Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 73 Afmæli Margrét Briem Margrét Briem, Sóleyjargötu 17, Reykjavík veröur sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Anna Margrét Þuríður Ólafsdóttir Briem er fædd í Viðey og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykjavíkur 1916 og lauk prófi frá Kvennaskólanum 1929. Margrét vann við skrifstofustörf hjá Vá- tryggingafélaginu Trolle og Rothe í eitt ár en vann sem ritari,- mynda- tökumaður og við röntgenlækning- ar á röntgendeild Landspítalans 1930-1935 og um árabil við heild- sölu eiginmanns síns. Hún giftist 7. mars 1936 Agli Kristjánssyni, f. 26. apríl 1909, d. 5. júlí 1981, stór- kaupmanni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristján Jóhannsson sjómaður og Ástríður Eyjólfsdóttir í Hliði á Vatnsleysuströnd. Synir Margrétar og Egils eru Ólafur, f. 20. ágúst 1936, sendiherra í London, kvæntur Rögnu Ragnars, löggiltum skjalaþýðanda, og eiga þau tvö börn og Kristján, f. 31. desember 1942, flugstjóri hjá Flugleiðum, kvæntur Margréti Sigursteinsdótt- ur kennara og eiga þau tvær dætur. Systkini Margrétar eru Guðrún, f. 9. apríl 1915, gift Árna Björns- syni, kaupmanni í Borgamesi, en hann er látinn, þau eignuðust eina dóttur; Gunnlaugur Friðrik, f. 27. maí 1918, fv. framkvæmdastjóri Siglósíldar, kvæntur Unni Ríkarðs- dóttur Thors, eiga fimm börn; iValgarð, f. 31. janúar 1925, hrl., kvæntur Bentu Jónsdóttur og eiga þau þijá syni og Ólafur, f. 25. jan- úar 1933, fulltrúi hjá Flugleiðum, kvæntur Eddu Jónsdóttur og eiga þau þijú börn. Foreldrar Margrétar vom Ólafur Briem, f. 14. júlí 1884, d. 19. nóvemb- er 1944, skrifstofustjóri Kveldúlfs og SÍF, og kona hans, Anna Val- gerða Claessen, f. 22. ágúst 1889, d. 8. maí 1966. Faðir Ólafs var Gunn- laugur Briem, verslunarstjóri og alþingismaður í Hafnarfirði, og var hann einn af fimm bræðmm sem sátu á Alþingi og næstelstur nítján systkina, Eggertssonar Briem, sýslumanns á ReynisfáTT í Skaga- firði, Gunnlaugssonar Briem, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, forfóður Briemsættarinnar. Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Eiríks- dóttir, sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíö, Sverrissonar. Móðir Ól- afs var Friörika Carólína Jakobine Claessen. Móðir Önnu Valgerðu var Jean Valgarð Claessen, lands- féhirðir, bróðir Friðriku Carólínu, móður Ólafs Briems. Faðir þeirra var Jean Jakob Claessen, skrif- stofustjóri í Kaupmannahöfn, en Claessenættin er komin frá Hol- landi. Fyrri konu börn Valgarðs vom Eggert hrl., Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra, María, móðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra og Gunnlaugur yfirlæknir. Móðir Önnu Valgerðu var Anna Margrét Þuríður Möller sem fyrr var gift Jósep Blöndal, verslunarstjóra í Grafarósi. Synir þeirra vom Kristj- án, kaupmaður á Sauðárkróki, og Ole, póstritari í Rvík. Sonur Önnu og Valgarðs var Arent, stórkaup- maður í Rvík, afl Gunnlaugs Claessens ríkislögmanns og Þórðar Þorbjarnarsonar, borgarverkfræö- ings í Rvík. Anna Margrét Þuríður var dóttir Kristjáns Möllers, veit- ingamanns í Rvík, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur, beykis