Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Útflutningstaktnarkanir á ferskfiski:
Fimm manna nefndin
sprakk í gærdag
fulltrúi LÍU gekk af fundi
í gær sprakk samstarf helstu
hagsmunaaðila sjávarútvegsins
um takmarkanir á útflutningi á
ferskfiski. Síðdegis í gær gekk full-
trúi Landssambands íslenskra út-
vegsmanna út af vikulegum fundi
fimm manna nefndarinnar sem
veitir útflutningsleyfm.
Þetta gerist í kjölfar andófs út-
flytjenda ferskfisks síðustu vikna
gegn takmörkunum á útflutningi á
ferskum þorski og ýsu á Bretlands-
markað og útflutningi á karfa og
ufsa á Þýskalandsmarkað.
„Eg tók ekki þátt í úthlutuninni
í gær vegna þess að við hjá LÍÚ
teijum forsendur fyrir útflutnings-
takmörkunum brostnar," segir Vil-
hjálmur Vilhjálrasson, iiagfrasð-
ingur LÍÚ, en hann hefur síðustu
vikur setið fundi fimm manna
nefndarinnar sem fulltrúi útgerð-
armanna og sjómanna.
Reglur sfjórnvalda eru þær að
þeir sem fluttu út í fyrra skuli fá
að flytja út helming þess magns
núna. Margir þeirra sem fluttu út
í fyrra eru þegar búnir með sinn
helming og ekkert samkomulag
hefur náöst um hvernig skiptingin
skuli vera í framhaldi af því. Þetta
atriði er meginmál í augum útgerð-
armanna og sjómanna.
Stefán Gunnlaugsson, deildar-
stjóri viðskiptadeilar utanríkis-
ráðuneytisins og formaöur fimm
manna nefndarinnar, segir að í
næstu viku verði haldinn fundur
þar sem áframhaldandi útflutn-
ingstakmarkanir verði ræddar.
Þær reglur sem settar voru í júlí í
ár gilda til septemberioka. Á þeim
fundi ræðst framtíð útflutningstak-
markananna.
Hingað til hefur LÍÚ tekið þátt í
úthlutun leyfa þótt sambandiö telji
takmarkanirnar alltof strangar. Að
sögn Vilhjálms er það álit LÍÚ að i
gær hefði mátt leyfa 1200 tonn af
þorski og ýsu á Bretlandsmarkað.
Nefndin veitti leyfi til að flytja út
tæp 400 tonn af þorski og ýsu í gám-
um.
Útflytjendur hafa gagrirýnt þær
reglur sem liggja tfl grundvallar
útflutningsleyfum. Reglurnar miða
aðeins við það magn sem flutt var
út í fyrra án tillits til þess hvort
útgerðarmenn fengu hátt eöa lágt
verð fýrir aflann.
Opinbert markmið takmarkan-
anna er að fá sem hæst verö fyrir
íslenskan ferskfisk. Samt sem áður
fæst svo að segja sama verð fyrir
íslenskan fisk í Bretlandi í ár og
fékkst í fyrra. Sumar vikur i sumar
fékkst jafnvel lægra verð en á sama
tíma í fyrra.
pv
Forseti á ferð í Húnaþingi
Berjatínsla við Borgaivirki
Haukur L. Hauksson, DV, Blönduósi:
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hóf annan dag heimsókn-
ar sinnar í Húnavatnssýslur í gær-
morgun á því að planta þremur birki-
hríslum fyrir framan félagsheimilið
á Hvammstanga. Að því loknu ók
hún ásamt fylgdarliöi, Kornelíusi
Sigmundssyni forsetaritara og konu
hans, Ingu Hersteinsdóttur, Jóni ís-
berg sýslumanni og Þórði Skúlasyni,
sveitarstjóra á Hvammstanga, um
bæinn. Steinsnar fyrir utan
Hvammstangabæ er Kirkjuhvamm-
ur og þar skoðaði forseti Kirkju-
hvammskirkju sem er friðlýst og í
umsjá þjóöminjavarðar. Er kirkjan
úr timbri og stendur á hlöðnum
steingrunni.
Frá Hvammstanga var haldið fyrir
Vatnsnes og að klettnum Hvítserki
sem sagan segir að sé steinrunnin
nátttröll. Hvítserkur var styrktur
neðan til með steypu fyrir mörgum
árum en óttast var að hann hryndi.
