Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Side 49
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 73 Afmæli Margrét Briem Margrét Briem, Sóleyjargötu 17, Reykjavík veröur sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Anna Margrét Þuríður Ólafsdóttir Briem er fædd í Viðey og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykjavíkur 1916 og lauk prófi frá Kvennaskólanum 1929. Margrét vann við skrifstofustörf hjá Vá- tryggingafélaginu Trolle og Rothe í eitt ár en vann sem ritari,- mynda- tökumaður og við röntgenlækning- ar á röntgendeild Landspítalans 1930-1935 og um árabil við heild- sölu eiginmanns síns. Hún giftist 7. mars 1936 Agli Kristjánssyni, f. 26. apríl 1909, d. 5. júlí 1981, stór- kaupmanni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristján Jóhannsson sjómaður og Ástríður Eyjólfsdóttir í Hliði á Vatnsleysuströnd. Synir Margrétar og Egils eru Ólafur, f. 20. ágúst 1936, sendiherra í London, kvæntur Rögnu Ragnars, löggiltum skjalaþýðanda, og eiga þau tvö börn og Kristján, f. 31. desember 1942, flugstjóri hjá Flugleiðum, kvæntur Margréti Sigursteinsdótt- ur kennara og eiga þau tvær dætur. Systkini Margrétar eru Guðrún, f. 9. apríl 1915, gift Árna Björns- syni, kaupmanni í Borgamesi, en hann er látinn, þau eignuðust eina dóttur; Gunnlaugur Friðrik, f. 27. maí 1918, fv. framkvæmdastjóri Siglósíldar, kvæntur Unni Ríkarðs- dóttur Thors, eiga fimm börn; iValgarð, f. 31. janúar 1925, hrl., kvæntur Bentu Jónsdóttur og eiga þau þijá syni og Ólafur, f. 25. jan- úar 1933, fulltrúi hjá Flugleiðum, kvæntur Eddu Jónsdóttur og eiga þau þijú börn. Foreldrar Margrétar vom Ólafur Briem, f. 14. júlí 1884, d. 19. nóvemb- er 1944, skrifstofustjóri Kveldúlfs og SÍF, og kona hans, Anna Val- gerða Claessen, f. 22. ágúst 1889, d. 8. maí 1966. Faðir Ólafs var Gunn- laugur Briem, verslunarstjóri og alþingismaður í Hafnarfirði, og var hann einn af fimm bræðmm sem sátu á Alþingi og næstelstur nítján systkina, Eggertssonar Briem, sýslumanns á ReynisfáTT í Skaga- firði, Gunnlaugssonar Briem, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, forfóður Briemsættarinnar. Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Eiríks- dóttir, sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíö, Sverrissonar. Móðir Ól- afs var Friörika Carólína Jakobine Claessen. Móðir Önnu Valgerðu var Jean Valgarð Claessen, lands- féhirðir, bróðir Friðriku Carólínu, móður Ólafs Briems. Faðir þeirra var Jean Jakob Claessen, skrif- stofustjóri í Kaupmannahöfn, en Claessenættin er komin frá Hol- landi. Fyrri konu börn Valgarðs vom Eggert hrl., Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra, María, móðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra og Gunnlaugur yfirlæknir. Móðir Önnu Valgerðu var Anna Margrét Þuríður Möller sem fyrr var gift Jósep Blöndal, verslunarstjóra í Grafarósi. Synir þeirra vom Kristj- án, kaupmaður á Sauðárkróki, og Ole, póstritari í Rvík. Sonur Önnu og Valgarðs var Arent, stórkaup- maður í Rvík, afl Gunnlaugs Claessens ríkislögmanns og Þórðar Þorbjarnarsonar, borgarverkfræö- ings í Rvík. Anna Margrét Þuríður var dóttir Kristjáns Möllers, veit- ingamanns