í Rvík, Norðfjörð, Jónssonar, beykis á Reykjarfirði. Margrét dvelur í dag á heimili Kristjáns og Margrétar á Einimel 10 í Reykjavík. Guðlaug Pétursdóttir Guðlaug Pétursdóttir, Holtsgötu 19, Reykjavík, verður níræð á jóla- dag. Hún er fædd að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd en foreldrar hennar voru Oddbjörg Jónsdóttir og Pétur Örnólfsson, sjómaður og síðar fiskimatsmaður. Á fyrsta ár- inu var Guðlaug tekin í fóstur að Minni-Vatnsleysu til þeirra hjóna, Sæmundar Jónssonar bónda og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, en hjá þeim ólst hún upp. Guðlaug átti þijú systkini sem nú em öll látin: Elst var Gróa Pét- ursdóttir sem gift var Nikulási Kr. Jónssyni skipsfjóra, en hjá þeim bjó Guðlaug öll sín fullorðinsár; þá var Jóhann Pétursson skipstjóri, sem lengst af var á togurum frá Patreksfirði, kvæntur Elínu Bjarnadóttur frá Stóru-Vatnsleysu; og yngst var Emilía Björg Péturs- dótir en hennar maður var Krist- inn J. Markússon, forstjóri í Versluninni Geysi. Guðlaug vann í um fjörutíu og átta ár hjá fyrirtækinu Ó. Johnson & Kaaber og undi hún hag sínum þar hið besta. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, bóndi á Hvoli I í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafells- sýslu, verður sjötugur á jóladag. Jón fæddist að Hvoli og ólst þar upp en hann hefur verið b. að Hvoli í þijátíu og átta ár og hefur bæði haft sauðfé og garðrækt og framan af jafnframt lítils háttar kúabú- skap. Jón kvæntist Ágústu Þorbjörgu Hannesdóttur frá Núpsstað í Fljóts- hverfi, f. 4.8. 1930. Þeirra synir eru Hannes, b. og trésmiður á Hvoli, f. 7.5.1953, kona hans er Guðný Marta Óskarsdóttir úr Reykjavík; Sigurður Torfi, þjóð- félagsfræðingur, f. 5.9.1955, búsett- ur í Reykjavík, kona hans er Elín Helga Siguijónsdóttir frá Hamra- hlíð í Skagafirði. Foreldrar Jóns vom Siguröur Jónsson, b. á Hvoli, ættaður frá Skál á Síðu, og kona hans Guðleif Jónsdóttir frá Teygingalæk á Brunasandi. Brynjar Jónsson, Heiðarlundi 7H, Akureyri, verður fimmtugur á að- fangadag. Einar Gíslason, Flókagötu 6, Reykja- vík, verður fimmtugur á aðfangadag. Kristíana Kjartansdóttir, Kílhrauni, Skeiðahreppi, verður fimmtug á að- fangadag. UnnurKjartansdóttir, Kirkjuteigi 14, Reykjavík, verður fimmtug á að- fangadag. Arndís Þórðardóttir, Bessatungu, Saurbæjarhreppi, verður fimmtug á aðfangadag. Karin A. Hróbjartsson, Bergstaða- stræti 63, Reykjavík, verður fimmtug á aðfangadag. 40 ára___________________________ Jón Ármann Sigurðsson, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður fertugur á aðfangadag. Þorbergur Atlason, Þrastarhólum 6, Reykjavík, verður fertugur á að- fangadag. Regina Aðalsteinsdóttir, Torfufelli 9, Reykjavík, verður fertug á aðfanga- dag. Anna Karen Friðriksdóttir, Sjávar- götu 18, Njarðvík, verður fertug á aðfangadag. Brimrún Vilbergsdóttir, Kirkjubraut 30, Akranesi, verður fertug á að- fangadag. Jón Jónasson, Hamrahlíð 18, Reykja- vík, verður fertugur á aðfangadag. Hann dvelur nú á Reykjalundi. Til hamingju með fóstudaginn! 80 ára Ólina Pétursdóttir, Ekrugötu 3, Presthólahreppi, verður áttræð á jóladag. 