Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 3 Fréttir Fáir eru vinsælli þessa dagana hjá smáfólkinu en jólasveinarnir. Þessi káti karl sást í miðbænum og ungviðið var fljótt að taka við sér. DV-mynd BG A leið til Bangkok Nú hafa tveir ferðavinningar í ferðaþrennu Ungmennafélagsins í Hveragerði gengið út. Hinir heppnu eru Tryggvi Óttarsson á HeUissandi og Hildur Guðmundsdóttir í Reykja- vík. Unnu þau hvort um sig ferða- vinning fyrir einn til Bangkok. Enn eru níu vinningar eftir óútdregnir í ferðaþrennunni. Tryggvi Óttarsson, 23ja ára gamall háskólanemi, sagðist reikna með að fara til Bangkok næsta smnar. Hann keypti sér fjóra miða og vann ferðina á einn þeirra. Tryggvi hefur ekki áður keypt sér miða í ferðaþrenn- unni. „Ég er að leita mér af hugguleg- um fórunaut, þú mátt koma því á framfæri," sagði Tryggvi Óttarsson. Hildur Guðmundsdóttir, 27 ára teiknikennari, sagðist ekki vera búin að ákveða hvenær hún færi. Hún sagðist hafa keypt þijá miða og var það í fyrsta sinn sem hún spilaði í þessu happdrætti. -sme Happa- þrenna á Hellissandi Happaþrenna Happdrættis Háskól- ans hefur selst vel á Hellissandi sem og annars staðar á landinu. Óvíst er að vinningshlutfallið sé nokkurs staöar hærra en á Hellissandi. Þegar hafa komiö þrír 500 þúsund króna vinningar á miða keypta þar. Auk þess hefur íbúi á HeUissandi unnið 500 þúsund krónur á miða keyptan í Borgamesi. Lögreglumaður á Hellis- sandi, sem býr reyndar í Ólafsvík, hefur einnig fengið þann stóra. Það hafa því fimm hæstu vinningar í happaþrennunni farið til Hellis- sands. Um helgina vann síðan íbúi þar ævintýraferð til Bangkok í vinn- ing í ferðaþrennu. Hjá söluaðila happaþrennunnar á Hellissandi fengust þær upplýsingar aö auk þessara stóru vinninga hefðu unnist þar nokkrir tíu og flmmtíu þúsund króna vinningar. Sala á happaþrennumiðum er góð á Hellis- sandi og seljast miöamir upp fljótt eftir að sendingar berast þangaö. -sme Háspennulína tll Vestmannaeyja Veikið ekki boðið út Fljótlega eftir áramótin verður hafist handa við að leggja háspenn- ulínu frá Hvolsvelli og niður á Landeyjasand. Síðan á að leggja þaðan rafstreng tilVestmannaeyja en þar á að taka upp rafhitun þegar hraunhitaveitan hefur lifað sitt skeið. Rafmagnsveitur ríkisins ætla sjálfar að annast lagningu há- spennulínunnar. Hefur það valdið óánægju á Suðurlandi að verkið skuh ekki boðið út. Sigurðm- Sig- mundsson, línumaður á Hvolsvelh, sagði í samtali við DV að margir Sunnlendingar teldu fráleitt aö bjóða verkið ekki út enda sýndi reynslan að verkkostnaðm: væri ævinlega meiri þegar Rafmagns- veitan annaðist sjálf um fram- kvæmdir. Þá sagði Sigurður að menn væm hissa á því að heflast handa nú í stað þess að bíða vors og að jörð þomaði enda yrði að fara yfir gróið land. Kristján Jónsson, forstjóri Raf- magnsveita ríkisins, sagði að framkvæmdir hefðu dregist saman hjá Rafmagnsveitum ríkisins og því hefði verið ákveðið að láta vinnuflokk Rafmagnsveitunnar annast lagningu háspennulínunn- ar. Ástæðuna fyrir því að hafist er handa nú sagði Kristján vera þá að þetta væri dauður tími og þvi væri upplagt að hefjast handa upp úr áramótunum þegar frost væri komið í jörðu. -S.dór landsmönnum öllum hugheilar nýárskveðjur. Pökkum viðskiptin á árinu. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.