Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Side 15
LAttGARÍ5ÁÖÍJIÍ'?2fjIAÖU3ÍA9gáA.I Siðferðileg skylda Hversu oft höfunj viö ekki heyrt menn taka sér í munn orðin tvö sem í fyrirsögninni standa. Engir nota þau jafnoft og stjórnmála- menn, eða aðrir háttsettir ráða- menn, í ræðu og riti. Auðvitað er það af hinu góða að höfða til sið- ferðis fólks og margt væri í betra horfi hjá okkur ef siðferði manna væri af hæstu gráðu. En því miður vantar upp á að svo sé á allt of - mörgum sviðum þjóðlífsins. Samt held ég að sómatilfinning og rétt- lætiskennd sé ríkur þáttur í fari hins almenna manns þótt breysk- leikinn sé að sjálfsögðu alltaf fyrir hendi. Enginn er fullkominn. E'n því er ég að minnast á þetta hér að nokkur nýleg dæmi eru um það sem Vilmundur heitinn Gylfason kallaöi „löglegt en siðlaust“. Að liðka fyrir viðskiptum Ég minnist þess að þegar veriö var að reyna að selja Nígeríumönn- um skreiö og gekk erfiðlega, var mútuleiðin farin. Þeir sem mútuðu firrtust viö þegar að þessu var fundið og sögðu að hér væri ekki verið að múta heldur liðka fyrir viðskiptum. Auðvitað er verknað- urinn sá sami, aðeins spurning um orðalag. Þegar þetta upplýstist ruku margir til og rituðu skamm- arbréf í blöðin vegna þessa. Töldu það hámark siðleysisins að múta í viðskiptum og bentu á að slíkir við- skiptahættir sæmdu ekki íslend- ingum. Við hefðum blessunarlega verið laus við mútur á íslandi. Hér var talað af vanþekkingu því í Suður-Evrópu og að maður tali nú ekki um Afríku eru mútur við- tekin venja. Enginn kemst þar áfram í viðskiptum nema múta. Það var því réttur viöskiptamáti sem skreiðarsölumennirnir not- uðu í Nígeríu, þótt mörgum hér á landi þætti hann siölaus. En eru mútur í raun lítt þekkt fyrirbæri á íslandi? Ég held ekki. Sigurður heitinn Berents, fjár- málamaður, sagði eitt sinn í viðtali við Stefán Jónsson fréttamann að það væri hægt að múta hverjum sem væri. Það væri bara ekki sama hvernig farið væri að því. Þetta er án efa hárrétt. Það er hægt aö múta beint eins og gert er í Suður- löndum og það er líká hægt að gera það á fínan hátt. Þann §em kallaður er að liðka fyrir viðskiptum. Þaö tíðkast hvarvetna að fyrirtæki bjóði góðum viðskiptavinum í dýr- indis veislur, jafnvel ferðalög. Lyfjafyrirtæki bjóða læknum í feröalög og veislur. Framleiðendur tækja og tóla í skip bjóða skip- stjórnarmönnum í ferðalög og veislur og svona mætti lengi telja. Þetta heitir að Uðka fyrir viöskipt- um. Þá versnar í því í flestum tilfelium þykir fólki þetta ekki stórmál, þar sem tveir viöskiptaaðilar eiga í hlut. Þaö versnar aftur á móti í því, eins og sagt er, þegar einstök fyrirtæki eru farin aö bjóða ráðherrum landsins í laxveiðar eða annað húllumhæ, fyrirtæki sem eiga allt sitt undir viðkomandi ráðherra. Sómakæru fólki ofbauð þegar það upplýstist aö íslenskir aðalverktakar, sem eiga allt sitt undir utanríkisráð- herra, hefðu boðið Steingrími Her- mannssyni í nokkurra daga lax- véiðitúr á dögunum. Þetta var gert nokkru áður en ráðherrann ætlaði að skoða skýrslu um starfsemi ís- lenskra aðalverktaka á Keflavíkur- flugvelli og taka ákvarðanir sem skipta verktakana miklu. Stein- grími sjálfum þótti ekkert að því að hafa þegið þetta boð. Hann benti á í samtali viö DV að Þorsteinn Pálsson hefði þegið boð um lax- veiðar af Coldwater. Með öðrúm orðum, fyrst einn ráðherra þiggur fyrirtækjaboð þá má annar gera það líka. Hvorugur virðist líta á það sem siðleysi að þiggja slíkt boð. * Rikisbankarnir eru með marga daga og margar stengur í bestu lax- veiðiám landsins. Bankastjórarnir og gestir þeirra stunda veiðarnar. Gestirnir eru stórir viðskiptavinir og í mörgum tilfellum bankastjórar eða aðrir háttsettir menn hjá er- lendum viðskiptabönkum ríkis- bankanna. Sum sé, það er verið að kaupa velvild. Ríkisbankarnir eru eign mín og þín, samt getum við engin áhrif haft á þetta. Við bara borgum. Mér er ekki kunnugt um að nokkur pólitískt kjörinn endur- skoðandi bankanna hafi fett fingur út í það að milljónum króna er eytt af fé almennings á þennan hátt. Bara til að fjárfesta Undanfarnar vikur hefur sérstök ráögjafarnefnd unnið linnulaust aö því að finna ráð til að koma at- vinnuvegunum á réttan kjöl. Nið- urstaða nefndarinnar var niður- færsluleið. Að lækka launin um LaugardagspistiJl Sigurdór Sigurdórsson 9%, biöja verslunareigendur um að lækka vöruverö um 3% til 4% og þá muni vextir lækka af sjálfu sér. Út í þessar aðgerðir eða aðrar sem til greina koma skal ekki farið hér. En sama dag og ríkisstjórnin tók til við að fjalla um þessar hug- myndir. sem miða að því