75 ára Halldór Bjarnason, Hlíðarvegi 32A, Siglufirði, verður sjötíu og fimm ára á jóladag. Gottskálk Þ. Gíslason, Miklubraut 22, Reykjavík, verður sjötiu og fimm ára á jóladag. 70 ára Þorsteinn H. Þorsteinsson, Hóla- braut 5, Hafnarfirði, verður sjötugur á jóladag. Árni Markússon, Hátúni 12, Reykja- vík, verður sjötugur á jóladag. 50 ára Lilja Guðsteinsdóttir, Þórastíg 9, Njarðvík, verður fimmtug á jóladag. Ámi Magnússon, Tjarnarbóli 4, Sel- tjarnarnesi, verður fimmtugur á jóladag. 40 ára Þorsteinn Sigurjónsson, Blesugróf 18, Reykjavík, verður fertugur á jóla- dag. Jenný Steindórsdóttir, Aðalbraut 24, Kaldrananeshreppi, verður fertug á jóladag. Gísli Sæmundsson, Grenihlíð 3, Sauðárkróki, verður fertugur á jóla- dag. Magnús Daníelsson, Borgarvegi 23, Njarðvík, verður fertugur á jóladag. Til hamingju með laugardaginn! 80 ára Guðmundur Ólafsson, Ferstiklu, Strandarhreppi, verður áttræður annan dag jóla. Þoriákur Jónsson Þorlákur Jón Jónsson rafvirkja- meistari, Grettisgötu 6, Reykjavík, er áttræöur í dag. Þorlákur er fæddur á Suðureyri við Súganda- íjörö og byrjaði snemma að sækja sjóinn en varð fullgildur háseti strax eftir fermingu. Þorlákur var háseti í Sandgerði og á Siglufiröi til 1927 er hann fluttist til Reykja- víkur. Hann vann í Sjóklæðagerð íslands þar til hann hóf nám í raf- virkjaiðn 1928. Þorlákur lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1933 og fékk meistarabréf 1937. Hann rak verslun og vinnustofu, fyrst með Eiríki Hjartarsyni og Sigurði Magnússyni og frá 1944 með Sig- mundi Kornelíussyni til 1952. Þorlákur rak raftækjavinnustofu ásamt Páli syni sínum 1951-1972 og starfaði síðan hjá Páh syni sínum í Raffelli hf. í Kópavogi 1972-1986. Þorlákur er einn af stofnendum Súgfirðingafélagsins og heiðurs- félagi þess og hefur átti sæti í stjórn Landssambands íslenskra rafverk- taka. Þorlákur hefur starfað lengi í Góðtemplarareglunni og veriö formaður Skemmtifélags góð- templara frá 1968. Þorlákur kvæntist 25. nóvember 1933 Krist- jönu Örnólfsdóttur, f. 2. júh 1909, d. 21. mars 1969. Foreldrar hennar voru Örnólfur Jóhannesson, verkamaður og sjómaður á Suður- eyri, og kona hans, Margrét Guðnadóttir. Börn Þorláks og Kristjönu em Páh, f. 6. september 1934, d. 28. maí 1986, rafverktaki í Kópavogi, kvæntur Ásthildi Pét- ursdóttur bæjarfulltrúa, starfs- manni Samvinnuferöa og Landsýnar, og eiga þau tvö börn, Jón Kristinn, f. 28. maí 1939, d. 5. júlí 1983, rafvirki í Kaupmanna- höfn, kvæntur Margot Holt, starfs- manni hjá Ríkisendurskoöuninni dönsku, Gunnar, f. 4. desember 1943, fulltrúi hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, kvæntur Kolbrúnu Hauksdóttur, starfs- manni hjá Iðnaðarbanka íslands, og eiga þau fjögur börn. Dóttir Þor- láks með Magneu Einarsdóttur frá Hvannstóði í Borgarfirði eystri er Auður, f. 26. október 1930, gift Gunnari Má Torfasyni vörubíl- stjóra, nú starfsmanni Bílaborgar hf., og eiga þau sex börn. Fóstur- dóttir Þorláks er Guðfinna Ríkey Einarsdóttir, f. 16. janúar 1945, handavinnukennari í Kópavogi, gift Magnúsi Gunnlaugssyni iþróttakennara og eiga þau þrjú börn. Sambýliskona Þorláks var Matthildur Guðmundjsdóttir frá Bæ á Selströnd, f. 