í Rvík, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur, beykis í Rvík, Norðfjörð, Jónssonar, beykis á Reykjarfirði. Margrét dvelur í dag á heimili Kristjáns og Margrétar á Einimel 10 í Reykjavík. Guðlaug Pétursdóttir Guðlaug Pétursdóttir, Holtsgötu 19, Reykjavík, verður níræð á jóla- dag. Hún er fædd að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd en foreldrar hennar voru Oddbjörg Jónsdóttir og Pétur Örnólfsson, sjómaður og síðar fiskimatsmaður. Á fyrsta ár- inu var Guðlaug tekin í fóstur að Minni-Vatnsleysu til þeirra hjóna, Sæmundar Jónssonar bónda og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, en hjá þeim ólst hún upp. Guðlaug átti þijú systkini sem nú em öll látin: Elst var Gróa Pét- ursdóttir sem gift var Nikulási Kr. Jónssyni skipsfjóra, en hjá þeim bjó Guðlaug öll sín fullorðinsár; þá var Jóhann Pétursson skipstjóri, sem lengst af var á togurum frá Patreksfirði, kvæntur Elínu Bjarnadóttur frá Stóru-Vatnsleysu; og yngst var Emilía Björg Péturs- dótir en hennar maður var Krist- inn J. Markússon, forstjóri í Versluninni Geysi. Guðlaug vann í um fjörutíu og átta ár hjá fyrirtækinu Ó. Johnson & Kaaber og undi hún hag sínum þar hið besta. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, bóndi á Hvoli I í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafells- sýslu, verður sjötugur á jóladag. Jón fæddist að Hvoli og ólst þar upp en hann hefur verið b. að Hvoli í þijátíu og átta ár og hefur bæði haft sauðfé og garðrækt og framan af jafnframt lítils háttar kúabú- skap. Jón kvæntist Ágústu Þorbjörgu Hannesdóttur frá Núpsstað í Fljóts- hverfi, f. 4.8. 1930. Þeirra synir eru Hannes, b. og trésmiður á Hvoli, f. 7.5.1953, kona hans er Guðný Marta Óskarsdóttir úr Reykjavík; Sigurður Torfi, þjóð- félagsfræðingur, f. 5.9.1955, búsett- ur í Reykjavík, kona hans er Elín Helga Siguijónsdóttir frá Hamra- hlíð í Skagafirði. Foreldrar Jóns vom Siguröur Jónsson, b. á Hvoli, ættaður frá Skál á Síðu, og kona hans Guðleif Jónsdóttir frá Teygingalæk á Brunasandi. Brynjar Jónsson, Heiðarlundi 7H, Akureyri, verður fimmtugur á að- fangadag. Einar Gíslason, Flókagötu 6, Reykja- vík, verður fimmtugur á aðfangadag. Kristíana Kjartansdóttir, Kílhrauni, Skeiðahreppi, verður fimmtug á að- fangadag. UnnurKjartansdóttir, Kirkjuteigi 14, Reykjavík, verður fimmtug á að- fangadag. Arndís Þórðardóttir, Bessatungu, Saurbæjarhreppi, verður fimmtug á aðfangadag. Karin A. Hróbjartsson, Bergstaða- stræti 63, Reykjavík, verður fimmtug á aðfangadag. 40 ára___________________________ Jón Ármann Sigurðsson, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður fertugur á aðfangadag. Þorbergur Atlason, Þrastarhólum 6, Reykjavík, verður fertugur á að- fangadag. Regina Aðalsteinsdóttir, Torfufelli 9, Reykjavík, verður fertug á aðfanga- dag. Anna Karen Friðriksdóttir, Sjávar- götu 18, Njarðvík, verður fertug á aðfangadag. Brimrún Vilbergsdóttir, Kirkjubraut 30, Akranesi, verður fertug á að- fangadag. Jón Jónasson, Hamrahlíð 18, Reykja- vík, verður fertugur á aðfangadag. Hann dvelur nú á Reykjalundi. Til hamingju með fóstudaginn! 80 ára Ólina Pétursdóttir, Ekrugötu 3, Presthólahreppi, verður áttræð á jóladag. 