Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 18
18 UEX4tMíKUf:SBill!l . UUGAKDÁCÍUJi 27. ÁGÚST 1988. Kvikmyndir Hér er Patty Hearst ásamt Natasha Richardson sem leikur hana í mynd- inni. Patty Hearst Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor var frumsýnd kvikmynd um rániö á Patty Hearst og eftirmál þess Þaö muna eflaust margir eftir fjöl- miðlafárinu kringum rániö á Patty Hearst fyrir um þaö bil 13 árum. Þaö var ekki nóg meö aö foreldrar Patty væru vellríkir heldur var afi hennar hinn ókrýndi konungur f]ölmiölanna, sjálfur William Ran- dolph. Rániö haföi síðan mikil eftirmál þegar kom í ljós aö Patty hafði gengið í lið með ræningjum sínum sem kölluðu sig „Symbioniska frelsisherinn" sem baröist fyrir hönd hinna fátæku í Bandaríkjun- um. Greiddi Randolph Hearst háar upphæðir í lausnargjald fyrir dótt- ur sína. Féö rann til hjálparstofn- ana og matarkaupa fyrir fátæka en án þess aö Patty væri sleppt. Hápunkti náöi fréttaflutningur- irin af þessum atburðum þegar Patty sást ræna banka ásamt félög- um sínum í SF. Patty var síðan handtekin áriö 1975 eftir aö sex af félögum hennar höfðu fallið í val- inn eftir skotbardaga viö lögregl- una í Los Angeles. Hún var dregin fyrir dómstóla og dæmd til stuttrar fangelsisvistar. Einhæfni Eftir að Patty Hearst haföi náö áttum eftir þessa lífsreynslu skrif- aði hún bók áriö 1982 um þetta tímabil í lífi sínu. Bókin ber heitið „Every secret thing“. Þar segir hún söguna frá sínu sjónarhorni. Miöaö viö hve ránið á Patty He- arst fékk mikla umfjöllun í Qöl- miðlum var auösýnt aö reynt yrði að gera kvikmynd byggöa á bók- inni. Margir höfðu samband viö Patty sem haföi lítinn áhuga á að endurvekja þessa gömlu martröö á hvíta tjaldinu. En þegar einn af stærri kvikmyndaframleiðendum Bandaríkjanna fór fram á að kvik- mynda bók hennar sló hún til. „Ég áttaöi mig einfaldlega á því að í Bandaríkjunum hlaut aö koma aö því að þaö yröi gerð mynd um rán- Kvikmyndir Baldur Hjaltason iö á mér með eöa án samþykkis míns. Þegar fulltrúi kvikmynda- versins hringdi og vildi kvikmynda bókina samþykkti ég þaö vegna þess aö þá gafst mér tækifæri til aö koma á framfæri minni útgáfu af sögunni," var haft eftir Patty Hearst á blaðamannafundi í Can- nes í vor þegar myndin var frum- sýnd. PaulSchrader Ágætur handritahöfundur var fenginn, sem var Nicholas Kazan. Leikstjóri var Paul Schrader sem hefur áður íjallaö um viðkvæm málefni líöandi stundar, eins og ævisögu Yukio Mishima. Hann er einnig ágætis handritahöfundur, eins og handrit hans aö myndunum Yakuza, sem hann geröi í sam- vinnu viö bróður sinn, svo og The Taxi Driver sýna og sanna. Handrit Kazan hefur veriö gagn- rýnt fyrir að vera of mikil einstefna á afstööu Patty Hearst og fyrir aö hann hafi ekki reynt aö skyggnast betur eftir raunverulegum ástæð- um þess að atburðarásin tók þá stefnu sem hún gerði. Þetta hefur vakiö þá spurningu af hverju Schrader skrifaöi ekki handritið sjálfur. Hann svaraöi þeirri spurn- ingu á blaðamannafundi í Cannes í vor. „Ég skrifaði ekki handritiö og Nicholas Kazan talaöi bara einu sinni við Patty í síma, samkvæmt upplýsingum hans. Rétt áður en ég byrjaöi að kvikmynda eftir hand- ritinu hringdi ég í Patty og baö hana um aö gera athugasemdir við handritið nú þegar ef hún á annað borö ætlaöi aö gera einhverjar. Hún sendi mér heilar tólf blaösíður af sérstaklega hlutlægum athuga- semdum - „Þeir myndu ekki hafa sagt þetta“ eöa „þetta gerðist ekki á þennan máta“. Stutt og laggott Ég hitti hana ekki fyrr en ég haföi lokið viö gerö myndarinnar. Ástæöan er sú aö eftir tveggja ára baráttu fyrir dómstólunum, sem fylgdi í kjölfar myndarinnar Rag- ing Bull, sem ég skrifaöi handritið að fyrir Martin Scorsese, ráölagði hann mér aö skrifa aldrei