19. júlí 1905, d. 3. desember 1986. Systkini Þorláks eru Þóra J. Hjartar, f. 19. desembep 1896, d. 31. desember 1982, gift Friðrik Hjartar, skólastjóra á Akranesi, Sturla, f. 24. ágúst 1902, oddvifi og hrepp- stjóri á Súgandafirði, giftur Krist- eyju Hahbjamardóttur, Kristjana Guðrún, f. 7. nóvember 1909, gift Friðbert Péturssyni, b. í Botni í Súgandafirði, og Jóhannes Þórður, f. 20. janúar 1916, fv. kaupfélags- stjóri á Suðureyri, giftur Geirþrúði Valdimarsdóttur. Foreldrar Þorláks vöru Jón Ein- arsson, formaður og síöar íshús- stjóri á Suðureyri, og kona hans, Kristín Kristjánsdótti]-. Faöir Jóns var Einar, b. á Meiribakka í Skála- vík, Jónsson. Móðir Þorláks var Kristín Kristjánsdóttir, útvegs- manns á Suðureyri, Álbertssonar. Móðir Kristínar var Guðrún Þórð- ardóttir, b. í Vatnadal, Þórðarson- ar, bróður Guöríðar Bjarnadóttur, langömmu Kristjönu, konu Þor- láks. Guðríður var ! móðir Guð- mundínu, ömmu Gils Guðmunds- sonar, fv. alþingismanns. Guðríður var móðir Guðnýjar, móöur Guð- rúnar, móður Jónu Margrétar, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar al- þingismanns og Kjartans Ólafsson- ar, fv. alþingismanns og ritstjóra. Guðrún var einnig nóðir Guðna „kóngabana" og Rebekku Kristín- ar, konu Guðjóns Halldórssonar, járnsmiðs á Suöure|yri. Þorlákur tekur á móti gestum í Templara- hölhnni, Eiríksgötu 5j, milh kl. 15.30 og 24 á afmælisdaginn. Guðmundur Amason Guömundur Svarfdal Árnason, Grenivöllum 12, Akureyri, verður sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Guðmundur fæddist á Akureyri, en hann er íjórði elstur ellefu systkina. Guðmundur nam tré- smíði'-hjá fóður sínum og hefur löngum stundað trésmíðar síðan. Guðmundur kvæntist 1936 Aðal- heiöi, dóttur Guðmundar Magnús- sonar og Sesselju Jónsdóttur sem bjuggu í Arnamesi í Arnarnes- hreppi. Guömundur og Aðalheiður bjuggu sitt fyrsta hjúskaparár á Ákureyri. Þau fluttu svo í Arnar- nes 1937 og hófu þar búskap en Guðmundur stundaði löngum smíðar með búskapnum. Þau bjuggu í Arnarnesi í þrjátíu ár en fluttu síðan inn á Akureyri þar sem Guömundur vann við smíðar, og þá lengst af í Slippstöðinni hf., en þar lét hann af störfum fyrir fáein- um árum af heilsufarsástæðum. Aðalheiður og Guðmundur eign- uðust sjö börn: Gunnhildur húsmóðir, gift Stefáni bifreiðar- stjóra, en þau búa í Hólakoti í Reykjadal og eiga sex börn; Ses- selja, húsmóðir á Dalvík, gift Jóni Pálssyni fiskmatsmanni og eiga þau einnig sex börn; Unnur hús- móðir, gift Birgi ÞórhaUssyni bátasmið, og eiga þau þijú börn; Árni Öm sjómaður, d. 1966; Guð- mundur Smári, plötusmiður á Akureyri; Svava húsmóðir, gift Jónasi Hallgrímssyni fram- kvæmdastjóra á Selyðisfirði og eiga þau flögur böm; Háðbrá, húsmóð ir og sambýliskona Sigurðar Bjömssonar bifrei iarstjóra á Nes- kaupstað, og eiga qau þijú börn. Foreldrar Guðmundar voru Jón- ína Friðfinnsdóttir og Ámi Stefáns son. Ami var sonur Stefáns Guðmundssonar, b. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, og konu hans, Guðnýjar Guðmundsdóttur. Jón- ína var dóttir Friðfinns Jónssonar, b. á Grund í Þorýaldsdal, og konu hans, Guðrúnar Bjömsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.