Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 22
22 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Veröld vlsindarina Nýr salmonellubani lofar góðu Stephen Rubino hefur loks náð árangri i baráttunni við salmonellusýklana. Bandarískur .líffræðingur að nafni Stephen Rubino hefur einangrað efni sem drepur salmonellusýkla á mun öruggari hátt en hingað til hefur ver- ið hægt. Þetta nýja efni er kallað ambicin-n. Það er unnið út prótíni sem heitir „bacteriocin“. Prótín þetta verður til í sjálfum sýklunum til að þeir geti rutt úr vegi keppinautum sínum. Fyrst var vitað um þetta efni á þriðja áratug þessarar aldar. Það hefur aldrei verið notað vegna þess hve erfitt er að fá það til að gegna hlutverki sínu. Nú hefur tekist að fá efnið til að halda virkni sinni með því að bæta í það nýjum efnum. Það hefur þegar verið reynt gegn íjórum afbrigðum salmonellusýkla og drep- ið þá alla. Nú er vitað um 1800 afbrigði af salmonellusýklum en þeir fjórir, sem valdir hafa verið í tilraunaglösin hjá Rubino, eru þeir fjarskyldustu úr fjölskyldunni. Góðar líkur eru því á að þeir sýklar, sem ekki hafa kynnst efninu, standist það ekki heldur. Salmonellurnar í öllum sínum af- brigðum eru með lífseigustu sýklum sém til eru. Til þessa hafa allar til- raunir til að ráða niðurlögum þeirra reynst gagnslausar. Þær lifa af geislameðferð og einnig gömul hús- ráð eins og edik. í Bandaríkjunum einum látast 500 manns árlega vegna salmonellusýkingar og þar er árlega varið milljónum dala til rannsókna á þeim. Nýja efnið hefur ekki verið reynt enn á matvælum og ekki er vitað hvort það er skaðlegt mönnum. Ef svo reynist þá er allt starf Rubino unnið fyrir gýg. Mestar líkur eru þó á að efnið sé skaðlaust. Vonir standa til að hægt sé að blanda efninu í vatn sem notað er við matvælavinnslu og sótthreinsa það þannig með sama hætti og við klórblöndun. Efasemdir um stóru sprenginguna Hannes Alfvén trúir ekki á stóru sprenginguna. Þótt vísindamönnum beri ekki saman um hve heimurinn er gam- all hefur það verið almenn trú þeirra að upphaf hans megi rekja til þess sem kallað er sprengingin mikla eða „Big Bang“ eins og það heitir á ensku. Viö þetta upphaf á heimurinn að hafa verið ógnar- þéttur klumpur af efni. Eftir sprenginguna hefur hann verið að þenjast út. Þessi hugmynd á sér m.a. stoö í afstæðiskenningu Ein- steins og hefur sætt fáum andmæl- um í tvo áratugi. Ekki eru þó allir sem fallast á þessa hugmynd. Einn þeirra sem efast er sænski eðlisfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Hannes Alfvén. Samkvæmt kenningunni um sprenginguna miklu er þyngd- arkrafturinn frumkrafturinn í heiminum en Alfvén er á annarri skoðun. Hann segir aö 99% af efn- inu í heiminum séu rafmagnað gas og að það séu ógnarsterkir rafseg- ulkraftar sem halda heiminum saman. Alfvén gengur út frá því að heim- urinn hafi verið til í óendanlegan tíma, hann eigi sér ekkert upphaf og engan endi. Alfvén styðst ekki við stjamfræði í kenningum sínum heldur notar hann eðlisfræðilegar tilraunir við tilbúnar aðstæður. Fyrir vikiö hefur hugmynd hans verið andmælt á þeirri forsendu að hún komi ekki nema að litlu leyti heim og saman við athuganir á himingeimnum. Þótt Alfvén njóti ekki almennrar viðurkenningar fyrir kenningu sína um gerð alheimsins eru þeir margir af starfsbræðrum hans sem telja hann nær hinu rétta en stjarn- fræðingana. Við tilraunir með raf- magnað gas hafa komið fram eins konar segulmagnaðir þræðir sem virðast eiga sér samsvörún í himin- geimnum. Stjarnfræðingar hafa veitt því athygli að dreifing efnis í heimin- um er fjarri því aö vera jöfn eins og gera verður ráð fyrir ef hann hefur þanist út eftir sprengingu. Alfvén segir að þetta stafi af því aö segulkraftar hafi dregið efnið sam- an. Þetta er atriði sem orðið hefur til þess