að rétta við fiskvinnslufyrirtækin og út- flutningsfyrirtækin. koma fjögur fyrirtæki. tvö úr fiskvinnslunni og eitt úr útflutningi, og bjóðast til að kaupa eignarhlut Reykjavíkur- borgar upp á 78% í Granda hf. fyr- ir 500 milijónir króna. Þótt upp- hæðin sé í sjálfu sér broslega lág þá er hálfur milljarður umtalsverð upphæð fyrir fyrirtæki sem eru svo illa stödd að sögn að lækka verður laun fólks í landinu til að rétta hlut þeirra. Bara til að fjárfesta Og ekki batnar það þegar tals- maður þessara fjögurra fyrirtækja segir þetta gert í þeim tilgangi ein- um að fjárfesta. Eg vildi ekki vera í sporum Þorsteins Pálssonar þegar hann tilkynnir opinberlega um aö- gerðir ríkisstjórnarinnar. hverjar sem þær verða. en allar miða þó að því að lækka launin. Það veröur ekki létt verk fyrir hann að koma á sjónvarpsskjáinn og segja verka- fólkinu hjá útgerðarfélagi Hvals hf. og Venusi hf. og Hampiðjunni að nauðsynlegt sé aö iækka laun þess um 9% til þess að rétta við hag fyr- irtækjanna sem það vinnur hjá. Sjóvá er fjórða fyrirtækið. Það hefur eins og önnur tryggingafélög kvartað sáran undan taprekstri og tók þátt í því ásamt öðrum trvgg- ingafélögum að hækka iðgjöld bif- reiðatrygginga um allt að 100°o í byrjun þessa árs. Ef Sjóvá hefur efni á að láta svo sem eins og 100 milljónir króna í Granda hf„ bara til aö fjárfesta. veröur erfitt aö sannfæra fólk um botnlausan tap- rekstur næst þegar farið verður frarn á iðgjaldahækkun trygginga- gjalda. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja þótt fyrirtæki kaupi upp önnur fyrirtæki. eða eignarhlut í þeim. ef þau telja sig hafa efni á því. Það er hins vegar siðleysi af þessum fjórum fyrirtækjum að gera þetta sama dag og ríkisstjórn- in byrjar að fjalla um efnahagsráð- stafanir til að rétta við rekstrar- grundvöll þeirra. Efnahagsráðstaf- anir sem miða að því að lækka laun starfsfólks þessara fyrirtækja eins og annarra. Það fæst ekki staöist að þessi út- gerðar, fiskvinnslu- og útflutnings- fyrirtæki séu á hausnum. Að ætla sér að telja einhverjum trú um það er firra. Þjóðhagsstofnun og ýmsir hagfræðingar ríkisstjórnarinnar hafa reiknað það út að undirstöðu- atvinnuvegirnir séu á hausnum um þesar mundir. Maður hlýtur að efast um þessa útreikninga eftir tilboðið í Granda hf. Að vísu er hægt að fá hvaða útkomu sem er þegar reiknaö er, allt eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Sólon íslandus fullyrti að reikna mætti barn í konu. Ég fer að hall- ast að því að hann hafi haft rétt fyrir sér. Að sigra heiminn Mikil umræða hefur átt sér stað aö undanfórnu um ofljárfestingu í landinu. Allir sem um málið hafa fjaliað viðurkenna að svo sé. Um það bil 80% fiskiskipastóisins eru í eigu fiskvinnslufyrirtækja. Á sið- ustu misserum. um þessar mundir og á næstu misserum liafa og eru útgeröarmenn að senda stærsta hluta togaraflotans og stærri fiski- skipanna í algera endurbyggingu. Skipin eru lengd. sett á þau ný brú og ailar vélar og tæki eru endurnýj- uö. Ef fjárhagur fyrirtækjanna er í lagi er þetta gleðilegt. en þegar reiknaö lrefur verið út að fisk- vinnslan, sem á þessi skip að stærstum hluta. sé rekin með 10% til 15% tapi spyr maður. hvernig er þetta hægt? Kostnaðurinn skipt- ir tugum. jafnvel yfir 100 milljónum króna á skip. Skipin fá ekkert stærri aflakvóta þótt þau séu stækkuð og endurnýjuð. í sumum tilfellum er skipunum brevtt í frystiskip, sem vissulega gefa meiri arð en hin. En lán sem fyrirtækin taka til framkvæmdanna verður aö greiða. hvort vel eða illa árar. Og ef botnlaust tap er á fiskvinnsl- unni og fyrirtækin að komast í þrot hlýtur slíkur gróði að vera af fry sti- skipunum að engu lagi er líkt ef það eitt að þau verða frystiskip getur grei.tt upp alian kostnaðinn. Þegar ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar iækkaði laun meö því að taka vísitölubindingu af launum 1983 mótmælti fólk ekki. Þaö var tilbúið til að taka þátt í tilraun íil að ná verðbólgunni niður. Nú er verðbólgan komin á fulla ferð aftur þótt vísitölubinding launa sé ekki fyrir hendi. Ég er hræddur um að það verði erfiðara fyrir Þorstein Pálsson að sannfæra nú fólk um nauðsyn þess að lækka laun en það var fyrir Steingrím 1983. Ekki síst munu þau dæmi, sem bent hefur verið á hér að framan, gera honum erfitt fyrir. Ég er hræddur um að fyrir honum fari líkt og segir í kvæði Steins Steinars: Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: Hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól. Og öllum er ljóst, að þessi maður er gahnn. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.