Eljusamt og heiðarlegt fólk
Frá Hvítserki var haldið í opið hús
í Vesturhópsskóla þar sem oddviti
Þverárhrepps, Agnar J. Levý, bauð
forseta velkominn. Sagði hann meðal
annars að nú byggju aðeins rúmlega
hundrað manns í hreppnum óg færi
íbúum fækkandi. Væri þetta líklega
í síðasta sinn sem svo háttsettur
maður sækti hreppinn heim þar sem
breytingar á skipulagi hreppa stæðu
fyrir dyrum. Þarna byggi eljusamt
og heiðarlegt fólk og þrátt fyrir
mannfæð gætu hreppsbúar státað sig
af ýmsu er aörir gætu ekki. Þar
nefndi hann Borgarvirki, Hvítserk,
að Bríet Bjamhéðinsdóttir hefði
fæðst þar og alist upp, Vatnsenda-
Rósa eða Skáld-Rósa hefði búið þar
Vigdís forseti að tina krækiber við
Borgarvirki.
DV-myndir Brynjar Gauti
Vigdis, Kornelius forsetaritari og>Jón ísberg sýslumaður. i baksýn er Hvítserkur.
lengi og ort sum bestu kvæði sín þar
og loks sóknarprestinn og heims-
manninn, Róbert Jack.
Forseti þakkaði fyrir sig og sagði
meðal annars að hún áttaði sig æ
betur á því hve mikfl sérréttindi þaö
væru að geta farið svona um landiö
og kynnast hvemig fólkið hefði þaö.
Hefði hún farið víða áður, en það
væri annað og meira að geta hitt fólk-
ið jafnframt því sem landið væri
skoðað.
Bragðað á krækiberjum
Borgarvirki var næst á listanum.
Það er eins konar gígtappi þar sem
náttúran og mannanna hendur hafa
haldist í hendur við gerð virkis það-
an sem sést langt til allra átta. Gat
mannskapurinn bragðað á velþrosk-
uðum krækibeijum við virkiö. For-
seti virðist hafa komist á bragðið og
varð úr að bílalestin stansaði við litla
laut á leiðinni frá Borgarvirki .þar
sem bragðað var almennflega á þess-
um gæðum náttúrunnar sem berin
eru.
Úr berjalautinni lá leiðin að djúp-
um og mikilfenglegum gljúfmm,
Kolugljúfmm, þar sem Víðdalsá
rennur framarlega í Víðidal, og þau
skoðuð.
Rj úkandi kaffi og meðlæti beið for- sem var opið hús í boði hreppsnefnd-
seta í félagsheimilinu Víðihlíð þar ar Þorkelshólshrepps. Þar bauð Olaf-
Lögreglumenn aðstoða Vigdisi við Borgarvirki.
ur Óskarsson oddviti forseta velkom-
inn. Fyrir kaffið var þremur trjám
plantað austan við félagsheimihð.
Eftir á var ekið í átt.til Blönduóss.
Við Gljúfurá tók sýslunefnd Austur-
Húnavatnssýslu á móti forseta. Eftir
stuttan stans á Hótel Blönduósi hélt
forseti til Skagastrandar þar sem
Vigdis festi kaup á gúmmístígvélum
og ullarsokkum í kaupfélaginu á
Hvammstanga.
Adolf Berndsen, oddviti Höfða-
hrepps, tók á móti henni. Var þar
kvöldverður í boði hreppsnefnda
Höfðahrepps, Vindhælis- og Skaga-
hrepps og opið hús og kaffiveitingar
fyrir íbúa hreppanna á eftir.
Blönduvirkjun skoðuð
Forseti gisti á Hótel Blönduósi í
nótt og í morgun var áætlað að aka
í Húnaver til opins húss. Um hádegi
verður forseti í Blönduvirkjun þar
sem jarðgöng og stöðvarhús verða
skoðuö og snæddur hádegisverður í
mötuneyti starfsmanna í boði Lands-
virkjunar. Seinna í dag verða Húna-
vellir heimsóttir og í kvöld verður
snæddur kvöldverður í boði bæjar-
stjómar Blönduóss. Heimsókn for-
seta í Húnavatnssýslur lýkur á
morgun, sunnudag.