að gamlir andstæöingar kenninga Alvéns viðurkenna að þörf sé að skoða mál hans betur. Ungar risaeðlunnar hafa verið afar smávaxnir. Hreiður risaeðlu fiiinst í Kína Þegar menn heyra risaeðlur nefnd- ar kemur sjaldnast eitthvað smátt í hugann. Það var þó ekki stærðinni fyrir að fara hjá afkvæmum einnar tegundar risaeðlanna sem fundust í Góbí-eyðimörkinni í Kína nú í sum- ar. Þar voru kanadískir og kinversk- ir steingervingafræðingar við rann- sóknir þegar þeir fundu sex stein- gervinga af 75 milijón ára gömlum risaeðluungum. Steingervingamir eru mjög vel varöveittir. Hver þeirra er ekki nema 15 til 20 sentímetrar á lengd. Fullvax- in dýr af þessari tegund vógu hálft annað tonn þannig að stærðarmun- urinn er mikill. Ungamir voru allir saman í hreiðri sem er óvenjulegt þegar risaeðlur eiga í hlut. Steingervingafræðingar hafa kom- ist að því að hvergi í heiminum er meira af risaeðlum en í Kína. Leið- angurinn, sem fór um Góbí-eyði- mörkina i sumar, fann 50 beinagrind- ur af risaeðlum og á einum stað mikla hrúgu þar sem þúsundir af fremur smávöxnum grasbítum af ættum risaeðla hafa borið beinin. Lengst af á þessari öld hefur rann- sóknum á steingervingum í Kína lítið verið sinnt vegna langvarandi ófrið- arástands í landinu. Það var ekki fyrr en eftir 1970 að erlendir vísinda- menn fengu að koma þangað til rann- sókna. Eftir það hafa margir leið- angrar verið famir. Nú er einkum verið að athuga skyldleika risaeðla í einstökum heimsálfum. Það gæti leitt í ljós nýjar staðreyndir um ferðalög þeirra og hvernig þeim gekk að aðlagast breytilegu umhverfi. Þessi gormur er sérstakur fyrir þá sök aö hann er ofurleiðandi. Ofurleiðandi gormur Efhafræðingar við Argonne rannsóknastofnunina í Banda- rikjunum hafa búið til gorm úr ofurleiðandi efni. Efiiið i gormin- um er sett saman úr yttríum, baríun, kopar og súrefni. Við til- raunir hefur komið í Ijós að þessi efnasamsetning er ofurleiðandi viö hærra hitastig en nokkur önnur sem nú er þekkt. Yfirleitt verða efni ekki ofur- leiðandi fyrr en við alkul sem er -2730C. Umrædd efnablanda, sem fyrst var sett saman á síðasta ári, verður hins vegar ofurleið- andi við -1430C. Til þessa hefur verið vandkvæðum bundiö að móta efnið þannig að þaö verði nothæft til einhverra hluta. Nú hefur það tekist. Tilraunir með nýtt eyðnilyf Nokkrir eyðnisjúklingar á rannsóknastofiiun í Bandaríkj- unum voru nú í byrjun mánaðar- ins sprautaðir með nýju lyft sem vonir standa til að láti eyðniveir- ur ekki ólamaðar ffam hjá sér fara. Lyfið er unnið úr próteini. Til þessa hafa mestar vonir ver- ið bundnar viö lyf sem heitir AZT. Þaö var sett saman eftir að áhrif fjölmargra efna á eyðniveir- una höfðu veriö prófuð. Þetta lyf hefur reynst gagnslítiö og hefur auk þess alvarlegar aukaverkan- ir. Nýja lyfið sem kallað er CD4 á að einangra eyðniveirurnar og koma í veg fyrir að þær-ráðist á frumur ónæmiskerfisins. CD4 drepur því ekki eyðniveirurnar en tekur þær þess i staö úr um- ferð. Halastjörnur eru hugsanlega of- hitaðar reikistjörnur. Snöggsoðnar reikistjömur Halastjörnur heilla stjarnfræð- inga mest vegna þess hvaö þær ferðast víöa um heiminn. Þær eiga uppruna sinn jafnvel i útj- öðrum alheimsins og gætu þess vega borið í sér eitthvað af því efni sem til var við upphaf alls í heiminum. Það veldur þó stjarnfræðingum áhyggjum að halastjömumar em gífurlega heitar og þess vegna gæti allt efni í þeim verið um- myndaö og gagnslítð til rann- sókna. Það er út af fyrir sig rann- sóknarefni hvers vegna þær hitna svo mjög. Einn möguleikinn er sá að hala- sijörnur séu upphaflega vepju- legar reikistjömur sem komist hafa í návigi við svokallaðar ofur- stjömur og kastast við það út af brautum sínum og lagt logandi upp í langferð um himingeiminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.