75 ára Halldór Bjarnason, Hlíðarvegi 32A, Siglufirði, verður sjötíu og fimm ára á jóladag. Gottskálk Þ. Gíslason, Miklubraut 22, Reykjavík, verður sjötiu og fimm ára á jóladag. 70 ára Þorsteinn H. Þorsteinsson, Hóla- braut 5, Hafnarfirði, verður sjötugur á jóladag. Árni Markússon, Hátúni 12, Reykja- vík, verður sjötugur á jóladag. 50 ára Lilja Guðsteinsdóttir, Þórastíg 9, Njarðvík, verður fimmtug á jóladag. Ámi Magnússon, Tjarnarbóli 4, Sel- tjarnarnesi, verður fimmtugur á jóladag. 40 ára Þorsteinn Sigurjónsson, Blesugróf 18, Reykjavík, verður fertugur á jóla- dag. Jenný Steindórsdóttir, Aðalbraut 24, Kaldrananeshreppi, verður fertug á jóladag. Gísli Sæmundsson, Grenihlíð 3, Sauðárkróki, verður fertugur á jóla- dag. Magnús Daníelsson, Borgarvegi 23, Njarðvík, verður fertugur á jóladag. Til hamingju með laugardaginn! 80 ára Guðmundur Ólafsson, Ferstiklu, Strandarhreppi, verður áttræður annan dag jóla. Þoriákur Jónsson Þorlákur Jón Jónsson rafvirkja- meistari, Grettisgötu 6, Reykjavík, er áttræöur í dag. Þorlákur er fæddur á Suðureyri við Súganda- íjörö og byrjaði snemma að sækja sjóinn en varð fullgildur háseti strax eftir fermingu. Þorlákur var háseti í Sandgerði og á Siglufiröi til 1927 er hann fluttist til Reykja- víkur. Hann vann í Sjóklæðagerð íslands þar til hann hóf nám í raf- virkjaiðn 1928. Þorlákur lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1933 og fékk meistarabréf 1937. Hann rak verslun og vinnustofu, fyrst með Eiríki Hjartarsyni og Sigurði Magnússyni og frá 1944 með Sig- mundi Kornelíussyni til 1952. Þorlákur rak raftækjavinnustofu ásamt Páli syni sínum 1951-1972 og starfaði síðan hjá Páh syni sínum í Raffelli hf. í Kópavogi 1972-1986. Þorlákur er einn af stofnendum Súgfirðingafélagsins og heiðurs- félagi þess og hefur átti sæti í stjórn Landssambands íslenskra rafverk- taka. Þorlákur hefur starfað lengi í Góðtemplarareglunni og veriö formaður Skemmtifélags góð- templara frá 1968. Þorlákur kvæntist 25. nóvember 1933 Krist- jönu Örnólfsdóttur, f. 2. júh 1909, d. 21. mars 1969. Foreldrar hennar voru Örnólfur Jóhannesson, verkamaður og sjómaður á Suður- eyri, og kona hans, Margrét Guðnadóttir. Börn Þorláks og Kristjönu em Páh, f. 6. september 1934, d. 28. maí 1986, rafverktaki í Kópavogi, kvæntur Ásthildi Pét- ursdóttur bæjarfulltrúa, starfs- manni Samvinnuferöa og Landsýnar, og eiga þau tvö börn, Jón Kristinn, f. 28. maí 1939, d. 5. júlí 1983, rafvirki í Kaupmanna- höfn, kvæntur Margot Holt, starfs- manni hjá Ríkisendurskoöuninni dönsku, Gunnar, f. 4. desember 1943, fulltrúi hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, kvæntur Kolbrúnu Hauksdóttur, starfs- manni hjá Iðnaðarbanka íslands, og eiga þau fjögur börn. Dóttir Þor- láks með Magneu Einarsdóttur frá Hvannstóði í Borgarfirði eystri er Auður, f. 26. október 1930, gift Gunnari Má Torfasyni vörubíl- stjóra, nú starfsmanni Bílaborgar hf., og eiga þau sex börn. Fóstur- dóttir Þorláks er Guðfinna Ríkey Einarsdóttir, f. 16. janúar 1945, handavinnukennari í Kópavogi, gift Magnúsi Gunnlaugssyni iþróttakennara og eiga þau þrjú börn. Sambýliskona Þorláks var Matthildur Guðmundjsdóttir frá Bæ á