handrit um manneskju sem væri á lífi. Meö þessi ummæli glymjandi í eyrun- um ákvaö ég aö halda mig eins langt frá Patty og ég gat. Ég vildi einnig ná fram austur-evrópskum blæ í myndinni, eins og hún gerðist handan járntjaldsins. Þaö gefur myndinni sterkara stjórnmálalegt yfirbragö í staö heimildamyndar- blæs um byltingarsinnaöa ríkis- bubbadóttur." Schrader kaus þá leiö að fjalla bara um þann kafla í lífi Patty He- arst sem tengist ráninu og þangað til hún er send í fangelsi. Aö vísu eru ljósmyndir sýndar úr æsku Patty í upphafi myndarinnar. Einnig sjáum viö mynd af Sather hliðinu i Berkeley háskólanum til að minna okkur á þær umbreyting- ar og byltingarsinnuöu tíma sem unga fólkið gekk í gegnum á árun- um 1964-1974. 50daga í haldi Sjálf myndin hefst þegar Patty er rænt úr íbúö unnusta hennar, Ste- vens Weed, í Berkeley. Síðan hefst ömurlegur kafli í lífi hennar. Hún er lokuö inni í skáp meö bundið fyrir augun í 50 daga. Ræningjar hennar hella í sífellu yfir hana áróöri, auk þess sem hún er beitt kynferðislegu ofbeldi. Líkiega er þaö þessi kafli í lífi Patty Hearst sem fjölmiðlar gerðu minnst skil á sínum tíma. Þessi sálarpynding og heilaþvottur virð- ist hafa umbreytt persónu hennar og því virðist það ekki koma áhorf- endum á óvart þegar henni er gef- inn kostur á að velja á milli aö ganga í FS-félagsskapinn eða að verða sleppt lausri að hún velur fyrri kostinn. Aö vísu dregur hand- ritshöfundur upp mjög jákvæöa mynd fyrir hönd Patty sem hefur veriö gagnrýnd eins og áöur sagði. Til aö undirstrika sálarstríð Patty er lesari látinn lesa inn hugsanir hennar í staö þess aö láta hana tjá sig sjálfa um þessi mál á hvíta tjald- inu. Gerir þetta sum atriöin mun átakanlegri en ella og auðveldar áhorfendum að samþykkja og sætta sig viö þá atburði sem taka ,viö. Vitleysingar í þeim kafla myndarinnar, sem fjallar um samskipti Patty Hearst 'viö SF-hreyfinguna eftir aö hún gekk til liös við hana, lýsir Schrad- er félögum hennar sem hálfgerðum aulabárðum í líkingu viö glæpa- mennina í „Keystone Cop“ mynd- unum. Schrader neitar því aö hann hafi ætlað að gera grín aö þeim, jafvel þótt hann hafi sett gaman- leikarann William Forsythe (Raiz- ing Arizona) í hlutverk eins af for- ingjum SF sem átti þá ósk heitasta að veröa svartur byltingarforingi þrátt fyrir hvítt litaraft hans. Sam- kvæmt upplýsingum frá Patty kom hún einu sinni aö Bill þar sem hann var aö beija höföinu í gólfið ásamt því að tauta „ég vil veröa svart- ur“. Þegar Schrader var beöinn um að gera athugasemdir við gagnrýni á þessi atriði svaraöi hann: „Ég hefði svo sem getaö gert myndina út frá sjónarhorni SF. Þaö heföi án efa orðið athyglisverð mynd. En ég var ekki ráðinn sem leikstjóri til að gera þannig mynd.“ Paul Schrader En hver er þessi Paul Schrader? Nýlega var sýnd í sjónvarpinu fyrsta mynd hans sem leikstjóra, Blue Collar. Schrader hefur fengiö orö á sig fyrir aö vera einkar skel- eggur leikstjóri. Hann hefur oft tek- iö fyrir þjóöfélagsleg vandamál í myndum sínum og virðist óhrædd- ur viö aö stinga á kýlum. Aðrar myndir Schraders eru Hardcore, American Gigolo og svo Cat People ásamt Mishima. Myndin Patty Hearst hefur fengið frekar lélegar móttökur og þótt of einhæf. Hún var gerö fyrir litið fé og því aldrei ætluð til almennrar dreifingar. Hins vegar má með sanni segja aö hún sé athyglisverð- ur kafli á ferli Pauls Schrader ásamt því aö gefa áhorfendum tækifæri til að endurmeta sögu Patty Hearst en í þetta sinn út frá hennar eigin sjónarhorni. Baldur Hjaltason Helstu neimildir: Variety Film Comment Það muna flestir eftir Patty Hearst í þessum búningi. Það er dóttir Vanessu Redgrave og Tony Richardson sem fer með hlut- verk Patty Hearst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.