Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 59 Áramótabrennurnar hafa vissan „sjarma" og þaö vœri leitt ef þœr legö- ust af. Fáar áramóta- brennur Áramótabrennur á höfuð- borgarsvæðinu verða fáar í ár ef fer sem horfir. í Reykja- vík er búið að sækja um leyfi fyrir þremur brennum, ein brenna verður í Kópavogi, ein í Garðabæ og sennilega bara ein í Hafnarfirði. Það er af sem áður var þegar minnst ein brenna var í hverj u hverfi og mikil samkeppni milii brennumanna að vera með sem stærstar brennur. Nú er svo komið aö menn á stór- virkum vinnuvélum sjá um að safna efni í brennumar og hlaða þeim upp og hlutverk bamanna í brennugerðinni hefur minnkað að sama skapi. Það hefur verið opin- ber stefna undanfarin ár að fækka brennum en hafa þær í staðinn stærri, í flestum til- fellum bæjarbrennur sem bæjarstarfsmenn vinna við að koma upp. Þessi þróun er mjög tvíeggjuð því þarna er enn verið að ræna krakkana framkvæmdagleðinni. Hvað er varið í að koma með tvo pappakassa og gamalt dekk á brennu þegar tveir vömbflar em að losa rusl á sama tíma á þessa sömu brennu? Þá em brennustæðin yfirieitt langt frá mannabústöðum af ör- yggisástæðum og því illger- legt fyrir krakkana að burðast með draslið sitt þangað. Þróunin hefur því orðið sú að æ færri krakkar vinna að því í jólafríinu að hlaöa báikesti og um leið þverr áhuginn á brennunum sjálfum. Það er líka að verða áe algengara að krakkar séu í minnihluta við brennumar á gamlárskvöld, en í meiri- hluta em foreldrar, sem láta hugann reika til gömlu dag- anna þegar þeir vom á fullu í jólafríunum sínum við að safha í bálkesti og keppast við að vera með stærri brennur en krakkamir í næsta hverfi, með ung böm sín og jafnvel komaböm, og svo útúr- drukknir unglingar sem ekki mega drekka heima en leita eftir félagsskap í ylnum af brennunum. Kraftaverkin gerast enn Ájólunumdusta margir rykið af trúarbrögðunum sínum og fara að hugsa um Jesúm og kenningar hans. Þá rifjast upp ýmsar sögur sem menn hafa numiö i æsku, meðal annama frásögnin af því þegar Jesús læknaði lam- aða manninn með því að segja við hann: „Statt upp, tak sæng þína og gakk!“ Fleiri kraftaverkasögur koma upp i hugann á þessum árstíma en Mogginn gekk skrefmu lengra í frétt í gær og sagði okkur kraftaverka- sögu úr nútimanum. Fréttin er skrifuð upp úr grein um Bláa lónið í Svartsengi og birtist hún i bandaríska blað- inu Wall Street Joumal. Þar er aíhj úpað hvemig mönnum hlotnaðist fyrst vitneskjan um lækningamáttinn í lón- inu. Þar segirað „verkamað- ur einn sem starfaði við hitaveituna í Svartsengi hafi einhverju sinni fallið í lónið og uppgötvað sér til mikillar furðu að baðið hafði jákvæð áhrif á húðsj úkdóm sem angraði hann.“ Þar höfum við það - eitt snöggt bað og maðurinn kom alheill upp úr leðjunni! Pemsala og Taiwanferðir Lionshreyfmgin á íslandi er sterk og hefur komið mörgum góðum málum tfl leiðar. Sömu sögu er að segja af öðrum ámóta hreyfmgum, svo sem Kiwanis, Rotary, JC og mörgum öðrum klúbbum. Félagar í þessum hreyfmgum koma að öllu jöfnu saman vikulega, boröa gómsæta há- degis- - og í sumum tilfellum kvöldverði - sem kosta tugi þúsunda fyrir hvem hóp um sig vikulega. Á fundunum eru svo raedd landsins gagn og nauðsynj ar og athugað h var skuíi bera niður þar sem fjárþörfin er mest. Nú skal þess getið að ftársafnanir þessara klúbba fara ekki í að greiða matinn ofan í félagana heldur borgar hver maður sinn mat sjálfur. Þama er hins vegar á feröinni kostn- aður upp á nokkur þúsund krónur á mánuði fyrir hvem félagsmann. Svo ganga félag- amir í hús með vissu millibili og selja perur, jólapappír eða eitthvað annað til að afla vissu málefni ftár. Allt er þetta góðra gjadda vert. í ný- útkomnu Vesturlandi er grein með myndum sem ber yfirskriftina: „Myndir