Selströnd, f. 19. júlí 1905, d. 3. desember 1986. Systkini Þorláks eru Þóra J. Hjartar, f. 19. desembep 1896, d. 31. desember 1982, gift Friðrik Hjartar, skólastjóra á Akranesi, Sturla, f. 24. ágúst 1902, oddvifi og hrepp- stjóri á Súgandafirði, giftur Krist- eyju Hahbjamardóttur, Kristjana Guðrún, f. 7. nóvember 1909, gift Friðbert Péturssyni, b. í Botni í Súgandafirði, og Jóhannes Þórður, f. 20. janúar 1916, fv. kaupfélags- stjóri á Suðureyri, giftur Geirþrúði Valdimarsdóttur. Foreldrar Þorláks vöru Jón Ein- arsson, formaður og síöar íshús- stjóri á Suðureyri, og kona hans, Kristín Kristjánsdótti]-. Faöir Jóns var Einar, b. á Meiribakka í Skála- vík, Jónsson. Móðir Þorláks var Kristín Kristjánsdóttir, útvegs- manns á Suðureyri, Álbertssonar. Móðir Kristínar var Guðrún Þórð- ardóttir, b. í Vatnadal, Þórðarson- ar, bróður Guöríðar Bjarnadóttur, langömmu Kristjönu, konu Þor- láks. Guðríður var ! móðir Guð- mundínu, ömmu Gils Guðmunds- sonar, fv. alþingismanns. Guðríður var móðir Guðnýjar, móöur Guð- rúnar, móður Jónu Margrétar, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar al- þingismanns og Kjartans Ólafsson- ar, fv. alþingismanns og ritstjóra. Guðrún var einnig nóðir Guðna „kóngabana" og Rebekku Kristín- ar, konu Guðjóns Halldórssonar, járnsmiðs á Suöure|yri. Þorlákur tekur á móti gestum í Templara- hölhnni, Eiríksgötu 5j, milh kl. 15.30 og 24 á afmælisdaginn. Guðmundur Amason Guömundur Svarfdal Árnason, Grenivöllum 12, Akureyri, verður sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Guðmundur fæddist á Akureyri, en hann er íjórði elstur ellefu systkina. Guðmundur nam tré- smíði'-hjá fóður sínum og hefur löngum stundað trésmíðar síðan. Guðmundur kvæntist 1936 Aðal- heiöi, dóttur Guðmundar Magnús- sonar og Sesselju Jónsdóttur sem bjuggu í Arnamesi í Arnarnes- hreppi. Guömundur og Aðalheiður bjuggu sitt fyrsta hjúskaparár á Ákureyri. Þau fluttu svo í Arnar- nes 1937 og hófu þar búskap en Guðmundur stundaði löngum smíðar með búskapnum. Þau bjuggu í Arnarnesi í þrjátíu ár en fluttu síðan inn á Akureyri þar sem Guömundur vann við smíðar, og þá lengst af í Slippstöðinni hf., en þar lét hann af störfum fyrir fáein- um árum af heilsufarsástæðum. Aðalheiður og Guðmundur eign- uðust sjö börn: Gunnhildur húsmóðir, gift Stefáni bifreiðar- stjóra, en þau búa í Hólakoti í Reykjadal og eiga sex börn; Ses- selja, húsmóðir á Dalvík, gift Jóni Pálssyni fiskmatsmanni og eiga þau einnig sex börn; Unnur hús- móðir, gift Birgi ÞórhaUssyni bátasmið, og eiga þau þijú börn; Árni Öm sjómaður, d. 1966; Guð- mundur Smári, plötusmiður á Akureyri; Svava húsmóðir, gift Jónasi Hallgrímssyni fram- kvæmdastjóra á Selyðisfirði og eiga þau flögur böm; Háðbrá, húsmóð ir og sambýliskona Sigurðar Bjömssonar bifrei iarstjóra á Nes- kaupstað, og eiga qau þijú börn. Foreldrar Guðmundar voru Jón- ína Friðfinnsdóttir og Ámi Stefáns son. Ami var sonur Stefáns Guðmundssonar, b. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, og konu hans, Guðnýjar Guðmundsdóttur. Jón- ína var dóttir Friðfinns Jónssonar, b. á Grund í Þorýaldsdal, og konu hans, Guðrúnar Bjömsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.