sjálfsagðan hlut, óhjákvæmilegan, að á mi,lli 240 og 250 manns slasist í umferðinni eins og gerðist á því sama ári hér í borginni? Nei, það megum við ekki gera. Ef við gerum það þá erum við á hættulegri braut. Úrbæturnar En hvernig eigum við að koma í veg fyrir að þetta gerist? Til hverra eigum við að leita til að aka málum svo að til betri vegar horfi? Við höfum ekkert annað að leita en til okkar sjálfra. Ég hef oft sagt það áður og segi það enn. Bíllinn án okkar gerir ekkert af sér. Það er ekki fyrr en við, ökumennimir, vitsmunaverurnar, við sem teljum okkur hafna yfir aðrar lifverur jarðarinnar, það er ekki fyrr en við komum til skjalanna aö bíllinn er orðinn hættulegur. Og hvert eigum við þá annað að leita en til okkar sjálfra til að fá einhverjar úrbætur? Og hverjir hafa meiri hag af úrbót- um en einmitt við sem þurfum með einhverjum hætti að komast áfram í þessari umferð? Og hverjar eru þá úrbæturnar? Má ég leggja til áð við breytum hugarfari okkar? Má ég leggja til að við högum okkur svo gagnvart samborgurum okkar í umferðinni að ekki sé vansæmd að? Má ég biðja ykkur um, ágætu ökumenn, að líta í eigin barm? Gagnrýnið ykkur sjálfa. Verið ek á sífellt að reyna að leita aö söku- dólgi annars staðar ef þið erijiö sjálfir sá sökudólgur. Það líður senn að jólum og af heilum huga óska ég öllum gleðilegrar hátíðqr. Vonandi er að enginn þurfi að dvelja sár og þjáður á sjúkrahúsi yfir jólahátíðina af völdum okkár sem erum þátttakendur í umfeijð- inni. Er einhver á annarri skoðun? Gleðileg jól. Arnþór Ingólfssþn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.