Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 40
64 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Þrautir Á leiðinni Kona nokkur gekk.í átt að braut- arstöðinni og á sama tíma lagði maður hennar af stað frá sömu stöð. Þau mættust á leiðinni og 16 mínútum síðar var maðurinn kom- inn heim. Konan kom á brautar- stöðina 25 mínútum síðar. Verkefniö er að finna út hve lengi hvort um sig hafði gengið þegar þau mættust? Yflrstrikið Bóndlnn og kýmar Bóndi nokkur keypti hóp af kúm. Hann hélt með þær heim á leið en á leiðinni varð hann að fara framhjá fjórum tollstöðvum og þar varð hann að gjalda keisaranum það sem keisarans var. Við hverja tollstöð tóku tollverðimir helminginn af kúnum en létu bóndann hafa eina til baka. Þegar bónd- inn var loksins kominn heim átti hann aðeins fjórar kýr. Hve margar kýr keypti hann í upphafi? Þetta er gömul þraut sem menn hafa verið að spreyta sig á í gegnum aldimar. A myndinni koma fyrir fimm ferhyrningar og vandinn er aö draga línu í gegnum allar hliðar þeirra. Línan má aðeins fara yfir hverja hlið einu sinni. Á myndinni er sýnd ein tilraun til að leysa þiessa þraut en eins og sjá má er þetta ekki fullnægjandi lausn því línan fer ekki yfir eina hliðina. Höfuðverkur jólasveinanna /\ Jólasveinninn var orðinn gamall og þreyttur en gjafimar aldrei fleiri. Hann fékk sér því aðstoðarmann og þeir skiptu með sér verkum. Þeir höfðu með sér stiga til að komast inn um glugga á húsunum og hafði gamli jólasveinninn stutta stigann. Þeir komu í götu nokkra þar sem hús voru mishá og aðstoðaijólasveinn- inn átti að fara í hærri húsin enda með hærri stiga. Stigi aðstoðaijóla- sveinsins var 59,9 metrar en stigi jólasveinsins 35 metrar. Þegar þeir höfðu komið stigunum fyrir, eins og sýnt er á myndinni, langaði þá til að vita hvað gatan væri breið. Þeir höfðu með sér 15 metra langt málband en það var of stutt. Hins vegar komust þeir að því að stigamir skámst í 15 metra hæð. í staö þess að mæla breidd götunnar með málbandinu settust þeir niður og reiknuðu það út. Hvað var gatan breið? Reikningskúnst sögunarmannsins Sögunarmaður fékk eitt sinn þetta verkefni til að glíma við. Hon- um var afhentur 23 metra langur tijábolur. Radíus mjórri endans var 1 sentímetri en síðan breikkaði bolurinn jafnt og þétt og radíus sverari endans var 24 sentímetrar. Verkefni sögunarmannsins var að búa til sívalning úr tijábolnum og ekki bara það því sívalningurinn átti að hafa mesta hugsanlega rúm- mál. Sívalningurinn gat því ekki orðið jafnlangur og tijábolurinn en sögunarmaðurinn varð að finna út hvað hann mátti verða styttri. Þetta tókst honum en hve langur varð sívalningurinn? GLEÐILEG JÓL OG HAMINGJURÍKT KOMANDI ÁR! Þakka samstarfið og vináttu á liðnum árum Óli blaðasali Jólastjama Með því að draga 12 jafnlöng strik í viðbót á þessa jólastjömu breytist myndin af henni í þijá jafnstóra pakka. Hvemig á að draga þessi strik? Ein eldspýta Þetta dæmi er ekki rétt en með því að færa eina eldspýtu er hægt að fá dæmið til að ganga upp. Hvemig á að gera það? Fátækur stúdent Stúdentinn átti að greiða 8 krón- ur í húsaleigu en þegar hann tæmdi vasa sína komu aöeins sex krónur upp. Hann lagði þær á borðið og þá röðuðust þær upp eins og mynd- in sýnir. Hann var þó bæði bjart- sýnn og snjall í. stærðfræði og samdi þannig við húseiganda að ef hann gæti látið fjórar krónur vera í hvorri röö þá nægði það fyrir leig- unni. Þetta gerði stúdentinn með því að færa aðeins einn pening. Hvemig fór hann að því? Níu dæmi í rammanum eru níu óleyst ar .í æðsta veldi og draga af þeim dæmi. Til að leysa þau má nota minnstu rætur. Ef valin er rétt allar reikningsaðferðir, samlagn- reikningsaðferð á að vera hægt aö ingu, frádrátt, margfóldun og fá 6 út úr öllum dæmunum. deihngu og einnig má hefja tölum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.