úrferð Sigurðar V. Bemódussonar og konu hans tfl Taiwan Sandkom (Formósu)" en þessi setning er í raun þrekvirki í gerð fyr- irsagna og það á landsvísu. í greininni er sagt frá því að Sigurður hafi verið kjörinn umdæmisstjóri fyrir Norður- og Vesturland á Lionsþingi í júni. Eftir kj örið fór hann ásamt konu sinni (eftirtekt- arvert fyrir karlrembur) til Taiwan til að láta kanadískan alþjóðaforseta Lions setja sig inn í starfið. Það vekur at- hygh að það skuli þurfa að senda mann til Kina til að setja hann inn í starf um- dæmisstjóra Lions á Vestur- og Norðurlandi þar sem al- þjóðaforsetinn kemur frá Kanada. Ennfremur vakna þær spumingar h vort ekki hefði mátt kaupa nokkrar lj ósaperur fyrir þá peninga sem það kostaði að koma Sig- urði og konu hans til Kína, en nú stendur einmitt yfir perusala á vegum ýmissa Li- onsklúbba á Islandi. Jólin koma Nú efu jólin að ganga í garð með allri sinni dýrð og um- stangi. Við skulum ekki gleyma boðskap jólanna sem þó eiga að leynast innan um allar umbúðimar. Jólin em ekki aðeins pakkar og matur, þótt það dragi ekki úr ánægjunni, heldur er þama á ferðinni einhver fegursti siðaboðskapur sem enn hefur heyrst á plánetunni. Um leiö og menn skera i jólagæsina, hamborgarhrygginn, hangi- ketið, rjúpuna, eða hvað menn nú leggja sér til munns á aðfangadag, ættu þeir að hugleiða hið góða og fagra í jólaboðskapnum og reyna á nýjij ári að breyta samkvæmt honum. Sandkom óskar öll- um lesendum sínum gleði- legrajóla. Umsjón Axel Ammendrup pv_________________________________________Kvikmyndir _ Bíóhöííin/Undraferðin: Náin kynni Inner-space Framleidd al Steven Spielberg. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Martin Short, Meg Ryan, Kevin McCarthy. Þegar nafn Steven Spielberg ber á góma dettur manni ósjálfrátt í hug æsandi ævintýri og furðuver- ur. Nafn hans er orðið að eins konar gæðastimpli fyrir ævintýra- myndir og í kvikmyndinni „Inner- space“ er það engin ofstimplun. Þar er sagt frá flugliðanum Tuck Pendelton sem hefur sjálfviljugur látið örsmækka sig, í vísindaskyni. Ætlunin er að sprauta honum í eins konar kafarakúlu inn í kanínu og láta hann kanna líkama hennar innanfrá. Þetta fer þó á aðra lund því hópur misindismanna ryðst inn á rann- sóknarstofuna í því skyni aö ræna uppgötvuninni. Foringi vísinda- mannanna nær þó aö flýja með sprautuna og sprauta Tuck Pendel- ton inn í Jack Putter. Jack er vonlaus týpa og einn versti hýsill sem hægt er að hugsa sér. Með þeim tveim takast þó náin kynni, eins og gefur að skilja, og Tuck hefur mannbætandi áhrif á hinn vonlausa Jack svo ekki sé meira sagt. Til aö tilraunin takist þarf tvö örsmáa kubba, annan hafa glæpa- mennirnir, hinn er í kafarakúlunni hjá Tuck. Þar að auki er súrefnið í kúlunni takmarkað og hvorki Tuck né Jack vilja vera svo nánir til eilífðar. Báðir aðilar vilja því gjarnan hafa báða kubbana og óhjákvæmilega hljóta því leiöir Jack og glæpamannanna að liggja saman. Inn í söguna blandast óprúttinn vopnasali, fyrrverandi unnusta Jacks auk fjölda spennu- og gaman- atriöa. Martin Short fer ákaflega vel með hlutverk hins vonlausa Jacks Putter og Dennis Quaid og Meg Ryan eru litlu síðri. Tæknibrellur Spielbergs eru löngu kunnar og hér slær hann ekkert af í fetöalagi innan manns- líkamans sem og í „utan-líkama“- atriðum. Niðurstaðan er því einfold, óhætt er að mæla með Undraferðinni sem tilvalinni ástæðu til bíóferðar. JFJ Jack Putter er gersamlega vonlaus náungi sem þó mannast með inn- komu Tuck. Hér leikur hann listir sínar ofan á blæjubíl. Jólaspaug Ég á ekki eina krónu en þú getur fengið jólagjöf! Jeminn, við höfðurn nú ákveðið að gefa ekki stórar jólagjafir í ár. Nú er þetta þinn bfll. Þá sleppur þú með aðvörun! J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.